Inga Þórsdóttir hlýtur virt alþjóðleg verðlaun á sviði næringarfræði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2023 09:06 Inga Þórsdóttir er einn helsti brautryðjandi rannsókna í næringarfræði á Íslandi og eru verðlaunin mikil viðurkenning fyrir rannsóknir í næringarfræði hér á landi. Kristinn Ingvarsson Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og fyrrverandi forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, hlaut heiðursverðlaun Alþjóðasamtaka næringarfræði og vísinda (e. International Union of Nutritional Sciences) í desember síðastliðnum. Verðlaunin, IUNS Fellow, sem afhent voru á vísindaráðstefnu samtakanna í Japan, eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr á sviði næringarfræði. Einunigs einn Norðurlandabúi hefur hlotið þessi verðlaun áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Alþjóðasamtök næringarfræði og vísinda voru stofnuð 1946. Markmið samtakanna er að stuðla að framförum í næringarfræði, rannsóknum og þróun alþjóðlegs samstarfs. Samtökin hvetja til samstarfs meðal næringarfræðinga frá öllum heimshornum og miðla upplýsingum í næringarfræði. Vísindaráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti víðsvegar um heiminn og sækja þær um fimm þúsund vísindamenn hverju sinni. „Inga Þórsdóttir hefur unnið ötullega að framgangi næringarfræðinnar, m.a. með stofnun Rannsóknarstofu í næringarfræði í samstarfi Háskóla Íslands og Landspítala og stofnun Matvæla- og næringarfræðideildar sem nú tilheyrir Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Inga var forseti Heilbrigðisvísindasviðs 2012-2022,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Brautryðjandi á sviði annsókna í næringarfræði á Íslandi Rannsóknir Ingu eru á sviði klínískrar næringarfræði og lýðheilsunæringar. Hún hefur lagt mikla áherslu á næringu viðkvæmra hópa í samfélaginu. Inga hefur notað margar mismunandi aðferðir við rannsóknir sínar, eins og algengt er í næringarfræði, allt frá tilraunum til slembiraðaðra samanburðarrannsókna auk faraldsfræðilegra aðferða. Hún leggur áherslu á gott samstarf milli landa, stofnana, fræðigreina og ekki síst samstarf eldri og yngri vísindamanna sem hún hefur mikinn áhuga á. Rannsóknir Ingu og samstarfsfólks á næringu ungbarna hafa stuðlað að breytingum á opinberum ráðleggingum. Inga hefur einnig unnið með hópi evrópskra vísindamanna og Íslendinga að rannsóknum á næringu og matarhegðun skólabarna. Þá stýrði hún evrópskri rannsókn á heilsufarsáhrifum fisk- og lýsisneyslu meðal ungra fullorðinna auk rannsókna á næringarástandi aldraðra og skjólstæðinga á sjúkrahúsum. Inga tekur virkan þátt í norrænu fræðasamstarfi, bæði í gegnum umfangsmiklar rannsóknir, nú síðast á heilsusamlegu norrænu mataræði, og í gegnum víðtækt samstarf um fæðu- og næringartengdar ráðleggingar, Norrænar ráðleggingar um næringarefni, þar sem Inga situr í stýrihópi. Rannsóknir Ingu hafa hlotið styrki frá norrænum, evrópskum og bandarískum samkeppnissjóðum. Hún hefur leiðbeint mörgum meistara- og doktorsnemum og leggur sig ávallt fram um að miðla vísindum til næstu kynslóða. Inga hlaut verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright-árið 2010 fyrir þróun og árangur í næringarfræðirannsóknum á Íslandi og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf árið 2014. Hún hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2011 og var heiðursvísindamaður spítalans 2012. Árið 2004 hlaut hún Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands, fyrir frumkvöðlastörf að rannsóknum í næringarfræði. Háskólar Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Vísindi Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verðlaunin, IUNS Fellow, sem afhent voru á vísindaráðstefnu samtakanna í Japan, eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr á sviði næringarfræði. Einunigs einn Norðurlandabúi hefur hlotið þessi verðlaun áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Alþjóðasamtök næringarfræði og vísinda voru stofnuð 1946. Markmið samtakanna er að stuðla að framförum í næringarfræði, rannsóknum og þróun alþjóðlegs samstarfs. Samtökin hvetja til samstarfs meðal næringarfræðinga frá öllum heimshornum og miðla upplýsingum í næringarfræði. Vísindaráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti víðsvegar um heiminn og sækja þær um fimm þúsund vísindamenn hverju sinni. „Inga Þórsdóttir hefur unnið ötullega að framgangi næringarfræðinnar, m.a. með stofnun Rannsóknarstofu í næringarfræði í samstarfi Háskóla Íslands og Landspítala og stofnun Matvæla- og næringarfræðideildar sem nú tilheyrir Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Inga var forseti Heilbrigðisvísindasviðs 2012-2022,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Brautryðjandi á sviði annsókna í næringarfræði á Íslandi Rannsóknir Ingu eru á sviði klínískrar næringarfræði og lýðheilsunæringar. Hún hefur lagt mikla áherslu á næringu viðkvæmra hópa í samfélaginu. Inga hefur notað margar mismunandi aðferðir við rannsóknir sínar, eins og algengt er í næringarfræði, allt frá tilraunum til slembiraðaðra samanburðarrannsókna auk faraldsfræðilegra aðferða. Hún leggur áherslu á gott samstarf milli landa, stofnana, fræðigreina og ekki síst samstarf eldri og yngri vísindamanna sem hún hefur mikinn áhuga á. Rannsóknir Ingu og samstarfsfólks á næringu ungbarna hafa stuðlað að breytingum á opinberum ráðleggingum. Inga hefur einnig unnið með hópi evrópskra vísindamanna og Íslendinga að rannsóknum á næringu og matarhegðun skólabarna. Þá stýrði hún evrópskri rannsókn á heilsufarsáhrifum fisk- og lýsisneyslu meðal ungra fullorðinna auk rannsókna á næringarástandi aldraðra og skjólstæðinga á sjúkrahúsum. Inga tekur virkan þátt í norrænu fræðasamstarfi, bæði í gegnum umfangsmiklar rannsóknir, nú síðast á heilsusamlegu norrænu mataræði, og í gegnum víðtækt samstarf um fæðu- og næringartengdar ráðleggingar, Norrænar ráðleggingar um næringarefni, þar sem Inga situr í stýrihópi. Rannsóknir Ingu hafa hlotið styrki frá norrænum, evrópskum og bandarískum samkeppnissjóðum. Hún hefur leiðbeint mörgum meistara- og doktorsnemum og leggur sig ávallt fram um að miðla vísindum til næstu kynslóða. Inga hlaut verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright-árið 2010 fyrir þróun og árangur í næringarfræðirannsóknum á Íslandi og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf árið 2014. Hún hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2011 og var heiðursvísindamaður spítalans 2012. Árið 2004 hlaut hún Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands, fyrir frumkvöðlastörf að rannsóknum í næringarfræði.
Háskólar Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Vísindi Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira