Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. desember 2022 11:26 Agnes M. Sigurðardóttir er Biskup Íslands. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. „Fyrir jólin mátti lesa frétt um að brugðist verði við ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í bæjarfélagi hér á landi. Og samkvæmt fréttinni eru margir sem koma að þessu samstarfi, lögregla, sýslumaður, heilsugæsla og framhaldsskóli,“ sagði Agnes. Staða barna Í framhaldinu fjallaði hún um hörmungar sem börn úti heimi þurfa að líða og tók börn í Jemen sem dæmi. „Önnur frétt birtist fyrir stuttu um börn í Jemen þar sem fram kom að yfir ellefu þúsund börn hafi verið drepin eða limlest á þeim átta árum sem stríðið í Jemen hefur staðið, eða fjögur á degi hverjum að meðaltali. Og að yfir hálf milljón barna líði mjög alvarlega vannæringu.“ Lítið fari fyrir Guð í jólum nútímans Þá gladdist Agnes yfir skemmtilegum og fallegum fréttum sem fluttar voru rétt fyrir jól og tók sem dæmi frétt af Maríu Arnlaugsdóttur sem lifir nú sín hundruðustu og fyrstu jól, en María sagði að hér áður fyrr hafi jólin verið látlaus og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Hún segir æskujólin hafa verið þau hátíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í samanburði við ofgnótt íslenskra jóla í dag.“ Að lokum vakti hún athygli á stöðunni í Úkraínu. „Það er ánægjulegt að jól í skókassa hafa verið móttekin í Úkraínu. Fimm þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm gjafir voru sendar þangað frá fjölskyldum á Íslandi til barna sem búa við fátækt eru á spítala eða heimili fyrir foreldralaus börn.“ Predikuninni verður sjónvarpað á RÚV klukkan 12:30. Þjóðkirkjan Jól Trúmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Fyrir jólin mátti lesa frétt um að brugðist verði við ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í bæjarfélagi hér á landi. Og samkvæmt fréttinni eru margir sem koma að þessu samstarfi, lögregla, sýslumaður, heilsugæsla og framhaldsskóli,“ sagði Agnes. Staða barna Í framhaldinu fjallaði hún um hörmungar sem börn úti heimi þurfa að líða og tók börn í Jemen sem dæmi. „Önnur frétt birtist fyrir stuttu um börn í Jemen þar sem fram kom að yfir ellefu þúsund börn hafi verið drepin eða limlest á þeim átta árum sem stríðið í Jemen hefur staðið, eða fjögur á degi hverjum að meðaltali. Og að yfir hálf milljón barna líði mjög alvarlega vannæringu.“ Lítið fari fyrir Guð í jólum nútímans Þá gladdist Agnes yfir skemmtilegum og fallegum fréttum sem fluttar voru rétt fyrir jól og tók sem dæmi frétt af Maríu Arnlaugsdóttur sem lifir nú sín hundruðustu og fyrstu jól, en María sagði að hér áður fyrr hafi jólin verið látlaus og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Hún segir æskujólin hafa verið þau hátíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í samanburði við ofgnótt íslenskra jóla í dag.“ Að lokum vakti hún athygli á stöðunni í Úkraínu. „Það er ánægjulegt að jól í skókassa hafa verið móttekin í Úkraínu. Fimm þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm gjafir voru sendar þangað frá fjölskyldum á Íslandi til barna sem búa við fátækt eru á spítala eða heimili fyrir foreldralaus börn.“ Predikuninni verður sjónvarpað á RÚV klukkan 12:30.
Þjóðkirkjan Jól Trúmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum