Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 13:16 Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Vísir/Vilhelm Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi veki spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. Í tilkynningu frá Landvernd kemur fram að Sveitarfélagið Vogar hafi árum saman bent á að farsælast sé að leggja Suðurnesjalínu sem jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar í stað þess að leggja nýju loftlínu samsíða línunni sem fyrir er og útsett er fyrir sömu náttúruvá. Eldsumbrotin á svæðinu undanfarin ár séu til vitnis um að óskynsamlegt sé að tengingar við Suðurnes liggi samsíða. Þá er Landsnet sagt sagt fría sig ábyrgð með því að vísa til þess að hugsanlega hefði ekki farið svona illa ef það hefði fengið að reisa Suðurnesjalínu 2 að eigin vild. Landvernd bendir á að það að rafmagn skuli fara af á hæglætis vetrardegi á svæði með tveimur stórum virkjunum benda til þess að vandinn sé flóknari en Landsnet lætur í veðri vaka. „Er rafmagnsleysið hugsanlega enn eitt dæmið um að forgangsröðun, uppbygging og stýring íslenska raforkukerfisins sé gölluð? Staðreyndin er að minnsta kosti sú að á Suðurnesjum hafa Landsnet og HS Orka ekki borið gæfu til að byggja kerfið upp á öruggan hátt, hvorki með tilliti til náttúruvár, samfélags né umhverfis,“ segir í tilkynningunni. Einstakt dæmi um ómöguleika Þá telur Landvernd „óskiljanlegt“ að virkjanir í Svartsengi og Reykjanesi geti ekki starfað án tengingar við aðra hluta landskerfisins. Stærð virkjananna sé sannarlega næg til að mæta eftirspurn eftir rafmagni á Suðurnesjum. „Skýringin getur ekki verið sú að gufuaflsvirkjanir ráði ekki við framleiðslu og stýringu á raforku án tenginga við vatnsaflsvirkjanir því meginhluti raforkuframleiðslu heimsbyggðarinnar er knúinn sambærilegum gufutúrbínum – og þar er þetta ekki vandamál. En virkjanirnar í Svartsengi og á Reykjanesi virðast ekki ráða við að tengingin við landsnetið rofni. Gufuaflsvirkjanir Landsvirkjunar ráða við „eyjukeyrslu" án tengingar við landskerfið. Kröfluvirkjun hefur ítrekað séð Norðurlandi fyrir raforku án tengingar við aðra landshluta. Hvers vegna hafa Landsnet og HS orka ekki kippt þessu í lag á Suðurnesjum? Vannýtt tækifæri til að auka afhendingaröryggi á Reykjanesi Þá bendir Landvernd á að Landsnet hafi ekki borið gæfu til að tvöfalda raforkutengingar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Enginn hafi sett sig upp á móti slíkri tvöföldun. „Megin vandinn í afstöðu Landsnets er þráhyggjukennd andstaða við að leggja jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar. Landsnet heldur sig alfarið við nýja loftlínu samsíða eldri línu, þrátt fyrir að mat á umhverfisáhrifum segi að jarðstrengjaleiðin sé betri kostur.“ Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Í tilkynningu frá Landvernd kemur fram að Sveitarfélagið Vogar hafi árum saman bent á að farsælast sé að leggja Suðurnesjalínu sem jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar í stað þess að leggja nýju loftlínu samsíða línunni sem fyrir er og útsett er fyrir sömu náttúruvá. Eldsumbrotin á svæðinu undanfarin ár séu til vitnis um að óskynsamlegt sé að tengingar við Suðurnes liggi samsíða. Þá er Landsnet sagt sagt fría sig ábyrgð með því að vísa til þess að hugsanlega hefði ekki farið svona illa ef það hefði fengið að reisa Suðurnesjalínu 2 að eigin vild. Landvernd bendir á að það að rafmagn skuli fara af á hæglætis vetrardegi á svæði með tveimur stórum virkjunum benda til þess að vandinn sé flóknari en Landsnet lætur í veðri vaka. „Er rafmagnsleysið hugsanlega enn eitt dæmið um að forgangsröðun, uppbygging og stýring íslenska raforkukerfisins sé gölluð? Staðreyndin er að minnsta kosti sú að á Suðurnesjum hafa Landsnet og HS Orka ekki borið gæfu til að byggja kerfið upp á öruggan hátt, hvorki með tilliti til náttúruvár, samfélags né umhverfis,“ segir í tilkynningunni. Einstakt dæmi um ómöguleika Þá telur Landvernd „óskiljanlegt“ að virkjanir í Svartsengi og Reykjanesi geti ekki starfað án tengingar við aðra hluta landskerfisins. Stærð virkjananna sé sannarlega næg til að mæta eftirspurn eftir rafmagni á Suðurnesjum. „Skýringin getur ekki verið sú að gufuaflsvirkjanir ráði ekki við framleiðslu og stýringu á raforku án tenginga við vatnsaflsvirkjanir því meginhluti raforkuframleiðslu heimsbyggðarinnar er knúinn sambærilegum gufutúrbínum – og þar er þetta ekki vandamál. En virkjanirnar í Svartsengi og á Reykjanesi virðast ekki ráða við að tengingin við landsnetið rofni. Gufuaflsvirkjanir Landsvirkjunar ráða við „eyjukeyrslu" án tengingar við landskerfið. Kröfluvirkjun hefur ítrekað séð Norðurlandi fyrir raforku án tengingar við aðra landshluta. Hvers vegna hafa Landsnet og HS orka ekki kippt þessu í lag á Suðurnesjum? Vannýtt tækifæri til að auka afhendingaröryggi á Reykjanesi Þá bendir Landvernd á að Landsnet hafi ekki borið gæfu til að tvöfalda raforkutengingar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Enginn hafi sett sig upp á móti slíkri tvöföldun. „Megin vandinn í afstöðu Landsnets er þráhyggjukennd andstaða við að leggja jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar. Landsnet heldur sig alfarið við nýja loftlínu samsíða eldri línu, þrátt fyrir að mat á umhverfisáhrifum segi að jarðstrengjaleiðin sé betri kostur.“
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05