Héldu alvöru partý fyrir góðan málstað Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. desember 2022 16:00 Umboðsstofan Móðurskipið stóð fyrir glæsilegum söfnunarviðburðu nú á dögunum. Árni Beinteinn Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke. Viðburðurinn fór fram á Kex Hostel og gekk eins og í sögu. Allir skemmtikraftar gáfu vinnu sína og fjölmörg fyrirtæki styrktu viðburðinn með glæsilegum vinningum. Alls söfnuðust um fimm hundruð þúsund sem renna beint til Mæðrastyrksnefndar. Forsagan er sú að þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Valdimar Kristjónsson, betur þekktur sem Valdi Píanó, hafa haldið Jólabingó nær óslitið frá árinu 2012, til styrktar sama málstaðar. Í þetta skipti fengu þeir Móðurskipið umboðsstofu með sér í lið. „Mæðrastyrksnefnd vinnur auðvitað mikilvægt starf allt árið en sérstaklega fyrir jólin. Ótrúlega gaman að geta styrkt þeirra frábæra starf og haldið partý í leiðinni,“ segir María Hrund Marínósdóttir, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins. Sungu jólalög fyrir pening Til viðbótar við gamla góða jólabingóið, var haldið jólakaraoke þar sem gestum gafst kostur á að syngja uppáhalds jólalögin sín við undirleik stemningssveitarinnar Jólafínir. Fyrirkomulagið var þannig að gestir gátu annað hvort boðið sig fram sjálfir og safnað áheitum fyrir söng sinn eða skorað á aðra að syngja fyrir ákveðna fjárupphæð. Aflahæsti jólasöngvari kvöldsins var Bragi Árnason sem safnaði rúmum 40 þúsund krónum fyrir söng sinn. „Kvöldið sjálft hefði ekki geta gengið betur. Fullt hús og fullt af fólki tilbúið að stíga á svið og syngja,“ segir María. Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu. Uppistandararnir Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi stýrðu jólabingói.Árni Beinteinn Uppistandarinn Bergur Ebbi kom fram á viðburðinum.Árni Beinteinn Jóhann Alfreð og Valdi Píanó hafa staðið fyrir jólabingói í mörg ár.Árni Beinteinn Uppistandarinn Ebba Sig tók lagið.Árni Beinteinn Valdi Píanó var í góðum gír.Árni Beinteinn Gestir fengu lista yfir hin ýmsu jólalög sem þeir gátu ýmist boðist til þess að flytja sjálfir eða skorað á aðra.árni beinteinn Fjölmargir mættu til þess að spila bingó.Árni Beinteinn Leikkonurnar Birna Rún og Aldís Amah létu sig ekki vanta.Árni Beinteinn Uppistandarinn Andri Ívars tók lagið.Árni Beinteinn Lilja Jónsdóttir tók lagið.Árni Beinteinn Birna Rún, Ari Ísfeld, María Hund og Katrín Odds skemmtu sér konunglega.Árni Beinteinn María Hrund, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins og Jóhann Alfreð uppistandari.Árni Beinteinn Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir steig á svið.Árni Beinteinn Gestir voru ánægðir með kvöldið.Árni Beinteinn 15.000 krónur söfnuðust fyrir söng Ebbu Sig.Árni Beinteinn Mikil stemning myndaðist á Kex Hostel.Árni Beinteinn Kvöldið heppnaðist afar vel.Árni Beinteinn Jól Góðverk Samkvæmislífið Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Viðburðurinn fór fram á Kex Hostel og gekk eins og í sögu. Allir skemmtikraftar gáfu vinnu sína og fjölmörg fyrirtæki styrktu viðburðinn með glæsilegum vinningum. Alls söfnuðust um fimm hundruð þúsund sem renna beint til Mæðrastyrksnefndar. Forsagan er sú að þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Valdimar Kristjónsson, betur þekktur sem Valdi Píanó, hafa haldið Jólabingó nær óslitið frá árinu 2012, til styrktar sama málstaðar. Í þetta skipti fengu þeir Móðurskipið umboðsstofu með sér í lið. „Mæðrastyrksnefnd vinnur auðvitað mikilvægt starf allt árið en sérstaklega fyrir jólin. Ótrúlega gaman að geta styrkt þeirra frábæra starf og haldið partý í leiðinni,“ segir María Hrund Marínósdóttir, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins. Sungu jólalög fyrir pening Til viðbótar við gamla góða jólabingóið, var haldið jólakaraoke þar sem gestum gafst kostur á að syngja uppáhalds jólalögin sín við undirleik stemningssveitarinnar Jólafínir. Fyrirkomulagið var þannig að gestir gátu annað hvort boðið sig fram sjálfir og safnað áheitum fyrir söng sinn eða skorað á aðra að syngja fyrir ákveðna fjárupphæð. Aflahæsti jólasöngvari kvöldsins var Bragi Árnason sem safnaði rúmum 40 þúsund krónum fyrir söng sinn. „Kvöldið sjálft hefði ekki geta gengið betur. Fullt hús og fullt af fólki tilbúið að stíga á svið og syngja,“ segir María. Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu. Uppistandararnir Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi stýrðu jólabingói.Árni Beinteinn Uppistandarinn Bergur Ebbi kom fram á viðburðinum.Árni Beinteinn Jóhann Alfreð og Valdi Píanó hafa staðið fyrir jólabingói í mörg ár.Árni Beinteinn Uppistandarinn Ebba Sig tók lagið.Árni Beinteinn Valdi Píanó var í góðum gír.Árni Beinteinn Gestir fengu lista yfir hin ýmsu jólalög sem þeir gátu ýmist boðist til þess að flytja sjálfir eða skorað á aðra.árni beinteinn Fjölmargir mættu til þess að spila bingó.Árni Beinteinn Leikkonurnar Birna Rún og Aldís Amah létu sig ekki vanta.Árni Beinteinn Uppistandarinn Andri Ívars tók lagið.Árni Beinteinn Lilja Jónsdóttir tók lagið.Árni Beinteinn Birna Rún, Ari Ísfeld, María Hund og Katrín Odds skemmtu sér konunglega.Árni Beinteinn María Hrund, framkvæmdarstjóri Móðurskipsins og Jóhann Alfreð uppistandari.Árni Beinteinn Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir steig á svið.Árni Beinteinn Gestir voru ánægðir með kvöldið.Árni Beinteinn 15.000 krónur söfnuðust fyrir söng Ebbu Sig.Árni Beinteinn Mikil stemning myndaðist á Kex Hostel.Árni Beinteinn Kvöldið heppnaðist afar vel.Árni Beinteinn
Jól Góðverk Samkvæmislífið Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“