Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. desember 2022 19:35 Landsréttur staðfesti fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. Maðurinn var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í hálft ár vegna málsins en ákæruvaldið fór fram á að refsing mannsins yrði þyngd í Landsrétti og að hann yrði sviptur ökuréttindum til lengri tíma. Atvikið sem maðurinn var dæmdur fyrir átti sér stað í ágúst 2019 við Glerárgötu á Akureyri. Hann hafi misst stjórn á bílnum, ekið upp á umferðareyju og aftur út á götuna í veg fyrir annan bíl. Þaðan hafi bíll mannsins hafnað uppi á gangstétt og á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Hjólreiðamaðurinn kastaðist þá upp í loft og flaug nokkra metra út í limgerði og hundur hans drapst. Gangandi vegfarandinn hlaut heilahristing við áreksturinn á meðan hjólreiðamaðurinn hlaut meðal annars herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot, mörg rifbrot og rof á þvagblöðru. Við meðferð málsins í héraðsdómi var spiluð hljóð- og myndbandsupptaka af slysinu auk þess sem upptökur af skýrslum sjö vitna voru spilaðar. Þá var jafnframt spiluð upptaka úr búkmyndavél lögreglu þar sem rætt var við vitni á vettvangi og upptaka úr öryggismyndavélum. Sýknaður að hluta Í dómi héraðsdóms hafði því verið haldið fram að maðurinn væri óhæfur til að stjórna bíl sínum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja og án nægilegrar aðgæslu auk þess sem hann var á allt að 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund. Bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknuðu þó manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja. Maðurinn hafi raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað í háska lífi og heilsu gangandi vegfarandans, hjólreiðamannsins og þriggja farþega í bílnum sem hann ók í veg fyrir. Landsréttur sagði þó ekki hægt að slá því á föstu að maðurinn hafi með akstri sínum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í hættu svo almannahætta hafi stafað af. Var hann því sýknaður af ákæru í þeim lið. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 846.750 krónur, þar með talin 790.500 krónur í málsvarnarlaun verjanda síns. Hann hafði áður þurft að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns í héraði, 1.078.985 krónur, og 217.166 krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Akureyri Umferðaröryggi Tengdar fréttir Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Maðurinn var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í hálft ár vegna málsins en ákæruvaldið fór fram á að refsing mannsins yrði þyngd í Landsrétti og að hann yrði sviptur ökuréttindum til lengri tíma. Atvikið sem maðurinn var dæmdur fyrir átti sér stað í ágúst 2019 við Glerárgötu á Akureyri. Hann hafi misst stjórn á bílnum, ekið upp á umferðareyju og aftur út á götuna í veg fyrir annan bíl. Þaðan hafi bíll mannsins hafnað uppi á gangstétt og á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Hjólreiðamaðurinn kastaðist þá upp í loft og flaug nokkra metra út í limgerði og hundur hans drapst. Gangandi vegfarandinn hlaut heilahristing við áreksturinn á meðan hjólreiðamaðurinn hlaut meðal annars herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot, mörg rifbrot og rof á þvagblöðru. Við meðferð málsins í héraðsdómi var spiluð hljóð- og myndbandsupptaka af slysinu auk þess sem upptökur af skýrslum sjö vitna voru spilaðar. Þá var jafnframt spiluð upptaka úr búkmyndavél lögreglu þar sem rætt var við vitni á vettvangi og upptaka úr öryggismyndavélum. Sýknaður að hluta Í dómi héraðsdóms hafði því verið haldið fram að maðurinn væri óhæfur til að stjórna bíl sínum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja og án nægilegrar aðgæslu auk þess sem hann var á allt að 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund. Bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknuðu þó manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja. Maðurinn hafi raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað í háska lífi og heilsu gangandi vegfarandans, hjólreiðamannsins og þriggja farþega í bílnum sem hann ók í veg fyrir. Landsréttur sagði þó ekki hægt að slá því á föstu að maðurinn hafi með akstri sínum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í hættu svo almannahætta hafi stafað af. Var hann því sýknaður af ákæru í þeim lið. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 846.750 krónur, þar með talin 790.500 krónur í málsvarnarlaun verjanda síns. Hann hafði áður þurft að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns í héraði, 1.078.985 krónur, og 217.166 krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Akureyri Umferðaröryggi Tengdar fréttir Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21