Innheimta sekta gengur skelfilega og fælingarmátturinn lítill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 14:48 Guðmundur Björgvin ríkisendurskoðandi kallar eftir næstu skrefum hjá dómsmálaráðherra. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fælingarmáttur refsinga sé lítill. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun kallar eftir því að dómsmálaráðuneytið bregðist hratt við því hve illa hafi gengið árum saman að innheimta sektir sem fólk fær sem hlýtur refsingu í dómskerfinu. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fólk finni ekki fyrir refsingu. Í nýrri og svartri skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að engin breyting hafi orðið í árangri innheimtu í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Ef tímabilið 2014 til 2018 er skoðað og aðeins sektir upp á tíu milljónir króna eða meira kemur í ljós að heildarupphæð sektanna var 5,7 milljarðar króna. Aðeins rúmlega tvö prósent af sektunum voru greiddar. Starfshópur sem skipaður var árið 2018 lagði fram níu tillögur til úrbóta. Ríkisendurskoðun telur dómsmálaráðuneytið ekki hafa brugðist við tillögunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu áhyggjuefni að fólk finni ekki fyrir refsingunni. Á sama hátt og þeim sem dæmdur er í fangelsi sé refsað með því að afplána og missa frelsi sitt þá eigi þeir sem séu sektaðir að finna fyrir því að hafa minna fé innan handanna. Almennt er það svo að fólk er dæmt til greiðslu sekt en sé hún ekki greidd komi í stað hennar fangelsisvist. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar afplánar fólk aðeins í undantekningartilfellum innan veggja fangelsisins. Og lítið breytist eftir því sem tíminn líður. Massinn fer í samfélagsþjónustu eða brot fyrnast, á þremur til fimm árum. „Því er ljóst að innheimtuhlutfall hefur haldist afleitt sem m.a. leiðir til þess að fyrning sektardóma og þar með afskriftir þeirra eru enn verulegar,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Ólafur Þór héraðssaksóknari hefur áhyggjur af varnaráhrifunum. „Að það séu ekki nægjanlega sterk áhrif að fæla menn frá því að fremja brot,“ segir Ólafur. Það gæti skilað sér í fjölgun brota, auknum málafjölda og enn fleiri refsingum sem ekki tekst að innheimta. Spíral sem erfitt er að vinna bug á. Dómsmálaráðherra segir í umsögn um skýrsluna vera meðvitaður um erfiða stöðu Fangelsismálastofnunar sem þurfi frekara fjármagn. 15-20 prósent fangelsisplássa séu ekki nýtt vegna fjárskorts og loka þurfi fleiri rýmum án frekari stuðnings. 28 refsingar hafi fyrnst árið 2021 og 22 árið 2020. „Dómsmálaráðherra er mjög meðvitaður um þessa erfiðu stöðu stofnunarinnar og mun halda áfram, hér eftir sem hingað til, að leita allra leiða sem færar eru til að bæta úr þessu,“ segir í umsögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Tengd skjöl Innheimta-domsekta-stjornsysluuttektaPDF822KBSækja skjal Dómsmál Fangelsismál Dómstólar Tengdar fréttir Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Í nýrri og svartri skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að engin breyting hafi orðið í árangri innheimtu í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Ef tímabilið 2014 til 2018 er skoðað og aðeins sektir upp á tíu milljónir króna eða meira kemur í ljós að heildarupphæð sektanna var 5,7 milljarðar króna. Aðeins rúmlega tvö prósent af sektunum voru greiddar. Starfshópur sem skipaður var árið 2018 lagði fram níu tillögur til úrbóta. Ríkisendurskoðun telur dómsmálaráðuneytið ekki hafa brugðist við tillögunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu áhyggjuefni að fólk finni ekki fyrir refsingunni. Á sama hátt og þeim sem dæmdur er í fangelsi sé refsað með því að afplána og missa frelsi sitt þá eigi þeir sem séu sektaðir að finna fyrir því að hafa minna fé innan handanna. Almennt er það svo að fólk er dæmt til greiðslu sekt en sé hún ekki greidd komi í stað hennar fangelsisvist. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar afplánar fólk aðeins í undantekningartilfellum innan veggja fangelsisins. Og lítið breytist eftir því sem tíminn líður. Massinn fer í samfélagsþjónustu eða brot fyrnast, á þremur til fimm árum. „Því er ljóst að innheimtuhlutfall hefur haldist afleitt sem m.a. leiðir til þess að fyrning sektardóma og þar með afskriftir þeirra eru enn verulegar,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Ólafur Þór héraðssaksóknari hefur áhyggjur af varnaráhrifunum. „Að það séu ekki nægjanlega sterk áhrif að fæla menn frá því að fremja brot,“ segir Ólafur. Það gæti skilað sér í fjölgun brota, auknum málafjölda og enn fleiri refsingum sem ekki tekst að innheimta. Spíral sem erfitt er að vinna bug á. Dómsmálaráðherra segir í umsögn um skýrsluna vera meðvitaður um erfiða stöðu Fangelsismálastofnunar sem þurfi frekara fjármagn. 15-20 prósent fangelsisplássa séu ekki nýtt vegna fjárskorts og loka þurfi fleiri rýmum án frekari stuðnings. 28 refsingar hafi fyrnst árið 2021 og 22 árið 2020. „Dómsmálaráðherra er mjög meðvitaður um þessa erfiðu stöðu stofnunarinnar og mun halda áfram, hér eftir sem hingað til, að leita allra leiða sem færar eru til að bæta úr þessu,“ segir í umsögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Tengd skjöl Innheimta-domsekta-stjornsysluuttektaPDF822KBSækja skjal
Dómsmál Fangelsismál Dómstólar Tengdar fréttir Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent