Sexan – jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar 17. janúar 2023 14:30 Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti. Tæknin hefur sannarlega gert okkur lífið auðveldara á margan hátt og samskipti yfir netið eru fljótleg og þægileg. Ný tækni er hvorki góð né slæm í sjálfu sér, það hvernig við nýtum hana er það sem mestu máli skiptir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og fullorðnu fólki virðist oft fatast flugið þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Stafrænt ofbeldi má skilgreina sem það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til eða hóta að dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 eru 26 aðgerðir sem allar hafa það að markmiði að fræða börn og ungmenni auk þess að vera ætlað að tryggja undirbúning starfsfólks sem á í samskiptum við, eða starfar með börnum og ungmennum til að mæta auknum kröfum um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Meðal aðgerða er fræðsluátak um kynferðislega friðhelgi sem Jafnréttisstofa ber ábyrgð á. Fræðsluátakinu er ætlað að fjalla einkum um eðli og afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. Jafnréttisstofa hefur því tekið höndum saman með Neyðarlínunni, Ríkislögreglustjóra, Menntamálastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofu, Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV um að ýta úr vör stuttmyndasamkeppni, sem hlotið hefur nafnið SEXAN. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 10.-31. janúar 2023. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk. Það er von okkar að Sexan geti orðið að árlegum viðburði þar sem nemendur 7. bekkja sjá um að búa til fræðsluefni fyrir börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa, því hverjir skilja betur hvernig best er að nálgast börn og unglinga en þau sjálf? Nánari upplýsingar um Sexuna má finna á heimasíðu Neyðarlínunnar, 112.is/sexan. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti. Tæknin hefur sannarlega gert okkur lífið auðveldara á margan hátt og samskipti yfir netið eru fljótleg og þægileg. Ný tækni er hvorki góð né slæm í sjálfu sér, það hvernig við nýtum hana er það sem mestu máli skiptir. Rafræn samskipti veita ákveðið skjól, eða fjarlægð, og fullorðnu fólki virðist oft fatast flugið þegar það sest við lyklaborðið, jafnvel á opinberum vettvangi. Því miður hefur stafrænt kynferðisofbeldi, og stafrænt ofbeldi almennt, aukist jafnhliða aukinni notkun stafrænna miðla. Stafrænt ofbeldi má skilgreina sem það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja. Með stafrænu kynferðisofbeldi er vísað til háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til eða hóta að dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér almennilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Hvað er kynferðisleg friðhelgi? Hvað er samþykki? Hvað eru mörk og hvernig set ég mörk? Það er því mikilvægt að fræða börn og ungmenni um mikilvægi kynferðislegrar friðhelgi og tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 eru 26 aðgerðir sem allar hafa það að markmiði að fræða börn og ungmenni auk þess að vera ætlað að tryggja undirbúning starfsfólks sem á í samskiptum við, eða starfar með börnum og ungmennum til að mæta auknum kröfum um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Meðal aðgerða er fræðsluátak um kynferðislega friðhelgi sem Jafnréttisstofa ber ábyrgð á. Fræðsluátakinu er ætlað að fjalla einkum um eðli og afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. Jafnréttisstofa hefur því tekið höndum saman með Neyðarlínunni, Ríkislögreglustjóra, Menntamálastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofu, Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV um að ýta úr vör stuttmyndasamkeppni, sem hlotið hefur nafnið SEXAN. Samkeppnin er ætluð fyrir 7. bekki grunnskóla landsins og fyrirkomulagið er einfalt. Þátttakendur í Sexunni fá fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd á tímabilinu 10.-31. janúar 2023. Stuttmyndirnar mega ekki vera lengri en 3 mínútur og viðfangsefni keppninnar eru fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með handritagerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Hver skóli má senda að hámarki þrjár myndir í keppnina en dómnefnd skipuð fulltrúum ungmennaráðs, RÚV, MMS og kvikmyndagerðar velur svo þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk. Það er von okkar að Sexan geti orðið að árlegum viðburði þar sem nemendur 7. bekkja sjá um að búa til fræðsluefni fyrir börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa, því hverjir skilja betur hvernig best er að nálgast börn og unglinga en þau sjálf? Nánari upplýsingar um Sexuna má finna á heimasíðu Neyðarlínunnar, 112.is/sexan. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun