Á siðferði heima í stjórnmálum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 3. janúar 2023 11:31 „Það má ekkert lengur” er yfirskrift átaks sem starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK setti í loftið nú á haustmánuðum til þess að vekja athygli á þeirri skekkju sem felst í slíkum hugsunarhætti og afvopna þau sem nota hann til þess að afsaka og viðhalda rótgróinni misbeitingu valds á vinnustöðum. Það hefur því miður tíðkast allt of lengi innan stjórnmála á Íslandi að misbeita valdi og að stjórnmálamenn telji sig hafna yfir þau siðferðislegu viðmið sem samfélagið hefur sett. Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar viðurkenndu að hafa brotið lög, en þyrftu samt ekki að sæta ábyrgð? Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar ættu skúffufélög í skattaskjólum og greiddu ekki skatta? Hvenær varð það allt í lagi að tala illa um samstarfsfélaga og fólk í jaðarhópum og nota áfengisdrykkju sem afsökun? Hvenær varð það allt í lagi að embættismenn og ráðherrar geta haldið að sér gögnum um misbeitingu valds kollega sína án þess að þurfa að birta þau? Hvenær varð það allt í lagi að selja ættingjum sínum ríkiseignir á gjafverði og skella svo skuldinni bara á einhvern annan? Dæmin eru endalaus og í flestum tilvikum virðist sem það dugi fyrir viðkomandi að þegja og loka sig af í smástund þar til fjölmiðlar eru farnir að elta næsta skandal. Þá er bara allt grafið og gleymt og viðkomandi heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Einstaka sinnum er einhverjum misboðið og stjórnarsamstarfið springur, en undanfarin ár hafa sýnt okkur að þolmörkin til þess að sprengja ríkisstjórnina hafa bara aukist – því vald er mikilvægara en gott siðferði. Á bak við tjöldin verða þingkonur enn fyrir áreitni og niðurlægjandi athugasemdum frá þingmönnum, ráðherrum og embættismönnum. Áreitnin er ekki eins opinská og líkamleg og fyrir #metoo byltinguna, en lifir þó enn góðu lífi. Á sama tíma er hatursorðræðan sem blossar á samfélagsmiðlum þungur baggi á þeim sem eru nýlega byrjuð í stjórnmálum og hafa ekki áður orðið fyrir slíkum árásum. Innan Alþingis eru í gildi siðareglur – reglur í orði en ekki á borði, bitlaus verkfæri. Fyrsta skiptið sem mál fór alla leið í því ferli var þegar þær voru notaðar sem pólitískt vopn, en ekki til þess að taka á alvarlegum siðferðislegum brotum þingmanna og ráðherra. Við hljótum öll að gera þær kröfur til þeirra sem gegna þessum trúnaðarstöðum fyrir þjóðina að þeir sem hegða sér á þennan hátt sæti ábyrgð fyrir gjörðir sínar, ekki bara af því að “það má ekkert lengur”, heldur af því þetta hefur aldrei mátt! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
„Það má ekkert lengur” er yfirskrift átaks sem starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK setti í loftið nú á haustmánuðum til þess að vekja athygli á þeirri skekkju sem felst í slíkum hugsunarhætti og afvopna þau sem nota hann til þess að afsaka og viðhalda rótgróinni misbeitingu valds á vinnustöðum. Það hefur því miður tíðkast allt of lengi innan stjórnmála á Íslandi að misbeita valdi og að stjórnmálamenn telji sig hafna yfir þau siðferðislegu viðmið sem samfélagið hefur sett. Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar viðurkenndu að hafa brotið lög, en þyrftu samt ekki að sæta ábyrgð? Hvenær varð það allt í lagi að ráðherrar ættu skúffufélög í skattaskjólum og greiddu ekki skatta? Hvenær varð það allt í lagi að tala illa um samstarfsfélaga og fólk í jaðarhópum og nota áfengisdrykkju sem afsökun? Hvenær varð það allt í lagi að embættismenn og ráðherrar geta haldið að sér gögnum um misbeitingu valds kollega sína án þess að þurfa að birta þau? Hvenær varð það allt í lagi að selja ættingjum sínum ríkiseignir á gjafverði og skella svo skuldinni bara á einhvern annan? Dæmin eru endalaus og í flestum tilvikum virðist sem það dugi fyrir viðkomandi að þegja og loka sig af í smástund þar til fjölmiðlar eru farnir að elta næsta skandal. Þá er bara allt grafið og gleymt og viðkomandi heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Einstaka sinnum er einhverjum misboðið og stjórnarsamstarfið springur, en undanfarin ár hafa sýnt okkur að þolmörkin til þess að sprengja ríkisstjórnina hafa bara aukist – því vald er mikilvægara en gott siðferði. Á bak við tjöldin verða þingkonur enn fyrir áreitni og niðurlægjandi athugasemdum frá þingmönnum, ráðherrum og embættismönnum. Áreitnin er ekki eins opinská og líkamleg og fyrir #metoo byltinguna, en lifir þó enn góðu lífi. Á sama tíma er hatursorðræðan sem blossar á samfélagsmiðlum þungur baggi á þeim sem eru nýlega byrjuð í stjórnmálum og hafa ekki áður orðið fyrir slíkum árásum. Innan Alþingis eru í gildi siðareglur – reglur í orði en ekki á borði, bitlaus verkfæri. Fyrsta skiptið sem mál fór alla leið í því ferli var þegar þær voru notaðar sem pólitískt vopn, en ekki til þess að taka á alvarlegum siðferðislegum brotum þingmanna og ráðherra. Við hljótum öll að gera þær kröfur til þeirra sem gegna þessum trúnaðarstöðum fyrir þjóðina að þeir sem hegða sér á þennan hátt sæti ábyrgð fyrir gjörðir sínar, ekki bara af því að “það má ekkert lengur”, heldur af því þetta hefur aldrei mátt! Höfundur er þingmaður Pírata.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun