Innrás er orð síðasta árs hjá Árnastofnun Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 19:12 Innrás Rússa í Úkraínu virðist hafa litað málnotkun Íslendinga á árinu sem leið. AP Innrás er orð ársins 2022 hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Lesendur Rúv völdu þriðju vaktina hins vegar orð ársins. Tilkynnt var um orð ársins þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhent í dag. Orð ársins 2022 eru tvö, annars vegar innrás og hins vegar þriðja vaktin, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðið innrás var valið af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan í Risamálheildinni. Með því var unnt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. „Orðið innrás náði mestu flugi árið 2022 og er um leið lýsandi fyrir samtímann og umræðuna, sem hefur verið lituð af hernaði Rússa í Úkraínu undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. Þriðja vaktin hlaut náð lesenda Í tilkynningu segir að orðið, eða orðin, þriðja vaktin hafi hlotið afgerandi kosningu lesenda ruv.is. Leitað hafi verið til almennings um tillögur og um 240 orð borist. Kosningin hafi staðið um fimmtán orð úr þeim tillögum. „Þriðja vaktin er auðvitað ekki eitt orð heldur eitt hugtak. Það stendur fyrir þá hugrænu byrði í fjölskyldu- og heimilishaldi sem lendir aðallega á öðrum makanum. Í gagnkynja samböndum lendir hún oft frekar á konum en körlum,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þriðja vaktin hafi hlotið þriðjung atkvæða í kosningunni með tvöfalt fleiri atkvæði en sögnin rampa sem hafi verið í öðru sæti, tenetásur hafi verið í þriðja sæti. Meðal annarra orða sem stungið var upp á voru armslengd, mathöll, húðrútína og tilboðskvíði. Aðalsteinn Ásberg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Aðalsteinn Ásberg hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. í tvígang viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Íslands, í tvígang hefur hann hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar á vegum Íslandsdeildar IBBY-verðlaunanna auk fjölda annarra verðlauna sem of langt mál væri að telja upp hér en þó má nefna að á síðasta ári var Aðalsteinn Ásberg tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Einnig má nefna að Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn var formaður í átta ár.“ Þá hlaut Vintage Caravan Krókinn 2022 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu sem leið. „Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðruðu plötuna Lifun með Trúbroti á stórkostlegum tónleikum í Hörpu og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í haust og það er óhætt að fullyrða að bandið sé í góðu formi,“ segir í tilkynningu. Íslensk fræði Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fréttir ársins 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Tilkynnt var um orð ársins þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhent í dag. Orð ársins 2022 eru tvö, annars vegar innrás og hins vegar þriðja vaktin, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðið innrás var valið af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan í Risamálheildinni. Með því var unnt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. „Orðið innrás náði mestu flugi árið 2022 og er um leið lýsandi fyrir samtímann og umræðuna, sem hefur verið lituð af hernaði Rússa í Úkraínu undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. Þriðja vaktin hlaut náð lesenda Í tilkynningu segir að orðið, eða orðin, þriðja vaktin hafi hlotið afgerandi kosningu lesenda ruv.is. Leitað hafi verið til almennings um tillögur og um 240 orð borist. Kosningin hafi staðið um fimmtán orð úr þeim tillögum. „Þriðja vaktin er auðvitað ekki eitt orð heldur eitt hugtak. Það stendur fyrir þá hugrænu byrði í fjölskyldu- og heimilishaldi sem lendir aðallega á öðrum makanum. Í gagnkynja samböndum lendir hún oft frekar á konum en körlum,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þriðja vaktin hafi hlotið þriðjung atkvæða í kosningunni með tvöfalt fleiri atkvæði en sögnin rampa sem hafi verið í öðru sæti, tenetásur hafi verið í þriðja sæti. Meðal annarra orða sem stungið var upp á voru armslengd, mathöll, húðrútína og tilboðskvíði. Aðalsteinn Ásberg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Aðalsteinn Ásberg hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. í tvígang viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Íslands, í tvígang hefur hann hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar á vegum Íslandsdeildar IBBY-verðlaunanna auk fjölda annarra verðlauna sem of langt mál væri að telja upp hér en þó má nefna að á síðasta ári var Aðalsteinn Ásberg tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Einnig má nefna að Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn var formaður í átta ár.“ Þá hlaut Vintage Caravan Krókinn 2022 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu sem leið. „Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðruðu plötuna Lifun með Trúbroti á stórkostlegum tónleikum í Hörpu og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í haust og það er óhætt að fullyrða að bandið sé í góðu formi,“ segir í tilkynningu.
Íslensk fræði Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fréttir ársins 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira