Sendi stúlku undir lögaldri kynferðisleg skilaboð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 13:43 Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. vísir/getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa sent stúlku undir 15 ára aldri fimm gróf og kynferðisleg smáskilaboð á einum sólarhring og „áreitt hana með kynferðislegu orðbragði sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar,“ líkt og segir í ákæru. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa sent umrædd skilaboð. Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. Mat dómurinn það svo að orðalagið í skilaboðum mannsins hefði verið meiðandi í ljósi aðstæðna og ítrekað. Þá var ekki talið sannað að maðurinn hefði vitað að stúlkan væri undir 15 ára aldri. Hins vegar segir í dómnum að það verði að „meta ákærða það til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur brotaþola.“ Sem fyrr segir þótti hæfileg refsing vera skilorðsbundið tveggja ára fangelsi. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að maðurinn hafi ekki hlotið refsidóm áður. Þá leit dómurinn einnig til þess að rannsókn málsins dróst nokkuð á langinn en tæpir átta mánuðir liðu frá því að málið var sent til héraðssaksóknara og þar til ákæra var gefin út. Hins vegar var það talið til refsiþyngingar að maðurinn braut gegn ungri stúlku og misnotaði aðstæður sínar, þar með talið þroska-og aldursmun þeirra, og traust stúlkunnar án þess að skeyta um afleiðingar þess fyrir hana. Auk þess er manninum gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa sent stúlku undir 15 ára aldri fimm gróf og kynferðisleg smáskilaboð á einum sólarhring og „áreitt hana með kynferðislegu orðbragði sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar,“ líkt og segir í ákæru. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa sent umrædd skilaboð. Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. Mat dómurinn það svo að orðalagið í skilaboðum mannsins hefði verið meiðandi í ljósi aðstæðna og ítrekað. Þá var ekki talið sannað að maðurinn hefði vitað að stúlkan væri undir 15 ára aldri. Hins vegar segir í dómnum að það verði að „meta ákærða það til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur brotaþola.“ Sem fyrr segir þótti hæfileg refsing vera skilorðsbundið tveggja ára fangelsi. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að maðurinn hafi ekki hlotið refsidóm áður. Þá leit dómurinn einnig til þess að rannsókn málsins dróst nokkuð á langinn en tæpir átta mánuðir liðu frá því að málið var sent til héraðssaksóknara og þar til ákæra var gefin út. Hins vegar var það talið til refsiþyngingar að maðurinn braut gegn ungri stúlku og misnotaði aðstæður sínar, þar með talið þroska-og aldursmun þeirra, og traust stúlkunnar án þess að skeyta um afleiðingar þess fyrir hana. Auk þess er manninum gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent