Eruð þið spennt? Jón Freyr Gíslason skrifar 21. janúar 2023 21:18 Eitt lauflétt tog og það smellur í því. Þú ert öruggari fyrir vikið og kemur í veg fyrir að þú steypist fram eða til hliðar, upp í loft eða niður á gólf í ólíklegu en mögulegu slysi. Þú kastast ekki úr sætinu óvarinn gegn því að verða fyrir alvarlegum líkamlegum meiðslum eða valda þeim hjá næsta farþega. Nú eða að skjótast í gegnum rúðuna með tilheyrandi skurði. Ef til vill er þetta ýkt lýsing á örlögum þínum sem spenntir ekki beltið í rútu en alltaf möguleg engu að síður.Það hefur verið rannsakað og er vitað að farþegar í hópbifreiðum eru almennt öruggari vegfarendur en þeir sem ferðast um í fólksbílum eða á vélhjólum. Öruggari jú, en ekki ósnertandi. Fréttir af nýlegum rútuslysum á vegum landsins vöktu mig til umhugsunar um litla beltanotkun í rútum.Undirritaður notar strætó við ferðir um landið og er alltaf jafn hissa á þeim yfirgnæfandi meirihluta sem kýs að draga ekki sætisólina fram yfir mittið og festa. Svo áreynslulítil hreyfing fyrir margfalt öryggið. Það er líkt og fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé vegfarandi þegar það sest upp í rútu. Vegfarandi í stálgrind á þó nokkrum hraða eftir misbreiðum vegi í landi þar sem erfið akstursskilyrði eru raunveruleikinn drjúgan hluta af árinu. Kannski er það hæðin frá yfirborði vegarins eða stærðin á ökutækinu sem fær fólk til að upplifa sig fullkomlega öruggt, skal ekki segja. Tal um þrengsli eða minni hreyfigetu við beltanotkun er lítilvægt samanborið við afleiðingarnar af því ef hópbifreiðin færi svo "lítið" sem á hliðina. Ég hvet alla til að nota ávallt belti þegar býðst og hugsa þannig vel um sjálfa sig og sína næstu í bókstaflegri merkingu, samfarþegana. Eins og ljúfa röddin í landsbyggðarstrætó segir -"Það eru vinsamleg tilmæli til farþega að spenna beltin."Höfundur er tíður notandi strætó á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Eitt lauflétt tog og það smellur í því. Þú ert öruggari fyrir vikið og kemur í veg fyrir að þú steypist fram eða til hliðar, upp í loft eða niður á gólf í ólíklegu en mögulegu slysi. Þú kastast ekki úr sætinu óvarinn gegn því að verða fyrir alvarlegum líkamlegum meiðslum eða valda þeim hjá næsta farþega. Nú eða að skjótast í gegnum rúðuna með tilheyrandi skurði. Ef til vill er þetta ýkt lýsing á örlögum þínum sem spenntir ekki beltið í rútu en alltaf möguleg engu að síður.Það hefur verið rannsakað og er vitað að farþegar í hópbifreiðum eru almennt öruggari vegfarendur en þeir sem ferðast um í fólksbílum eða á vélhjólum. Öruggari jú, en ekki ósnertandi. Fréttir af nýlegum rútuslysum á vegum landsins vöktu mig til umhugsunar um litla beltanotkun í rútum.Undirritaður notar strætó við ferðir um landið og er alltaf jafn hissa á þeim yfirgnæfandi meirihluta sem kýs að draga ekki sætisólina fram yfir mittið og festa. Svo áreynslulítil hreyfing fyrir margfalt öryggið. Það er líkt og fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé vegfarandi þegar það sest upp í rútu. Vegfarandi í stálgrind á þó nokkrum hraða eftir misbreiðum vegi í landi þar sem erfið akstursskilyrði eru raunveruleikinn drjúgan hluta af árinu. Kannski er það hæðin frá yfirborði vegarins eða stærðin á ökutækinu sem fær fólk til að upplifa sig fullkomlega öruggt, skal ekki segja. Tal um þrengsli eða minni hreyfigetu við beltanotkun er lítilvægt samanborið við afleiðingarnar af því ef hópbifreiðin færi svo "lítið" sem á hliðina. Ég hvet alla til að nota ávallt belti þegar býðst og hugsa þannig vel um sjálfa sig og sína næstu í bókstaflegri merkingu, samfarþegana. Eins og ljúfa röddin í landsbyggðarstrætó segir -"Það eru vinsamleg tilmæli til farþega að spenna beltin."Höfundur er tíður notandi strætó á landsbyggðinni.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun