Fjölmiðlar í gíslingu stjórnmála Þórhallur Gunnarsson skrifar 31. desember 2022 11:01 Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu? Allt í lagi… ég ætla ekki að hætta mér út í aðrar umræður en þær sem ég hef vit á. Í mörg ár hafa alþingismenn og ráðherrar haft miklar skoðanir á því hvernig heilbrigt fjölmiðlaumhverfi eigi að vera. Því lengur sem þessi mál eru rædd því flóknara og óheilbrigðra verður umhverfið. Er það einlægur vilji stjórnmálamanna að helst allir fjölmiðlar séu háðir fjárveitingum frá ríkinu? Telja þeir sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði eftir því sem landið liggur? Umræðan um fjölmiðla er orðin ansi vandræðaleg en kannski er þetta svona í flestum þeim atvinnugreinum sem ríkið hefur aðkomu. Alþingismenn hafa í mörg ár rökrætt sér til skemmtunar hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila allskyns álitum sem enginn tekur mark á. Lilja Alfreðsdóttir er sá ráðherra sem fer með málaflokkinn. Hún hefur ítrekað (a.m.k. sex sinnum) sagt að hún vilji RÚV af auglýsingamarkaði en ekkert gerist. Á sama tíma hefur Ríkisstjórnin aukið framlög til RÚV um einn milljarð frá árinu 2021 án þess að taka á umsvifum þess á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld hafa sýnt fullkomið áhugaleysi gagnvart erlendum streymisveitum og samfélagsmiðlum sem starfa á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir nokkrar þær skyldur sem hvíla á innlendum fjölmiðlum. Jæja… Að mínu mati er auðvelt að skapa fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi en þá þarf það að vera laust við kenjar stjórnmálamanna. Hægt er að ákveða að RÚV fái sanngjarnt framlag sem samið eru um til 5 ára í senn. Á sama tíma er hægt að setja 500 milljón króna þak á auglýsingatekjur RÚV (t.d. 10 % af nefskatti). Það ætti að hætta styrkveitingum til stórra sjálfbærra fjölmiðla. Ef stjórnmálamenn telja mikilvægt að styrkja landsbyggðarmiðla og þá fjölmiðla sem leggja helst áherslu á rannsóknarblaðamennsku þá geta þeir gert það…. Það þarf hins vegar ekki að halda fjölmiðlaumhverfinu í gíslingu meðan þau mál sett í nefndir. Höfundur er framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Alþingi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu? Allt í lagi… ég ætla ekki að hætta mér út í aðrar umræður en þær sem ég hef vit á. Í mörg ár hafa alþingismenn og ráðherrar haft miklar skoðanir á því hvernig heilbrigt fjölmiðlaumhverfi eigi að vera. Því lengur sem þessi mál eru rædd því flóknara og óheilbrigðra verður umhverfið. Er það einlægur vilji stjórnmálamanna að helst allir fjölmiðlar séu háðir fjárveitingum frá ríkinu? Telja þeir sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði eftir því sem landið liggur? Umræðan um fjölmiðla er orðin ansi vandræðaleg en kannski er þetta svona í flestum þeim atvinnugreinum sem ríkið hefur aðkomu. Alþingismenn hafa í mörg ár rökrætt sér til skemmtunar hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila allskyns álitum sem enginn tekur mark á. Lilja Alfreðsdóttir er sá ráðherra sem fer með málaflokkinn. Hún hefur ítrekað (a.m.k. sex sinnum) sagt að hún vilji RÚV af auglýsingamarkaði en ekkert gerist. Á sama tíma hefur Ríkisstjórnin aukið framlög til RÚV um einn milljarð frá árinu 2021 án þess að taka á umsvifum þess á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld hafa sýnt fullkomið áhugaleysi gagnvart erlendum streymisveitum og samfélagsmiðlum sem starfa á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir nokkrar þær skyldur sem hvíla á innlendum fjölmiðlum. Jæja… Að mínu mati er auðvelt að skapa fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi en þá þarf það að vera laust við kenjar stjórnmálamanna. Hægt er að ákveða að RÚV fái sanngjarnt framlag sem samið eru um til 5 ára í senn. Á sama tíma er hægt að setja 500 milljón króna þak á auglýsingatekjur RÚV (t.d. 10 % af nefskatti). Það ætti að hætta styrkveitingum til stórra sjálfbærra fjölmiðla. Ef stjórnmálamenn telja mikilvægt að styrkja landsbyggðarmiðla og þá fjölmiðla sem leggja helst áherslu á rannsóknarblaðamennsku þá geta þeir gert það…. Það þarf hins vegar ekki að halda fjölmiðlaumhverfinu í gíslingu meðan þau mál sett í nefndir. Höfundur er framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar