Saman getum við spornað gegn félagslegri einangrun með náungakærleik og góðvild Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 17. desember 2022 08:00 Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Félagsleg samskipti hafa mikil áhrif á heilsu, líðan og jafnvel lífslíkur einstaklinga. Þess vegna er alltaf ástæða til að ítreka mikilvægi þess að efla tengsl í samfélaginu og leggja enn frekari áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn félagslegri einangrun. Það þarf einnig að skapa aðstæður þar sem unnið er sérstaklega með viðkvæma hópa samfélagsins, sem eru í meiri hættu en aðrir á að einangrast. Einmanaleiki getur leitt til þess að fólk dragi sig smátt og smátt í hlé og missi tengsl sín við samfélagið í kringum sig. Sumir einstaklingar eiga auðvelt með að brjótast út úr sinni félagslegu einangrun upp á eigin spýtur, en hinsvegar hafa ekki allir tök á því og þar af leiðandi er mikilvægt að meðvitund sé um þau úrræði sem í boði eru með tilliti til þess hver þörfin er hjá viðkomandi. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum til þess að auka félagslega virkni og þar með draga úr einmanaleika. Af þeirri ástæðu eru útfærslur vinaverkefna Rauða krossins af ýmsu tagi, en inntakið í verkefnunum er það að vinir verkefnanna eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið allt frá spjalli, gönguferð eða ökuferð yfir í upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Vinaverkefni Rauða krossins eru tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga sem upplifa félagslega einangrun. Valdeflingu er fyrst og fremst ætlað að bæta innri líðan þeirra sem þurfa á hverskyns aðstoð að halda svo að einstaklingar upplifi að þeir hafi vald yfir þeirra eigin lífi. Lykilorð valdeflingar eru t.d. persónulegur stuðningur, jafnræði og virðing. Tíminn sem er að ganga í garð getur verið erfiður tími fyrir marga og því er mikilvægt að við tökum eftir fólkinu í kringum okkur og stöldrum við. Manneskjan hefur þörf fyrir félagslega þátttöku og virkni. Því er mikilvægt að vera í heilbrigðu samneyti við aðra, sem vekur góðar og jákvæðar tilfinningar, ásamt því að vera sjálfur gefandi í samfélaginu. Samstaða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu og við getum verið sammála um að við viljum búa í samfélagi þar sem velvilji og náungakærleikur ríkir. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þar er alltaf opið, líka yfir hátíðirnar. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Félagasamtök Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Félagsleg samskipti hafa mikil áhrif á heilsu, líðan og jafnvel lífslíkur einstaklinga. Þess vegna er alltaf ástæða til að ítreka mikilvægi þess að efla tengsl í samfélaginu og leggja enn frekari áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn félagslegri einangrun. Það þarf einnig að skapa aðstæður þar sem unnið er sérstaklega með viðkvæma hópa samfélagsins, sem eru í meiri hættu en aðrir á að einangrast. Einmanaleiki getur leitt til þess að fólk dragi sig smátt og smátt í hlé og missi tengsl sín við samfélagið í kringum sig. Sumir einstaklingar eiga auðvelt með að brjótast út úr sinni félagslegu einangrun upp á eigin spýtur, en hinsvegar hafa ekki allir tök á því og þar af leiðandi er mikilvægt að meðvitund sé um þau úrræði sem í boði eru með tilliti til þess hver þörfin er hjá viðkomandi. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum til þess að auka félagslega virkni og þar með draga úr einmanaleika. Af þeirri ástæðu eru útfærslur vinaverkefna Rauða krossins af ýmsu tagi, en inntakið í verkefnunum er það að vinir verkefnanna eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið allt frá spjalli, gönguferð eða ökuferð yfir í upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Vinaverkefni Rauða krossins eru tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga sem upplifa félagslega einangrun. Valdeflingu er fyrst og fremst ætlað að bæta innri líðan þeirra sem þurfa á hverskyns aðstoð að halda svo að einstaklingar upplifi að þeir hafi vald yfir þeirra eigin lífi. Lykilorð valdeflingar eru t.d. persónulegur stuðningur, jafnræði og virðing. Tíminn sem er að ganga í garð getur verið erfiður tími fyrir marga og því er mikilvægt að við tökum eftir fólkinu í kringum okkur og stöldrum við. Manneskjan hefur þörf fyrir félagslega þátttöku og virkni. Því er mikilvægt að vera í heilbrigðu samneyti við aðra, sem vekur góðar og jákvæðar tilfinningar, ásamt því að vera sjálfur gefandi í samfélaginu. Samstaða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu og við getum verið sammála um að við viljum búa í samfélagi þar sem velvilji og náungakærleikur ríkir. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þar er alltaf opið, líka yfir hátíðirnar. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun