Úthúðar fyrrverandi starfsmanni og segir félagsdóm með ríkan sakfellingarvilja Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 10:12 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifaði ádrepu um Gabríel Benjamín sem vann mál gegn stéttarfélaginu fyrir félagsdómi í gær. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallar fyrrverandi trúnaðarmann starfsmanna Eflingar „fáránlegan einstakling“ og sakar hann um lygar og áróður gegn sér. Félagsdómur dæmdi uppsögn Eflingar á trúnaðarmanninum ólöglega í gær en formaður segir dóminn hafa haft „ríkulegan sakfellingarvilja“. Uppsögn Eflingar á Gabríel Benjamín, trúnaðarmanni VR hjá félaginu, var talin ólögmæt og stríða gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Hún hafi jafnframt brotið gegn ákvæðum kjarasamnings VR við SA frá 2019. Gabríel Benjamín var á meðal þeirra sem var sagt upp í hópuppsögn eftir að Sólveig Anna náði aftur kjöri sem formaður Eflingar í fyrra. Gabríel, sem gagnrýndi hópuppsögnin harðlega á sínum tíma, sagði Vísi eftir að dómurinn féll að það væri hlægilegt að stéttarfélag hegðaði sér með þessum hætti. Svo virðist sem að ummæli Gabríels við Ríkisútvarpið um að dómurinn væri stór ósigur fyrir þá sem færu með vald sitt sem „einræðisherrar“ í gær hafi farið fyrir brjóstið á formanni Eflingar. Í færslu á Facebook-síðu sinni kallaði Sólveig Anna Gabríel „fáránlegan einstakling“ sem hefði skrifað „snarbilaða níðgrein“ um sig síðasta vetur. Svo virðist sem þar hafi hún vísað til greinar sem birtist á Vísi í febrúar þar sem Gabríel sakaði Sólveigu Önnu um sýndarmennsku. „Hann er svo stórundarlega innréttaður að hann lét færa það sérstaklega til bókar í fundargerð að skipulagsbreytingin sem meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti eftir að hafa unnið sigur í lýðræðislegum kosningum um forystu í félaginu væri framkvæmd af því að ég þyrði ekki að mæta honum og horfa í augun á honum!“ skrifaði Sólveig Anna við skjáskot af frétt RÚV með viðtali við Gabríel Benjamín. Geti ekki lesið fyrir mikilmennskubrjálæði Sakaði formaður Eflingar Gabríel um alls kyns lygar. Hann hefði borið út sögu um að hún hefði sjálf logið um að hún hefði orðið fyrir alvarlegri og grófri ofbeldishótun frá samstarfsmanni þeirra og sagt ósatt í fjölmiðlum um starfsemi Eflingar til þess að skapa hræðslu hjá félagsfólki um að hún og félagar hennar væru ekki færir um að stýra félaginu. Meðal annars hafi Benjamín logið því að Efling gæti ekki greitt út sjúkradagpening til fólks. Hélt Sólveig Anna því fram að Gabríel hefði ekki sótt aftur um starf hjá Eflingu eftir hópuppsögnina vegna þess að hann hafi talið að hún ætti að hringja í hann og bjóða honum starfið „sökum stórkostlegrar sérstöðu hans í mannlegri tilveru!“. „Og hann trúði því, og félagsdómur tekur undir þær trylltu ranghugmyndir af sínum ríkulega sakfellingarvilja, að hann einn, skrifstofuprinsinn sem ætlaði sér að „lýðræðisvæða“ Eflingu og frelsa undan yfirráðum lýðræðislega kjörins félagsfólks, ætti að vera undanskilinn skipulagsbreytingunni. Og hann kallar mig einræðisherra fyrir að hafa ekki talið rétt að krýna hann sérstakan skrifstofuprins Eflingar. Þetta er svo gjörsamlega fáránlegt að ég get ekki annað en hlegið,“ skrifaði Sólveig Anna sem virtist þó hafa allt annað en hlátur í huga. Kallar Sólveig Anna dóm félagsdóm „rusl dóm“ í svari við ummælum við færsluna. Þá vændi hún Gabríel um að skilja ekki dóm félagsdóms enda ætti hann sennilega erfitt með að lesa sér til gangs vegna yfirþymandi mikilmennskubrjálæðis. „Þetta er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem við framkvæmdum, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka. Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt,“ skrifaði Sólveig Anna. Innan við mánuður er frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eflingu til að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum sem var sagt upp bætur vegna bágrar framkomu gagnvart þeim, meðal annars með meiðandi umfjöllun og áminningu án lögmæts tilefnis. Færsla Sólveigar Önnu í heild sinni er hér fyrir neðan. Þessi fáránlegi einstaklingur sendi mönnum útí bæ persónuleg skilaboð um að ég væri að ljúga þegar ég sagði frá alvarlegri og grófri ofbeldishótun sem ég varð fyrir frá samstarfsmanni hans. Allt sem ég sagði var „pjúra lygi“ samkvæmt þessum manni. Hann skrifaði snarbilaða níðgrein um mig síðasta vetur, uppfulla af grófum persónuárásum og lygum. Hann er svo stórundarlega innréttaður að hann lét færa það sérstaklega til bókar í fundargerð að skipulagsbreytingin sem meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti eftir að hafa unnið sigur í lýðræðislegum kosningum um forystu í félaginu væri framkvæmd af því að ég þyrði ekki að mæta honum og horfa í augun á honum! Hann sagði ítrekað ósatt í fjölmiðlum um starfsemi skrifstofu Eflingar til að skapa hræðslu hjá félagsfólki og til að breiða út áróður um að ég og félagar mínir gætum ekki stýrt Eflingu. Meðal annars laug hann því að við gætum ekki greitt út sjúkradagpeninga til fólks, gætum ekki tryggt ein mikilvægustu réttindi félagsfólks. Hann sótti svo ekki einu sinni um starf aftur hjá félaginu, eins og allt starfsfólk var hvatt til að gera. Hversvegna? Jú, af því að hann trúði því að ég ætti að hringja í hann og bjóða honum starfið (eða bjóða honum á fund til að horfa í augun á honum) sökum stórkostlegrar sérstöðu hans í mannlegri tilveru! Og hann trúði því, og félagsdómur tekur undir þær trylltu ranghugmyndir af sínum ríkulega sakfellingarvilja, að hann einn, skrifstofu-prinsinn sem ætlaði sér að „lýðræðisvæða“ Eflingu og frelsa undan yfirráðum lýðræðislega kjörins félagsfólks, ætti að vera undanskilinn skipulagsbreytingunni. Og hann kallar mig einræðisherra fyrir að hafa ekki talið rétt að krýna hann sérstakann skrifstofuprins Eflingar. Þetta er svo gjörsamlega fáránlegt að ég get ekki annað en hlegið. Annars virðist hann ekki skilja dóminn, enda er sennilega erfitt að lesa sér til gagns þegar að mikilmennskubrjálæðið er svona yfirþyrmandi. En ég kem því þá hér með á framfæri: Þetta er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem við framkvæmdum, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka. Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Dómsmál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Uppsögn Eflingar á Gabríel Benjamín, trúnaðarmanni VR hjá félaginu, var talin ólögmæt og stríða gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Hún hafi jafnframt brotið gegn ákvæðum kjarasamnings VR við SA frá 2019. Gabríel Benjamín var á meðal þeirra sem var sagt upp í hópuppsögn eftir að Sólveig Anna náði aftur kjöri sem formaður Eflingar í fyrra. Gabríel, sem gagnrýndi hópuppsögnin harðlega á sínum tíma, sagði Vísi eftir að dómurinn féll að það væri hlægilegt að stéttarfélag hegðaði sér með þessum hætti. Svo virðist sem að ummæli Gabríels við Ríkisútvarpið um að dómurinn væri stór ósigur fyrir þá sem færu með vald sitt sem „einræðisherrar“ í gær hafi farið fyrir brjóstið á formanni Eflingar. Í færslu á Facebook-síðu sinni kallaði Sólveig Anna Gabríel „fáránlegan einstakling“ sem hefði skrifað „snarbilaða níðgrein“ um sig síðasta vetur. Svo virðist sem þar hafi hún vísað til greinar sem birtist á Vísi í febrúar þar sem Gabríel sakaði Sólveigu Önnu um sýndarmennsku. „Hann er svo stórundarlega innréttaður að hann lét færa það sérstaklega til bókar í fundargerð að skipulagsbreytingin sem meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti eftir að hafa unnið sigur í lýðræðislegum kosningum um forystu í félaginu væri framkvæmd af því að ég þyrði ekki að mæta honum og horfa í augun á honum!“ skrifaði Sólveig Anna við skjáskot af frétt RÚV með viðtali við Gabríel Benjamín. Geti ekki lesið fyrir mikilmennskubrjálæði Sakaði formaður Eflingar Gabríel um alls kyns lygar. Hann hefði borið út sögu um að hún hefði sjálf logið um að hún hefði orðið fyrir alvarlegri og grófri ofbeldishótun frá samstarfsmanni þeirra og sagt ósatt í fjölmiðlum um starfsemi Eflingar til þess að skapa hræðslu hjá félagsfólki um að hún og félagar hennar væru ekki færir um að stýra félaginu. Meðal annars hafi Benjamín logið því að Efling gæti ekki greitt út sjúkradagpening til fólks. Hélt Sólveig Anna því fram að Gabríel hefði ekki sótt aftur um starf hjá Eflingu eftir hópuppsögnina vegna þess að hann hafi talið að hún ætti að hringja í hann og bjóða honum starfið „sökum stórkostlegrar sérstöðu hans í mannlegri tilveru!“. „Og hann trúði því, og félagsdómur tekur undir þær trylltu ranghugmyndir af sínum ríkulega sakfellingarvilja, að hann einn, skrifstofuprinsinn sem ætlaði sér að „lýðræðisvæða“ Eflingu og frelsa undan yfirráðum lýðræðislega kjörins félagsfólks, ætti að vera undanskilinn skipulagsbreytingunni. Og hann kallar mig einræðisherra fyrir að hafa ekki talið rétt að krýna hann sérstakan skrifstofuprins Eflingar. Þetta er svo gjörsamlega fáránlegt að ég get ekki annað en hlegið,“ skrifaði Sólveig Anna sem virtist þó hafa allt annað en hlátur í huga. Kallar Sólveig Anna dóm félagsdóm „rusl dóm“ í svari við ummælum við færsluna. Þá vændi hún Gabríel um að skilja ekki dóm félagsdóms enda ætti hann sennilega erfitt með að lesa sér til gangs vegna yfirþymandi mikilmennskubrjálæðis. „Þetta er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem við framkvæmdum, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka. Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt,“ skrifaði Sólveig Anna. Innan við mánuður er frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eflingu til að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum sem var sagt upp bætur vegna bágrar framkomu gagnvart þeim, meðal annars með meiðandi umfjöllun og áminningu án lögmæts tilefnis. Færsla Sólveigar Önnu í heild sinni er hér fyrir neðan. Þessi fáránlegi einstaklingur sendi mönnum útí bæ persónuleg skilaboð um að ég væri að ljúga þegar ég sagði frá alvarlegri og grófri ofbeldishótun sem ég varð fyrir frá samstarfsmanni hans. Allt sem ég sagði var „pjúra lygi“ samkvæmt þessum manni. Hann skrifaði snarbilaða níðgrein um mig síðasta vetur, uppfulla af grófum persónuárásum og lygum. Hann er svo stórundarlega innréttaður að hann lét færa það sérstaklega til bókar í fundargerð að skipulagsbreytingin sem meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti eftir að hafa unnið sigur í lýðræðislegum kosningum um forystu í félaginu væri framkvæmd af því að ég þyrði ekki að mæta honum og horfa í augun á honum! Hann sagði ítrekað ósatt í fjölmiðlum um starfsemi skrifstofu Eflingar til að skapa hræðslu hjá félagsfólki og til að breiða út áróður um að ég og félagar mínir gætum ekki stýrt Eflingu. Meðal annars laug hann því að við gætum ekki greitt út sjúkradagpeninga til fólks, gætum ekki tryggt ein mikilvægustu réttindi félagsfólks. Hann sótti svo ekki einu sinni um starf aftur hjá félaginu, eins og allt starfsfólk var hvatt til að gera. Hversvegna? Jú, af því að hann trúði því að ég ætti að hringja í hann og bjóða honum starfið (eða bjóða honum á fund til að horfa í augun á honum) sökum stórkostlegrar sérstöðu hans í mannlegri tilveru! Og hann trúði því, og félagsdómur tekur undir þær trylltu ranghugmyndir af sínum ríkulega sakfellingarvilja, að hann einn, skrifstofu-prinsinn sem ætlaði sér að „lýðræðisvæða“ Eflingu og frelsa undan yfirráðum lýðræðislega kjörins félagsfólks, ætti að vera undanskilinn skipulagsbreytingunni. Og hann kallar mig einræðisherra fyrir að hafa ekki talið rétt að krýna hann sérstakann skrifstofuprins Eflingar. Þetta er svo gjörsamlega fáránlegt að ég get ekki annað en hlegið. Annars virðist hann ekki skilja dóminn, enda er sennilega erfitt að lesa sér til gagns þegar að mikilmennskubrjálæðið er svona yfirþyrmandi. En ég kem því þá hér með á framfæri: Þetta er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem við framkvæmdum, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka. Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Dómsmál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira