Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2023 19:21 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. Það var komið að ögurstundu í viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins þegar fjölmenn samninganefnd félagsins mætti á fund með fulltrúum atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara í morgun með nýtt gagntilboð upp á vasann. Hafið þið gengið nógu langt til að koma til móts við Samtök atvinnulífsins? Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir reynsluna sýna að félagið geti náð fram betri kjarasamningum en aðrir með góðri samstöðu eins og nú.Stöð 2/Egill „Við höfum í öllu þessu ferli sýnt mjög einbeittan og eindregin samningsvilja. Hann er einnig sýnilegur í þessu tilboði,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á leið á fundinn. Samkvæmt tilboðinu hefðu grunnlaun hækkað á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en að auki fengju allir 15 þúsund króna framfærsluuppbót. Laun hefðu því samtals hækkað um 55 til tæplega áttatíu þúsund krónur. Til samanburðar gáfu lífskjarasamningarnir um 90 þúsund króna launahækkun á rúmum þremur árum. Þetta eru launakröfur Eflingar en auk þess lagði félagið til alls kyns breytingar á launatöflum.Grafík/Sara Sameiginlegur fundur deiluaðila stóð í raun aðeins yfir í um fimmtán mínútur. Að honum loknum fundaði samninganefnd Eflingar í sínum hópi og eftir um hálftíma ákvað hún að slíta viðræðunum. „Þá er það bara næsta verkefni samninganefndar Eflingar að setjast niður og undirbúa svo kallaða verkfallsboðun. Svo þarf hún að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir himinn og haf á milli nýjasta tilboðs Eflingar og þess sem samið hafi verið um við mikinn meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði. Kostnaðurinn við tilboð Eflingar væri tvöfaldur miðað við þá samninga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að taka þyrfti upp alla nýgerða samninga ef gengið yrði að kröfum Eflingar.Stöð 2/Egill „Ef við hefðum gengið lengra hefðum við þurft að taka upp alla kjarasamningana sem nú þegar hafa verið undirritaðir hér í húsnæði ríkissáttasemjara. Síðan hafa þeir farið í atkvæðagreiðslu meðal stéttarfélaganna, SGS, VR og iðnaðarmanna. Vel að merkja þessum samningum hefur verið tekið mjög vel af þjóðinni og verið samþykktir af 80 til 90 prósent af öllum launþegum í þeim stéttarfélögum sem við höfum samið við,“ sagði Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir engar raunverulegar viðræður hafa farið fram á fundinum í morgun. „Það hefur náttúrlega alltaf verið þannig að SGS samningurinn er það sem á að láta okkur taka við. Við höfum aftur á móti, eins og ég hef margoft komið á framfæri, útskýrt með mjög málefnalegum og vel ígrunduðum hætti að hann hentar okkur ekki,“ segir Sólveig Anna. Kjarasamningar við sveitarfélögin eru enn í gildi og renna ekki út fyrr en í vor. Halldór Benjamín segist hugsi yfir að stór hluti samninganefndarfólks Eflingar starfaði hjá hinu opinbera og væri því ekki aðilar að samningum við Samtök atvinnulífsins. „En eru engu að síður á sama tíma að taka ákvörðun um viðræðuslit og mögulegar verkfallsaðgerðir á almennum vinnumarkaði sem þau starfa ekki einu sinni á,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14 Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Það var komið að ögurstundu í viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins þegar fjölmenn samninganefnd félagsins mætti á fund með fulltrúum atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara í morgun með nýtt gagntilboð upp á vasann. Hafið þið gengið nógu langt til að koma til móts við Samtök atvinnulífsins? Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir reynsluna sýna að félagið geti náð fram betri kjarasamningum en aðrir með góðri samstöðu eins og nú.Stöð 2/Egill „Við höfum í öllu þessu ferli sýnt mjög einbeittan og eindregin samningsvilja. Hann er einnig sýnilegur í þessu tilboði,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á leið á fundinn. Samkvæmt tilboðinu hefðu grunnlaun hækkað á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en að auki fengju allir 15 þúsund króna framfærsluuppbót. Laun hefðu því samtals hækkað um 55 til tæplega áttatíu þúsund krónur. Til samanburðar gáfu lífskjarasamningarnir um 90 þúsund króna launahækkun á rúmum þremur árum. Þetta eru launakröfur Eflingar en auk þess lagði félagið til alls kyns breytingar á launatöflum.Grafík/Sara Sameiginlegur fundur deiluaðila stóð í raun aðeins yfir í um fimmtán mínútur. Að honum loknum fundaði samninganefnd Eflingar í sínum hópi og eftir um hálftíma ákvað hún að slíta viðræðunum. „Þá er það bara næsta verkefni samninganefndar Eflingar að setjast niður og undirbúa svo kallaða verkfallsboðun. Svo þarf hún að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir himinn og haf á milli nýjasta tilboðs Eflingar og þess sem samið hafi verið um við mikinn meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði. Kostnaðurinn við tilboð Eflingar væri tvöfaldur miðað við þá samninga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að taka þyrfti upp alla nýgerða samninga ef gengið yrði að kröfum Eflingar.Stöð 2/Egill „Ef við hefðum gengið lengra hefðum við þurft að taka upp alla kjarasamningana sem nú þegar hafa verið undirritaðir hér í húsnæði ríkissáttasemjara. Síðan hafa þeir farið í atkvæðagreiðslu meðal stéttarfélaganna, SGS, VR og iðnaðarmanna. Vel að merkja þessum samningum hefur verið tekið mjög vel af þjóðinni og verið samþykktir af 80 til 90 prósent af öllum launþegum í þeim stéttarfélögum sem við höfum samið við,“ sagði Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir engar raunverulegar viðræður hafa farið fram á fundinum í morgun. „Það hefur náttúrlega alltaf verið þannig að SGS samningurinn er það sem á að láta okkur taka við. Við höfum aftur á móti, eins og ég hef margoft komið á framfæri, útskýrt með mjög málefnalegum og vel ígrunduðum hætti að hann hentar okkur ekki,“ segir Sólveig Anna. Kjarasamningar við sveitarfélögin eru enn í gildi og renna ekki út fyrr en í vor. Halldór Benjamín segist hugsi yfir að stór hluti samninganefndarfólks Eflingar starfaði hjá hinu opinbera og væri því ekki aðilar að samningum við Samtök atvinnulífsins. „En eru engu að síður á sama tíma að taka ákvörðun um viðræðuslit og mögulegar verkfallsaðgerðir á almennum vinnumarkaði sem þau starfa ekki einu sinni á,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12 Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14 Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tilboð Eflingar óaðgengilegt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar. 10. janúar 2023 14:12
Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. 10. janúar 2023 13:14
Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16