Warriors hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabili í NBA deildinni í körfubolta. Hinn síkáti Draymond Green ákvað að rota liðsfélaga sinn Jordan Poole í október og virðist sem það atvik hafi dregið dilk á eftir sér.
Stríðsmennirnir hafa varla unnið útileik og ekki verður verkefnið auðveldara með Curry á hliðarlínunni en hann meiddist í tapinu gegn Indiana Pacers á dögunum. Leikstjórnandinn meiddist á vinstri öxl og mun að lágmarki vera frá í tvær vikur.
Stephen Curry, who suffered an injury during last night s game in Indiana, underwent an MRI today.
— Golden State Warriors (@warriors) December 15, 2022
The MRI confirmed that Stephen experienced a left shoulder subluxation. A timeline for his return will be provided in the coming days. pic.twitter.com/mzE0kDP2G2
Það er þó talið að hann gæti verið töluvert lengur frá keppni. Curry segist feginn að sleppa við aðgerð en sem stendur er alls óvíst hvenær hann snýr aftur á gólfið. Curry hefur að venju verið besti leikmaður Golden State á leiktíðinni. Er hann með að meðaltali 30 stig, 6.8 stoðsendingar og 6.6 fráköst í leik.
Stríðsmennirnir hafa aðeins unnið 14 af 29 leikjum sínum til þessa á leiktíðinni og sitja sem stendur í 10. sæti Vesturdeildar.