Helgi Már eftir enn eitt tap KR: „Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 15. desember 2022 20:56 Helgi Már, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét „Bara hræðilega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, þegar hann var spurður að því hvernig hann meti leikinn á móti Tindastóli í Subway-deild karla. KR tapaði að lokum, á heimavelli, með 27 stiga mun, lokatölur 77-104. Þegar hann var spurður út í frammistöðuna heilt yfir þá var það sama svar: „Hún var bara hræðileg.“ Tímabilið hjá KR hefur verið mikil vonbrigði. Hvað þarf að breytast? „Við þurfum að spila leikina af krafti. Við getum ekki slökkt á okkur. Við þurfum bara að vera lið. Við erum það ekki, því miður.“ Helgi var spurður að því hvort hann hefði íhugað að stíga frá borði. Örugglega velta því einhverjir fyrir sér hvort breytingu þurfi í þjálfaramálum. „Hef ég íhugað það? Nei. Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig. Ég sinn þessu starfi eftir bestu getu þangað til svo er ekki.“ Hefur trú á því að þessi hópur geti snúið við taflinu „Já, ég hef alltaf trú á því að góðir hlutir geti gerst þegar maður leggur sig fram. Auðvitað er maður jákvæður. Auðvitað er ég áhyggjufullur. Við erum búnir að vera mjög slakir í mörgum leikjum. Við áttum svo fínan leik á móti Hetti en dettum svo í sama farið núna. Ég er áhyggjufullur, en þetta lið getur gert fullt af hlutum ef við spilum eins og menn.“ KR er sigursælasta félagið á Íslandi síðustu árin og hefur unnið mikinn fjölda Íslandsmeistaratitla. En núna er staðan önnur. „Það segir sig sjálft. Við misstum út kynslóð af leikmönnum hratt og fljótt. Það er ástæða fyrir því að það eru ekki mörg lið sem hafa gert það sem við gerðum á þessum tíma. Núna eru nýir menn að koma inn og það þarf að byggja upp. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Brynjar Þór Björnsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið.Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, einn besti leikmaður í sögu KR, var heiðraður í kvöld en hann lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið. „Við töluðum saman síðasta sumar en ég fann það á honum að hann var búinn. Það er flott hjá honum, geggjaður ferill. Ég er ánægður að við náðum að kveðja hann. Hann er einn af mínum bestu samherjum og einn mesti sigurvegari í sögu íslenska körfuboltans. Ég hefði viljað gefa honum betri leik í kvöld.“ Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Sjá meira
Þegar hann var spurður út í frammistöðuna heilt yfir þá var það sama svar: „Hún var bara hræðileg.“ Tímabilið hjá KR hefur verið mikil vonbrigði. Hvað þarf að breytast? „Við þurfum að spila leikina af krafti. Við getum ekki slökkt á okkur. Við þurfum bara að vera lið. Við erum það ekki, því miður.“ Helgi var spurður að því hvort hann hefði íhugað að stíga frá borði. Örugglega velta því einhverjir fyrir sér hvort breytingu þurfi í þjálfaramálum. „Hef ég íhugað það? Nei. Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig. Ég sinn þessu starfi eftir bestu getu þangað til svo er ekki.“ Hefur trú á því að þessi hópur geti snúið við taflinu „Já, ég hef alltaf trú á því að góðir hlutir geti gerst þegar maður leggur sig fram. Auðvitað er maður jákvæður. Auðvitað er ég áhyggjufullur. Við erum búnir að vera mjög slakir í mörgum leikjum. Við áttum svo fínan leik á móti Hetti en dettum svo í sama farið núna. Ég er áhyggjufullur, en þetta lið getur gert fullt af hlutum ef við spilum eins og menn.“ KR er sigursælasta félagið á Íslandi síðustu árin og hefur unnið mikinn fjölda Íslandsmeistaratitla. En núna er staðan önnur. „Það segir sig sjálft. Við misstum út kynslóð af leikmönnum hratt og fljótt. Það er ástæða fyrir því að það eru ekki mörg lið sem hafa gert það sem við gerðum á þessum tíma. Núna eru nýir menn að koma inn og það þarf að byggja upp. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Brynjar Þór Björnsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið.Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, einn besti leikmaður í sögu KR, var heiðraður í kvöld en hann lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið. „Við töluðum saman síðasta sumar en ég fann það á honum að hann var búinn. Það er flott hjá honum, geggjaður ferill. Ég er ánægður að við náðum að kveðja hann. Hann er einn af mínum bestu samherjum og einn mesti sigurvegari í sögu íslenska körfuboltans. Ég hefði viljað gefa honum betri leik í kvöld.“
Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15