Fréttablaðið greindi fyrst frá.
Dagbjört Ína Guðjónsdóttir og Ari Friðfinnsson birtu í vikunni myndir af erfingjanum og ekki er annað að sjá en að Aradóttir dafni vel.
Guðjón Valur og Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir eiginkona hans eiga þrjú börn. Ína sem er 23 ára er elst systkinanna. Guðjón Valur lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril árið 2020. Hann þjálfar í dag Gummersbach í þýsku deildinni.
Guðjón Valur, sem er 43 ára, var einn silfurdrengjanna í Peking 2008 þegar handboltalandsliðið vann hug og hjörtu þjóðarinnar með árangri sínum.