„Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 11:30 Sér einhver muninn? Vísir/E-Online Segja má að strákarnir í Körfuboltakvöldi hafi vart haldið vatni yfir frammistöðu Breiðabliks í síðasta leik liðsins í Subway deild karla í körfubolta. Sumir slefuðu þó meira en aðrir. „Þegar þú mætir Blikaliðinu, og lendir strax undir, þá getur þú ekki farið í kapphlaup við þá. Þú verður að reyna hægja leikinn og hugsa: Í staðinn fyrir að taka okkur fimm mínútur til að ná niður tíu stigum þá tökum við tíu mínútur í það,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, á að segja um leik Breiðabliks og Grindavíkur. „Hvert sem að leikplanið þitt var fyrir leikinn, þú verður að breyta því ef þú lendir tíu stigum undir á móti þeim. Láta þá hafa fyrir því að spila vörn, það er algjört lykilatriði. Ef þú ætlar að spila þennan leik á móti þeim þá er eins gott að þú hittir. Þú heldur ekki áfram þegar þú ert búinn að brenna af fimm þriggja stiga skotum í röð, það er nákvæmlega það sem Grindavík gerði,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. „Þarna eru þeir eiginlega bara að bjóða þeim upp í dans,“ bætti Kjartan Atli við áður en Hermann Hauksson fékk orðið. „Þeir segja bara „Við vitum að þið spilið skemmtilegan og hraðan körfubolta og skorið mikið af stigum. Gjörið svo vel, gerið það á móti okkur. Það gerðu þeir allan leikinn.“ „Breiðablik hefur strögglað í vetur á móti liðum sem spila harðan varnarleik og láta Blikana hafa fyrir því að spila varnarleik.“ „Þeim finnst það ekkert skemmtilegt,“ skaut Kristinn inn í áður en Hermann hélt áfram. „Bara ekki neitt. Þeir nenna ekki að vera sín megin á vellinum. Þarna fengu Breiðablik að valsa um eins og þeir gera best. Þá eru þeir illviðráðanlegir af því eins og Árni Elmar [Hrafnsson] sagði áðan, það getur hver einasti leikmaður í þessu liði sett niður þrista eða skot annarsstaðar að. Svo eru þeir mjög hreyfanlegir í sínum sóknaraðgerðum, erfitt að stöðva þá.“ „Að vera með þjálfara eins og Pétur Ingvarsson, sem að leitar uppi þessi skot og gefur skotmönnum - við sjáum Árna Elmar. Ég hugsa að margir þjálfarar gætu orðið uppteknir að því hvað hann getur ekki. Hann er ekki hraðasti varnarmaðurinn, hann er ekki með bestu boltameðferðina en guð minn almáttugur hvað gæinn getur sett boltann ofan í körfuna. Það hlýtur að vera gott fyrir skyttur að vita að þjálfarinn vill að þær skjóti,“ sagði Kjartan Atli og beindi spurningunni að Kristni. „Að sjálfsögðu er það, þetta er fullkomið umhverfi fyrir menn sem að eru eins og hann. Vilja spot-a fyrir utan og taka skot. Prósentan verður alltaf hærri því þú veist að þú átt að taka þetta skot, þú vilt taka þetta skot og þetta er Win-Win fyrir alla. Hvort sem þú klikkar eða ekki, það er farinn svolítill broddur af stressi ef það var til staðar. Umhverfið þarna fyrir leikmann eins og ég var, og fleiri eru, er bara frábært. Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir,“ sagði Kristinn að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Sópa þær Stólunum út? Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Sjá meira
„Þegar þú mætir Blikaliðinu, og lendir strax undir, þá getur þú ekki farið í kapphlaup við þá. Þú verður að reyna hægja leikinn og hugsa: Í staðinn fyrir að taka okkur fimm mínútur til að ná niður tíu stigum þá tökum við tíu mínútur í það,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, á að segja um leik Breiðabliks og Grindavíkur. „Hvert sem að leikplanið þitt var fyrir leikinn, þú verður að breyta því ef þú lendir tíu stigum undir á móti þeim. Láta þá hafa fyrir því að spila vörn, það er algjört lykilatriði. Ef þú ætlar að spila þennan leik á móti þeim þá er eins gott að þú hittir. Þú heldur ekki áfram þegar þú ert búinn að brenna af fimm þriggja stiga skotum í röð, það er nákvæmlega það sem Grindavík gerði,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. „Þarna eru þeir eiginlega bara að bjóða þeim upp í dans,“ bætti Kjartan Atli við áður en Hermann Hauksson fékk orðið. „Þeir segja bara „Við vitum að þið spilið skemmtilegan og hraðan körfubolta og skorið mikið af stigum. Gjörið svo vel, gerið það á móti okkur. Það gerðu þeir allan leikinn.“ „Breiðablik hefur strögglað í vetur á móti liðum sem spila harðan varnarleik og láta Blikana hafa fyrir því að spila varnarleik.“ „Þeim finnst það ekkert skemmtilegt,“ skaut Kristinn inn í áður en Hermann hélt áfram. „Bara ekki neitt. Þeir nenna ekki að vera sín megin á vellinum. Þarna fengu Breiðablik að valsa um eins og þeir gera best. Þá eru þeir illviðráðanlegir af því eins og Árni Elmar [Hrafnsson] sagði áðan, það getur hver einasti leikmaður í þessu liði sett niður þrista eða skot annarsstaðar að. Svo eru þeir mjög hreyfanlegir í sínum sóknaraðgerðum, erfitt að stöðva þá.“ „Að vera með þjálfara eins og Pétur Ingvarsson, sem að leitar uppi þessi skot og gefur skotmönnum - við sjáum Árna Elmar. Ég hugsa að margir þjálfarar gætu orðið uppteknir að því hvað hann getur ekki. Hann er ekki hraðasti varnarmaðurinn, hann er ekki með bestu boltameðferðina en guð minn almáttugur hvað gæinn getur sett boltann ofan í körfuna. Það hlýtur að vera gott fyrir skyttur að vita að þjálfarinn vill að þær skjóti,“ sagði Kjartan Atli og beindi spurningunni að Kristni. „Að sjálfsögðu er það, þetta er fullkomið umhverfi fyrir menn sem að eru eins og hann. Vilja spot-a fyrir utan og taka skot. Prósentan verður alltaf hærri því þú veist að þú átt að taka þetta skot, þú vilt taka þetta skot og þetta er Win-Win fyrir alla. Hvort sem þú klikkar eða ekki, það er farinn svolítill broddur af stressi ef það var til staðar. Umhverfið þarna fyrir leikmann eins og ég var, og fleiri eru, er bara frábært. Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir,“ sagði Kristinn að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu
Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Sópa þær Stólunum út? Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti