Yfirvöld í Kreml greina frá því að Pútín hafi eytt mestum hluta föstudags í höfuðstöðvum þess sem Rússar kalla „sérstaka hernaðaraðgerð“ og fundað með varnarmálaráðherra Sergei Shoigu og yfirhershöfðingja Valeriy Gerasimov.
Búist er við auknum sóknarþunga Rússa á næstu vikum og hafa fréttir þess efnis borist frá æðstu ráðamönnum í Rússlandi.
„Við munum hlusta á yfirmenn hverrar herdeildar og ég væri til í að heyra ykkar tillögur að aðgerðum sem æskilegt er að ráðast í þegar í stað og til lengri tíma.“
Úkraínumenn hafa náð töluverðu landsvæði til baka af Rússum á síðustu mánuðum, þar á meðal hið stríðshrjáða Kherson-hérað.
Viðvera Gerasimov, yfirhershöfðingja í útsendingunni slær á orðróm um uppsögn hans. Gerasimov var harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum í Rússlandi þar sem hann var talinn of ragur í herkænsku sinni.
Fundurinn var haldinn í kjölfar varúðarorða yfirmanni Úkraínuhers Valerii Zaluzhnyi um að Rússar séu líklegir til að hrinda af stað mikilli sókn í upphafi árs 2023. Fullyrti hann að Rússar væru að gera um 200 þúsund hermenn klára fyrir þær hernaðaraðgerðir.