Svíar sitja kannski á mikilvægustu námu Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2023 22:00 Jan Moström, forstjóri LKAB, og Ebba Busch, orkumálaráðherra Svíþjóðar í námu LKAB í dag. LKAB Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt. Sjaldgæfa málma má finna í öllum snjallsímum, tölvuskjám og öðrum rafmagnstækjum í dag. LKAB segir að líklega sé um meira en milljón tonna af þessum málmum að ræða stærsta fund sjaldgæfra málma í Evrópu. Umfangið gæti þó verið meira og er þegar byrjað að grafa göng svo hægt sé að skoða svæðið betur. Málmarnir fundust nærri Kiruna í norðurhluta Svíþjóðar. Jan Moström, forstjóri LKAB, sagði á blaðamannafundi í dag að verði af námuvinnslunni gæti náman orðið ei sú mikilvægasta í Evrópu. Ráðamenn í Evrópu hafa lengi viljað minnka það hve iðnaður í heimsálfunni er háður þessari námuvinnslu í Kína. AFP fréttaveitan segir þó óljóst hvaða áhrif þessi fundur muni hafa þar sem fundurinn þyki nokkuð smár á heimsmælikvarða. Umfang sjaldgæfra málma á svæðinu liggur ekki fyrir enn. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir hvar málmarnir fundust nærri járnnámu LKAB. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út skýrslu árið 2021 þar sem fram kom að um 98 prósent allra sjaldgæfra málma þar væru grafnir upp í Kína. Ríki sambandsins voru hvött til að byggja upp eigin námuvinnslu, en hún er engin í Evrópu í dag. Bandaríkjamenn eru einnig að reyna að auka vinnslu þar í landi. Ebba Busch, orkumálaráðherra Svíþjóðar, sagði í dag að Evrópusambandið væri allt of háð öðrum ríkjum varðandi þessa málma og beindi orðum sínum sérstaklega að Rússlandi og Kína. Hún sagði ríki heimsálfunnar þurfa að girða sig í brók varðandi þær auðlindir sem þyrfti til orkuskipta. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í dag hér að neðan. Press conference: increased European resilience and self-sufficiency of Critical Raw Materials from LKAB on Vimeo. Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa samþykkt áætlun um að banna hefðbundna bíla í heimsálfunni fyrir árið 2035. Það felur í sér mikla þörf á sjaldgæfum málmum. ESB spáir því að eftirspurn eftir málmunum muni fimmfaldast fyrir árið 2030. Í frétt Reuters segir þó að það verði minnst tíu til fimmtán ár þar til námuvinnsla getur hafist í Svíþjóð. Þá er haft eftir sérfræðingi að auk námuvinnslu skorti Evrópu einnig getu til að vinna þessa málma. Moström kallaði eftir því á fundinum í dag að ráðamenn í ESB færðu hindranir úr vegi fyrirtækisins svo hægt yrði að hefja vinnsluna fyrr. Busch sló á svipaða strengi og sagði mikla þörf fyrir þessa málma. Dýr og erfið námuvinnsla Þessa svokölluðu sjaldgæfu málma má finna í skorpu jarðarinnar og í töluverðu magni. Hins vegar eru þeir ekki í æðum eða á takmörkuðum svæðum heldur dreifðir í bergi. Við námuvinnslu málmanna þarf að grafa upp mikið magn jarðvegs og brjóta berg í tonnavís fyrir nokkur grömm af málmum. Námugröftur þessara málma er því erfiður og kostnaðarsamur. Þá hefur gröfturinn og vinnsla málmanna töluvert slæm áhrif á umhverfið. Svíþjóð Evrópusambandið Námuvinnsla Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sjaldgæfa málma má finna í öllum snjallsímum, tölvuskjám og öðrum rafmagnstækjum í dag. LKAB segir að líklega sé um meira en milljón tonna af þessum málmum að ræða stærsta fund sjaldgæfra málma í Evrópu. Umfangið gæti þó verið meira og er þegar byrjað að grafa göng svo hægt sé að skoða svæðið betur. Málmarnir fundust nærri Kiruna í norðurhluta Svíþjóðar. Jan Moström, forstjóri LKAB, sagði á blaðamannafundi í dag að verði af námuvinnslunni gæti náman orðið ei sú mikilvægasta í Evrópu. Ráðamenn í Evrópu hafa lengi viljað minnka það hve iðnaður í heimsálfunni er háður þessari námuvinnslu í Kína. AFP fréttaveitan segir þó óljóst hvaða áhrif þessi fundur muni hafa þar sem fundurinn þyki nokkuð smár á heimsmælikvarða. Umfang sjaldgæfra málma á svæðinu liggur ekki fyrir enn. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir hvar málmarnir fundust nærri járnnámu LKAB. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út skýrslu árið 2021 þar sem fram kom að um 98 prósent allra sjaldgæfra málma þar væru grafnir upp í Kína. Ríki sambandsins voru hvött til að byggja upp eigin námuvinnslu, en hún er engin í Evrópu í dag. Bandaríkjamenn eru einnig að reyna að auka vinnslu þar í landi. Ebba Busch, orkumálaráðherra Svíþjóðar, sagði í dag að Evrópusambandið væri allt of háð öðrum ríkjum varðandi þessa málma og beindi orðum sínum sérstaklega að Rússlandi og Kína. Hún sagði ríki heimsálfunnar þurfa að girða sig í brók varðandi þær auðlindir sem þyrfti til orkuskipta. Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í dag hér að neðan. Press conference: increased European resilience and self-sufficiency of Critical Raw Materials from LKAB on Vimeo. Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa samþykkt áætlun um að banna hefðbundna bíla í heimsálfunni fyrir árið 2035. Það felur í sér mikla þörf á sjaldgæfum málmum. ESB spáir því að eftirspurn eftir málmunum muni fimmfaldast fyrir árið 2030. Í frétt Reuters segir þó að það verði minnst tíu til fimmtán ár þar til námuvinnsla getur hafist í Svíþjóð. Þá er haft eftir sérfræðingi að auk námuvinnslu skorti Evrópu einnig getu til að vinna þessa málma. Moström kallaði eftir því á fundinum í dag að ráðamenn í ESB færðu hindranir úr vegi fyrirtækisins svo hægt yrði að hefja vinnsluna fyrr. Busch sló á svipaða strengi og sagði mikla þörf fyrir þessa málma. Dýr og erfið námuvinnsla Þessa svokölluðu sjaldgæfu málma má finna í skorpu jarðarinnar og í töluverðu magni. Hins vegar eru þeir ekki í æðum eða á takmörkuðum svæðum heldur dreifðir í bergi. Við námuvinnslu málmanna þarf að grafa upp mikið magn jarðvegs og brjóta berg í tonnavís fyrir nokkur grömm af málmum. Námugröftur þessara málma er því erfiður og kostnaðarsamur. Þá hefur gröfturinn og vinnsla málmanna töluvert slæm áhrif á umhverfið.
Svíþjóð Evrópusambandið Námuvinnsla Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira