Hinn þrítugi Semple lék með ÍR við góðan orðstír áður en hann gekk í raðir KR fyrir yfirstandandi tímabil. Þrátt fyrir að skila 18 stigum að meðaltali í leik ásamt því að taka 9 fráköst þá virðist sem Semple hafi ekki verið vinsæll í Vesturbænum.
Á endanum var hann látinn fara, en hann er langt í frá eini útlendingurinn sem hefur fengið sparkið vestur í bæ á þessari leiktíð. Hann var þó ekki lengi án liðs en fyrr í dag tilkynnti Þór að Semple myndi klára leiktíðina í Þorlákshöfn.
Þór Þ. situr í 11. sæti Subway deildarinnar með sex stig að loknum 12 leikjum.