Áramótahugleiðingar orkuhagfræðings Jón Skafti Gestsson skrifar 29. desember 2022 15:00 Við áramót er jafnan ágætt að staldra við og líta um öxl og velta fyrir sér hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Á sama tíma er gott að horfa fram á við og taka lærdóm úr árinu sem er að líða. Árinu sem nú lýkur var viðburðaríkt þegar horft er til orkumála. Í upphafi árs voru skerðingar á afhendingu raforku, ráðuneyti orku og umhverfismála gaf út skýrslu um stöðu og áskoranir í raforkumálum, Hólasandslína 3 var spennusett með jákvæðum áhrifum fyrir Eyjafjörð, virkjanaleyfi var gefið út vegna Hvammsvirkjunar og mikil umræða var um vindorkunýtingu. Þá var rammaáætlun loks afgreidd frá Alþingi en líklegast hafa grimmdarlegar árásir Rússa á raforkukerfi Úkraínu vakið athygli flestra á raforkumálum. Árásir Rússa sýna svo ekki verður um villst hversu mikilvægt raforkukerfið er og hvernig grundvallarþarfir okkar eru orðnar háðar þessu kerfi. Vonandi tekst kollegum okkar hjá Ukrenergo áfram að viðhalda því afreki sem felst í því að halda raforkukerfi sínu nægjanlega gangandi til að tryggja í það minnsta aðgang að hita og vatni. Starfsmenn úkraínska orkufyrirtækisins Ukrenergo hafa unnið mikið afrek við að halda raforkukerfinu gangandi þrátt fyrir árásir Rússa.Aðsent Ég velti því fyrir mér hvort við höfum vanist því að líta á raforku sem sjálfsagðan hlut því hún hefur verið til staðar. En það eru verulegar líkur á því að við sem þjóð séum komin í ástand þar sem orkuskortur mun hamla okkur líkt og Landsnet varaði fyrst við árið 2019. Það var enda þannig að í janúar síðastliðnum kom til verulegra skerðinga á afhendingu raforku frá Landsvirkjun til viðskiptavina sinna. Þessar skerðingar áttu rætur að rekja til óheppilegrar stöðu í vatnsbúskap Landsvirkjunar annars vegar og hins vegar flutningskerfi Landsnets sem réði ekki við flytja nægjanlega orku milli landshluta til að koma í veg fyrir skerðingarnar. Þessa stöðu hefði verið hægt að fyrirbyggja hvort sem er með því að auka uppsett afl í virkjunum eða með styrkingu flutningskerfisins en okkur hjá Landsneti hefur gengið hægt að fá leyfi fyrir nauðsynlegum styrkingum. Orkuskipti eða orðin tóm Í mars gaf Ráðuneyti umhverfis- og orkumála út skýrslu um stöðu og áskoranir í loftslagsmálum. Þar var dregin upp mynd af því sem Ísland þarf að gera til að geta klárað sín orkuskipti, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og jafnframt haldið áfram að bæta lífskjör í landinu. Óhætt er að segja að verkefnið sé bæði ærið og aðkallandi. Í skýrslunni kemur fram að á næstu 18-28 árum þarf að tvöfalda raforkuframleiðslu og óvissa um raforkuframboð og takmarkanir flutningskerfis hafi þá þegar áhrif á uppbyggingu atvinnustarfsemi. Þetta er mikið verk og metnaðarfullt. Það má því engan tíma missa ef við ætlum að ná settum markmiðum. Á þessu virðist ráðuneytið átta sig, enda kemur fram í skýrslunni áhersla á að auka þurfi skilvirkni undirbúnings- og leyfisveitingaferla og styrkja viðkomandi stofnanir þannig að fjárfestingar og verndarsjónarmið nái fram að ganga. „Vönduð málsmeðferð“ Á meðan Evrópusambandið vinnur sérstaklega að því að einfalda leyfisveitingaferli og flýta fyrir endurnýjanlegum orkuverkefnum eru tafir á leyfisveitingaferlum því miður orðin fastur liður í tilveru orkufyrirtækja hér á landi. Við hjá Landsneti höfum árum saman reynt að vekja athygli á því að opinberar stofnanir taka sér iðulega margfalt lengri tíma til að afgreiða mál en lög kveða á um. Þetta hefur auðvitað haft mjög skaðleg áhrif og haldið aftur af styrkingu raforkukerfisins og nú vakti það einnig athygli fyrr í þessum mánuði að Orkustofnun tók sér 18 mánuði í að afgreiða virkjanaleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun í stað þeirra 3-4 mánaða sem áður þekktist. Viku fyrir jól bárust okkur hjá Landsneti þau tíðindi að Sveitarfélagið Vogar hefðu enn einu sinni frestað ákvörðun um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Meira en tveimur árum eftir að umsókn Landsnets barst, 18 mánuðum eftir að öll hin sveitarfélögin á línuleiðinni höfðu gefið framkvæmdaleyfi og 14 mánuðum eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafði ógilt síðustu málsmeðferð sveitarfélagsins á sama verkefni. Þetta er þvert á yfirlýst markmið ráðuneytisins um að auka skilvirkni undirbúnings og leyfisveitingaferla. Þá hlýtur það að vekja athygli að í báðum tilfellum voru þessar miklu tafir réttlættar með orðum um „vandaða málsmeðferð“. Rjúfum kyrrstöðuna Á meðan Suðurnesjalína 2 situr föst í leyfisveitingaferli varir óviðunandi ástand í raforkumálum á Suðurnesjum. Afhendingaröryggi þar stendur og fellur með einni línu því jarðhitavirkjanir HS-Orku geta ekki unnið raforku án tengingar við kerfið. Þetta hefur einnig haldið aftur af atvinnuþróun á svæðinu en Landsnet hefur þurft að hafna fjölda tengibeiðna frá væntanlegum viðskiptavinum á þessu svæði. Samfélagslegur kostnaður við þær tafir er fljótt reiknaður í milljörðum á ári. Árum saman heyrðust réttmætar áhyggjur Eyfirðinga af því að takmarkanir í flutningskerfinu í kringum Eyjafjörð væru að hefta atvinnuþróun, ekki ósvipað því sem nú er rætt um á Suðurnesjum. Nú heyrist minna af því enda var Hólasandslína spennusett í haust og mun betri staða í raforkumálum sigldi í kjölfarið. En áður en línan var spennusett var þegar hafinn undirbúningur við nýtt gagnaver og gróðurhús á Akureyri með það að markmiði að hefja starfsemi sem fyrst eftir að línan kæmist í gagnið. Suðurnesjamenn eða Eyfirðingar hafa því miður ekki einir búið við þessar takmarkanir. Byggðalínan sem er hryggjarstykkið í raforkukerfinu okkar er að verða 50 ára gömul og hönnuð fyrir allt annað samfélag. Hún er komin að enda líftíma síns og við sem þjóð þurfum að stækka flutningskerfið verulega og við þurfum að gera það strax. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og skuldbindingar gagnvart loftslagi framtíðarkynslóða höfum við ekki tíma til að tefja verkefni árum saman í nafni „vandaðrar málsmeðferðar“. Höfundur er orkuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jón Skafti Gestsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Við áramót er jafnan ágætt að staldra við og líta um öxl og velta fyrir sér hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Á sama tíma er gott að horfa fram á við og taka lærdóm úr árinu sem er að líða. Árinu sem nú lýkur var viðburðaríkt þegar horft er til orkumála. Í upphafi árs voru skerðingar á afhendingu raforku, ráðuneyti orku og umhverfismála gaf út skýrslu um stöðu og áskoranir í raforkumálum, Hólasandslína 3 var spennusett með jákvæðum áhrifum fyrir Eyjafjörð, virkjanaleyfi var gefið út vegna Hvammsvirkjunar og mikil umræða var um vindorkunýtingu. Þá var rammaáætlun loks afgreidd frá Alþingi en líklegast hafa grimmdarlegar árásir Rússa á raforkukerfi Úkraínu vakið athygli flestra á raforkumálum. Árásir Rússa sýna svo ekki verður um villst hversu mikilvægt raforkukerfið er og hvernig grundvallarþarfir okkar eru orðnar háðar þessu kerfi. Vonandi tekst kollegum okkar hjá Ukrenergo áfram að viðhalda því afreki sem felst í því að halda raforkukerfi sínu nægjanlega gangandi til að tryggja í það minnsta aðgang að hita og vatni. Starfsmenn úkraínska orkufyrirtækisins Ukrenergo hafa unnið mikið afrek við að halda raforkukerfinu gangandi þrátt fyrir árásir Rússa.Aðsent Ég velti því fyrir mér hvort við höfum vanist því að líta á raforku sem sjálfsagðan hlut því hún hefur verið til staðar. En það eru verulegar líkur á því að við sem þjóð séum komin í ástand þar sem orkuskortur mun hamla okkur líkt og Landsnet varaði fyrst við árið 2019. Það var enda þannig að í janúar síðastliðnum kom til verulegra skerðinga á afhendingu raforku frá Landsvirkjun til viðskiptavina sinna. Þessar skerðingar áttu rætur að rekja til óheppilegrar stöðu í vatnsbúskap Landsvirkjunar annars vegar og hins vegar flutningskerfi Landsnets sem réði ekki við flytja nægjanlega orku milli landshluta til að koma í veg fyrir skerðingarnar. Þessa stöðu hefði verið hægt að fyrirbyggja hvort sem er með því að auka uppsett afl í virkjunum eða með styrkingu flutningskerfisins en okkur hjá Landsneti hefur gengið hægt að fá leyfi fyrir nauðsynlegum styrkingum. Orkuskipti eða orðin tóm Í mars gaf Ráðuneyti umhverfis- og orkumála út skýrslu um stöðu og áskoranir í loftslagsmálum. Þar var dregin upp mynd af því sem Ísland þarf að gera til að geta klárað sín orkuskipti, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og jafnframt haldið áfram að bæta lífskjör í landinu. Óhætt er að segja að verkefnið sé bæði ærið og aðkallandi. Í skýrslunni kemur fram að á næstu 18-28 árum þarf að tvöfalda raforkuframleiðslu og óvissa um raforkuframboð og takmarkanir flutningskerfis hafi þá þegar áhrif á uppbyggingu atvinnustarfsemi. Þetta er mikið verk og metnaðarfullt. Það má því engan tíma missa ef við ætlum að ná settum markmiðum. Á þessu virðist ráðuneytið átta sig, enda kemur fram í skýrslunni áhersla á að auka þurfi skilvirkni undirbúnings- og leyfisveitingaferla og styrkja viðkomandi stofnanir þannig að fjárfestingar og verndarsjónarmið nái fram að ganga. „Vönduð málsmeðferð“ Á meðan Evrópusambandið vinnur sérstaklega að því að einfalda leyfisveitingaferli og flýta fyrir endurnýjanlegum orkuverkefnum eru tafir á leyfisveitingaferlum því miður orðin fastur liður í tilveru orkufyrirtækja hér á landi. Við hjá Landsneti höfum árum saman reynt að vekja athygli á því að opinberar stofnanir taka sér iðulega margfalt lengri tíma til að afgreiða mál en lög kveða á um. Þetta hefur auðvitað haft mjög skaðleg áhrif og haldið aftur af styrkingu raforkukerfisins og nú vakti það einnig athygli fyrr í þessum mánuði að Orkustofnun tók sér 18 mánuði í að afgreiða virkjanaleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun í stað þeirra 3-4 mánaða sem áður þekktist. Viku fyrir jól bárust okkur hjá Landsneti þau tíðindi að Sveitarfélagið Vogar hefðu enn einu sinni frestað ákvörðun um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Meira en tveimur árum eftir að umsókn Landsnets barst, 18 mánuðum eftir að öll hin sveitarfélögin á línuleiðinni höfðu gefið framkvæmdaleyfi og 14 mánuðum eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafði ógilt síðustu málsmeðferð sveitarfélagsins á sama verkefni. Þetta er þvert á yfirlýst markmið ráðuneytisins um að auka skilvirkni undirbúnings og leyfisveitingaferla. Þá hlýtur það að vekja athygli að í báðum tilfellum voru þessar miklu tafir réttlættar með orðum um „vandaða málsmeðferð“. Rjúfum kyrrstöðuna Á meðan Suðurnesjalína 2 situr föst í leyfisveitingaferli varir óviðunandi ástand í raforkumálum á Suðurnesjum. Afhendingaröryggi þar stendur og fellur með einni línu því jarðhitavirkjanir HS-Orku geta ekki unnið raforku án tengingar við kerfið. Þetta hefur einnig haldið aftur af atvinnuþróun á svæðinu en Landsnet hefur þurft að hafna fjölda tengibeiðna frá væntanlegum viðskiptavinum á þessu svæði. Samfélagslegur kostnaður við þær tafir er fljótt reiknaður í milljörðum á ári. Árum saman heyrðust réttmætar áhyggjur Eyfirðinga af því að takmarkanir í flutningskerfinu í kringum Eyjafjörð væru að hefta atvinnuþróun, ekki ósvipað því sem nú er rætt um á Suðurnesjum. Nú heyrist minna af því enda var Hólasandslína spennusett í haust og mun betri staða í raforkumálum sigldi í kjölfarið. En áður en línan var spennusett var þegar hafinn undirbúningur við nýtt gagnaver og gróðurhús á Akureyri með það að markmiði að hefja starfsemi sem fyrst eftir að línan kæmist í gagnið. Suðurnesjamenn eða Eyfirðingar hafa því miður ekki einir búið við þessar takmarkanir. Byggðalínan sem er hryggjarstykkið í raforkukerfinu okkar er að verða 50 ára gömul og hönnuð fyrir allt annað samfélag. Hún er komin að enda líftíma síns og við sem þjóð þurfum að stækka flutningskerfið verulega og við þurfum að gera það strax. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og skuldbindingar gagnvart loftslagi framtíðarkynslóða höfum við ekki tíma til að tefja verkefni árum saman í nafni „vandaðrar málsmeðferðar“. Höfundur er orkuhagfræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun