Helgi Már eftir enn eitt tap KR: „Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 15. desember 2022 20:56 Helgi Már, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét „Bara hræðilega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, þegar hann var spurður að því hvernig hann meti leikinn á móti Tindastóli í Subway-deild karla. KR tapaði að lokum, á heimavelli, með 27 stiga mun, lokatölur 77-104. Þegar hann var spurður út í frammistöðuna heilt yfir þá var það sama svar: „Hún var bara hræðileg.“ Tímabilið hjá KR hefur verið mikil vonbrigði. Hvað þarf að breytast? „Við þurfum að spila leikina af krafti. Við getum ekki slökkt á okkur. Við þurfum bara að vera lið. Við erum það ekki, því miður.“ Helgi var spurður að því hvort hann hefði íhugað að stíga frá borði. Örugglega velta því einhverjir fyrir sér hvort breytingu þurfi í þjálfaramálum. „Hef ég íhugað það? Nei. Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig. Ég sinn þessu starfi eftir bestu getu þangað til svo er ekki.“ Hefur trú á því að þessi hópur geti snúið við taflinu „Já, ég hef alltaf trú á því að góðir hlutir geti gerst þegar maður leggur sig fram. Auðvitað er maður jákvæður. Auðvitað er ég áhyggjufullur. Við erum búnir að vera mjög slakir í mörgum leikjum. Við áttum svo fínan leik á móti Hetti en dettum svo í sama farið núna. Ég er áhyggjufullur, en þetta lið getur gert fullt af hlutum ef við spilum eins og menn.“ KR er sigursælasta félagið á Íslandi síðustu árin og hefur unnið mikinn fjölda Íslandsmeistaratitla. En núna er staðan önnur. „Það segir sig sjálft. Við misstum út kynslóð af leikmönnum hratt og fljótt. Það er ástæða fyrir því að það eru ekki mörg lið sem hafa gert það sem við gerðum á þessum tíma. Núna eru nýir menn að koma inn og það þarf að byggja upp. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Brynjar Þór Björnsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið.Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, einn besti leikmaður í sögu KR, var heiðraður í kvöld en hann lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið. „Við töluðum saman síðasta sumar en ég fann það á honum að hann var búinn. Það er flott hjá honum, geggjaður ferill. Ég er ánægður að við náðum að kveðja hann. Hann er einn af mínum bestu samherjum og einn mesti sigurvegari í sögu íslenska körfuboltans. Ég hefði viljað gefa honum betri leik í kvöld.“ Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Þegar hann var spurður út í frammistöðuna heilt yfir þá var það sama svar: „Hún var bara hræðileg.“ Tímabilið hjá KR hefur verið mikil vonbrigði. Hvað þarf að breytast? „Við þurfum að spila leikina af krafti. Við getum ekki slökkt á okkur. Við þurfum bara að vera lið. Við erum það ekki, því miður.“ Helgi var spurður að því hvort hann hefði íhugað að stíga frá borði. Örugglega velta því einhverjir fyrir sér hvort breytingu þurfi í þjálfaramálum. „Hef ég íhugað það? Nei. Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig. Ég sinn þessu starfi eftir bestu getu þangað til svo er ekki.“ Hefur trú á því að þessi hópur geti snúið við taflinu „Já, ég hef alltaf trú á því að góðir hlutir geti gerst þegar maður leggur sig fram. Auðvitað er maður jákvæður. Auðvitað er ég áhyggjufullur. Við erum búnir að vera mjög slakir í mörgum leikjum. Við áttum svo fínan leik á móti Hetti en dettum svo í sama farið núna. Ég er áhyggjufullur, en þetta lið getur gert fullt af hlutum ef við spilum eins og menn.“ KR er sigursælasta félagið á Íslandi síðustu árin og hefur unnið mikinn fjölda Íslandsmeistaratitla. En núna er staðan önnur. „Það segir sig sjálft. Við misstum út kynslóð af leikmönnum hratt og fljótt. Það er ástæða fyrir því að það eru ekki mörg lið sem hafa gert það sem við gerðum á þessum tíma. Núna eru nýir menn að koma inn og það þarf að byggja upp. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Brynjar Þór Björnsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið.Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, einn besti leikmaður í sögu KR, var heiðraður í kvöld en hann lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið. „Við töluðum saman síðasta sumar en ég fann það á honum að hann var búinn. Það er flott hjá honum, geggjaður ferill. Ég er ánægður að við náðum að kveðja hann. Hann er einn af mínum bestu samherjum og einn mesti sigurvegari í sögu íslenska körfuboltans. Ég hefði viljað gefa honum betri leik í kvöld.“
Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15