Ófögur reynslusaga af samskiptum við leigufélagið Ölmu Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2022 09:49 Katrín María með barnungan son sinn. Hún vandar leigufélaginu Ölmu ekki kveðjurnar. aðsend Katrín María Blöndal hefur hörmungasögu að segja af samskiptum sínum við leigufélagið Ölmu sem hefur verið mjög í deiglunni að undanförnu vegna hækkunar á leigu og hörku í samskiptum við leigjendur sína. Katrín María telur einsýnt að þar á bæ sé hugsað um eitt og aðeins eitt; að græða á þeim sem minna mega sín. Reynslusögur leigjenda hrannast upp en eins og Vísir greindi frá er Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR nú að safna slíkum sögum saman auk þess sem slíkar frásagnir hafa ratað í fjölmiðla. Vísir heyrði í Katrínu Maríu sem nú er búsett ásamt barnungum syni sínum í Ásbrún í Reykjanesbæ. Hún leigir af Heimstaden, sem er helsti keppinautur Ölmu á leigumarkaði. Katrín María lætur ágætlega af því þó leigan, sem er núna 180 þúsund krónur en hækkar með neysluvísitölu upp í 193 þúsund krónur taki í. Og hún vildi svo gjarnan vera á höfuðborgarsvæðinu þar sem tengslanet hennar er. Katrín María er að skoða aðra möguleika en kostirnir í stöðunni eru ekki margir. Íbúðin í hörmulegu ásigkomulagi strax frá upphafi. „Við leigðum hjá Ölmu frá mars 2021 til apríl 2022,“ segir Katrín María. Hún telur vert að deila sögu sinni ef það megi verða öðrum víti til varnaðar. Íbúðin sú var í Klukkubergi 41 í Hafnarfirði. „Þegar við tókum við íbúðinni var ekkert rafmagn í stofunni og sírennsli í nokkrum ofnum. Og í raun var morandi mygla í öllu þakinu, í barnaherbergi og aðalsvefnherbergi. Auk þess sem svalirnar voru að hrynja i sundur og allir gluggar að lekir.“ En myglan átti eftir að koma í ljós síðar. Katrín María segir að maður hafi komið til að laga ljósið og hún hafi þá spurt út í torkennilega áferð og/eða lit á loftinu sem seinna átti eftir að koma í ljós að var mygla en hann hafi gert sér lítið fyrir og burstað það í burtu eins og ekkert væri. Ekkert hafi verið mælt eða skoðað nánar. Þurftu að yfirgefa íbúðina með nýfæddan dreng Katrín segir að iðnaðarmenn hafi komið þá um sumarið til að huga að svölum hússins en þau hafi aldrei verið látin vita um eitt né neitt sem því tengdist. Og aldrei kom til álita að þau fengju einhvern afslátt á leigu vegna alls ónæðisins og álags sem því fylgdi. „Seinna meir eftir að byrjar að rigna heiftarlega þá tek ég eftir hvað það blæs með öllum gluggum og lekur inn. Ég sendi inn tilkynningu en ekkert var gert. Einhver kom og segist ætla að gera eitthvað eða panta eitthvað en ekkert skeður.“ Katrín María segir að á þessu hafi gengið allt fram í janúar á þessu ári. „Þá vorum við nýkomin heim með einn 2 daga strák, okkar fyrsta barn og það lak úr loftinu í stofunni. Ég hringdi í leigufélagið en fékk engin svör og ekkert gert þó ég útskýrði hættuna og hvernig staðan væri. Næsta dag hringdi ég aftur og ekkert.“ Íbúðin reyndist undirlögð í myglu Það er ekki fyrr en daginn þar á eftir sem dró til tíðinda, iðnaðarmaður boðaði komu sína. Í kjölfarið var þeim tilkynnt að húsnæðið sé ekki öruggt, allt sé þar undirlagt í myglu og svo hafi í raun verið í nokkur ár. Og fjölskyldan verði að yfirgefa híbýlin. „Við vorum heimilislaus í einn dag og var svo komið fyrir í einhverri lausri íbúð á Völlunum í Hafnarfirði.“ Tveir menn voru sendir til að flytja, „ taka það helsta“ en Katrín segir að sú íbúð hafi, ótrúlegt en satt, verið í vondu standi einnig. „Við endum síðan með að vera föst i þessari íbúð í heilan mánuð, þegar við áttum að vera að koma okkur fyrir með okkar litla kríli.“ Engar bætur inni í myndinni Þau ræddu um skaðabætur vegna þessa en enginn kostur var gefinn á neinu slíku. Þau fengu þó, að sögn Katrínar Maríu, einhvern minniháttar afslátt á leigu þann mánuðinn. Þegar þau svo komu aftur í íbúð sína sáu þau að enn lak, sem þýddi að enn komu iðnaðarmenn sem skáru stórt gat í loftið auk þess að rífa svalirnar, en hurðin þangað er tengd svefnherberginu. „Stuttu eftir að við fluttum aftur inn i þessa íbúð þá átti að endurgera samning, og það fáránlegasta af öllu er að íbúð sem var ennþá að hrynja i sundur og ennþá láku allir gluggar, risa gat i loftinu, svalir alveg ónothæfar og endalaust straumur verktaka, að þá atti að hækka leiguna um 20 til 30 þúsund krónur.“ Katrín segir að þau hafi aldrei fengið neinar bætur fyrir að hafa búið við þessar ömurlegu aðstæður, það tjón sem þau telja sig í raun hafa orðið fyrir. „Sem hlaust af þessu ógeðslega félagi og núna loksins sjá aðrir hversu ljótt þetta fyrirtæki er i raun,“ segir Katrín María sem vandar Ölmu leigufélagi ekki kveðjurnar. Leigumarkaður Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári. 21. desember 2022 17:43 Ragnar Þór boðar birtingu hryllingssagna leigjenda Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fyrirliggjandi sláandi sögur af samskiptum leigjenda Ölmu. Hann segir að til standi að birta þessar sögur. 16. desember 2022 12:19 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 Fákeppni á leigumarkaði Afleiðingar þess að Íbúðalánasjóður hirti rúmlega fjögur þúsund íbúðir af almenningi og afhenti gróðafyrirtækjum hafa verið að koma í ljós æ síðan. Fólki sem er á miðjum aldri og eldra hefur stórfjölgað á leigumarkaði. Ástæða þess er einföld. 13. desember 2022 15:01 Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Reynslusögur leigjenda hrannast upp en eins og Vísir greindi frá er Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR nú að safna slíkum sögum saman auk þess sem slíkar frásagnir hafa ratað í fjölmiðla. Vísir heyrði í Katrínu Maríu sem nú er búsett ásamt barnungum syni sínum í Ásbrún í Reykjanesbæ. Hún leigir af Heimstaden, sem er helsti keppinautur Ölmu á leigumarkaði. Katrín María lætur ágætlega af því þó leigan, sem er núna 180 þúsund krónur en hækkar með neysluvísitölu upp í 193 þúsund krónur taki í. Og hún vildi svo gjarnan vera á höfuðborgarsvæðinu þar sem tengslanet hennar er. Katrín María er að skoða aðra möguleika en kostirnir í stöðunni eru ekki margir. Íbúðin í hörmulegu ásigkomulagi strax frá upphafi. „Við leigðum hjá Ölmu frá mars 2021 til apríl 2022,“ segir Katrín María. Hún telur vert að deila sögu sinni ef það megi verða öðrum víti til varnaðar. Íbúðin sú var í Klukkubergi 41 í Hafnarfirði. „Þegar við tókum við íbúðinni var ekkert rafmagn í stofunni og sírennsli í nokkrum ofnum. Og í raun var morandi mygla í öllu þakinu, í barnaherbergi og aðalsvefnherbergi. Auk þess sem svalirnar voru að hrynja i sundur og allir gluggar að lekir.“ En myglan átti eftir að koma í ljós síðar. Katrín María segir að maður hafi komið til að laga ljósið og hún hafi þá spurt út í torkennilega áferð og/eða lit á loftinu sem seinna átti eftir að koma í ljós að var mygla en hann hafi gert sér lítið fyrir og burstað það í burtu eins og ekkert væri. Ekkert hafi verið mælt eða skoðað nánar. Þurftu að yfirgefa íbúðina með nýfæddan dreng Katrín segir að iðnaðarmenn hafi komið þá um sumarið til að huga að svölum hússins en þau hafi aldrei verið látin vita um eitt né neitt sem því tengdist. Og aldrei kom til álita að þau fengju einhvern afslátt á leigu vegna alls ónæðisins og álags sem því fylgdi. „Seinna meir eftir að byrjar að rigna heiftarlega þá tek ég eftir hvað það blæs með öllum gluggum og lekur inn. Ég sendi inn tilkynningu en ekkert var gert. Einhver kom og segist ætla að gera eitthvað eða panta eitthvað en ekkert skeður.“ Katrín María segir að á þessu hafi gengið allt fram í janúar á þessu ári. „Þá vorum við nýkomin heim með einn 2 daga strák, okkar fyrsta barn og það lak úr loftinu í stofunni. Ég hringdi í leigufélagið en fékk engin svör og ekkert gert þó ég útskýrði hættuna og hvernig staðan væri. Næsta dag hringdi ég aftur og ekkert.“ Íbúðin reyndist undirlögð í myglu Það er ekki fyrr en daginn þar á eftir sem dró til tíðinda, iðnaðarmaður boðaði komu sína. Í kjölfarið var þeim tilkynnt að húsnæðið sé ekki öruggt, allt sé þar undirlagt í myglu og svo hafi í raun verið í nokkur ár. Og fjölskyldan verði að yfirgefa híbýlin. „Við vorum heimilislaus í einn dag og var svo komið fyrir í einhverri lausri íbúð á Völlunum í Hafnarfirði.“ Tveir menn voru sendir til að flytja, „ taka það helsta“ en Katrín segir að sú íbúð hafi, ótrúlegt en satt, verið í vondu standi einnig. „Við endum síðan með að vera föst i þessari íbúð í heilan mánuð, þegar við áttum að vera að koma okkur fyrir með okkar litla kríli.“ Engar bætur inni í myndinni Þau ræddu um skaðabætur vegna þessa en enginn kostur var gefinn á neinu slíku. Þau fengu þó, að sögn Katrínar Maríu, einhvern minniháttar afslátt á leigu þann mánuðinn. Þegar þau svo komu aftur í íbúð sína sáu þau að enn lak, sem þýddi að enn komu iðnaðarmenn sem skáru stórt gat í loftið auk þess að rífa svalirnar, en hurðin þangað er tengd svefnherberginu. „Stuttu eftir að við fluttum aftur inn i þessa íbúð þá átti að endurgera samning, og það fáránlegasta af öllu er að íbúð sem var ennþá að hrynja i sundur og ennþá láku allir gluggar, risa gat i loftinu, svalir alveg ónothæfar og endalaust straumur verktaka, að þá atti að hækka leiguna um 20 til 30 þúsund krónur.“ Katrín segir að þau hafi aldrei fengið neinar bætur fyrir að hafa búið við þessar ömurlegu aðstæður, það tjón sem þau telja sig í raun hafa orðið fyrir. „Sem hlaust af þessu ógeðslega félagi og núna loksins sjá aðrir hversu ljótt þetta fyrirtæki er i raun,“ segir Katrín María sem vandar Ölmu leigufélagi ekki kveðjurnar.
Leigumarkaður Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári. 21. desember 2022 17:43 Ragnar Þór boðar birtingu hryllingssagna leigjenda Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fyrirliggjandi sláandi sögur af samskiptum leigjenda Ölmu. Hann segir að til standi að birta þessar sögur. 16. desember 2022 12:19 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 Fákeppni á leigumarkaði Afleiðingar þess að Íbúðalánasjóður hirti rúmlega fjögur þúsund íbúðir af almenningi og afhenti gróðafyrirtækjum hafa verið að koma í ljós æ síðan. Fólki sem er á miðjum aldri og eldra hefur stórfjölgað á leigumarkaði. Ástæða þess er einföld. 13. desember 2022 15:01 Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári. 21. desember 2022 17:43
Ragnar Þór boðar birtingu hryllingssagna leigjenda Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fyrirliggjandi sláandi sögur af samskiptum leigjenda Ölmu. Hann segir að til standi að birta þessar sögur. 16. desember 2022 12:19
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02
Fákeppni á leigumarkaði Afleiðingar þess að Íbúðalánasjóður hirti rúmlega fjögur þúsund íbúðir af almenningi og afhenti gróðafyrirtækjum hafa verið að koma í ljós æ síðan. Fólki sem er á miðjum aldri og eldra hefur stórfjölgað á leigumarkaði. Ástæða þess er einföld. 13. desember 2022 15:01
Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. 8. desember 2022 15:45