Það voru leikararnir Riz Ahmed og Allison Williams sem kynntu tilnefningarnar í beinni útsendingu á YouTube síðu Óskarsverðlaunanna. Vísir var að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og var hægt að fylgjast með tilnefningunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og hér á Vísi. Hér má finna beina textalýsingu frá útsendingunni fyrr í dag.
Everything Everywhere All at Once hlaut ellefu tilnefningar
Tilnefnt var í tuttugu og þremur flokkum. Sú kvikmynd sem hlaut flestar tilnefningar er kvikmyndin Everything Everywhere All at Once sem hlaut alls ellefu tilnefningar, þar á meðal sem besta myndin. Aðalleikkona myndarinnar Michelle Yeoh er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Þá eru leikkonurnar Jamie Lee Curtis og Stephanie Hsu tilnefndar sem bestu leikkonur í aukahlutverki fyrir hlutverk sín í myndinni. Ke Huy Quan sem einnig fer með hlutverk í myndinni er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki. Þá er myndin einnig tilnefnd fyrir leikstjórn, búninga, klippingu, handrit, tónlist og besta frumsamda lagið.

Tilnefnd fyrir túlkun sína á goðsögnunum Presley og Monroe
Myndirnar All The Quiet on The Western Front og The Banshees of Inisherin hlutu báðar níu tilnefningar, þar á meðal sem bestu myndirnar.
Það kom líklega fáum á óvart að Austin Butler hafi verið tilnefndur fyrir túlkun sína á kónginum sjálfum, Elvis Presley. Myndinni Elvis var spáð góðu gengi á hátíðinni en hún var alls tilnefnd í átta flokkum, þar á meðal sem besta myndin.
Í flokknum besti leikari í aðalhlutverki keppir Butler við leikarana Collin Farrel, Brendan Fraser, Paul Mescal og Bill Nighy.
Það vekur athygli að Ana de Armas sé tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún fær tilnefninguna fyrir túlkun sína á goðsögninni Marilyn Monroe í myndinni Blonde. Myndin fékk misjafna dóma og er til að mynda aðeins með 5,5 í einkunn á kvikmyndavefnum IMDB.
Í flokknum besta leikkona í aðalhlutverki keppir Armas við leikkonurnar Cate Blanchett, Andreu Riseborough, Michelle Williams og Michelle Yeoh.

Íslendingar eiga nýjan fulltrúa á Óskarnum
Hildur Guðnadóttir var ekki tilnefnd að þessu sinni en Íslendingar munu þó eiga annan fulltrúa á hátíðinni þetta árið. Íslenski leikstjórinn Sara Gunnarsdóttir var tilnefnd fyrir stuttu teiknimyndina My Year Of Dicks.
Í samtali við fréttastofu sagði Sara tilnefninguna ekki hafa komið sérstaklega á óvart en hún hafi þó verið afar stressuð.
Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 12. mars næstkomandi og verður það í 95. skipti sem hátíðin er haldin. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi.
Hér að neðan má sjá lista yfir allar tilnefningarnar.
Besta myndin
- All Quiet on the Western Front
- Avatar: The Way of Water
- The Banshees of Inisherin
- Elvis
- Everything Everywhere All at Once
- The Fabelmans
- Tár
- Top Gun: Maverick
- Triangle of Sadness
- Women Talking
Leikari í aðalhlutverki
- Austin Butler (Elvis)
- Colin Farrell (The Banshees of Inisherin)
- Brendan Fraser (The Whale)
- Paul Mescal (Aftersun)
- Bill Nighy (Living)
Leikkona í aðalhlutverki
- Cate Blanchett (Tár)
- Ana de Armas (Blonde)
- Andrea Riseborough (To Leslie)
- Michelle Williams (The Fabelmans)
- Michelle Yeoh (Everything Everywhere All at Once)
Leikari í aukahlutverki
- Brendan Gleeson (The Banshees of Inisherin)
- Brian Tyree Henry (Causeway)
- Judd Hirsch (The Fabelmans)
- Barry Keoghan (The Banshees of Inisherin)
- Ke Huy Quan (Everything Everywhere All at Once)
Leikkona í aukahlutverki
- Angela Bassett (Black Panther: Wakanda Forever)
- Hong Chau (The Whale)
- Kerry Condon (The Banshees of Inisherin)
- Jamie Lee Curtis (Everything Everywhere All at Once)
- Stephanie Hsu (Everything Everywhere All at Once)
Teiknimynd
- Guillermo del Toro’s Pinocchio
- Marcel the Shell With Shoes On
- Puss in Boots: The Last Wish
- The Sea Beast
- Turning Red
Teiknuð stuttmynd
- The Boy, the Mole, the Fox and the Horse
- The Flying Sailor
- Ice Merchants
- My Year of Dicks
- An Ostrich Told Me the World Is Fake and I Think I Believe It
Kvikmyndataka
- All Quiet on the Western Front
- Bardo, False Chronicle of a Handful of Truths
- Elvis
- Empire of Light
- Tár
Búningar
- Babylon
- Black Panther: Wakanda Forever
- Elvis
- Everything Everywhere All at Once
- Mrs. Harris Goes to Paris
Leikstjórn
- Todd Field (Tár)
- Daniel Kwan and Daniel Scheinert (Everything Everywhere All at Once)
- Martin McDonagh (The Banshees of Inisherin)
- Ruben Ostlund (Triangle of Sadness)
- Steven Spielberg (The Fabelmans)
Heimildarmynd
- All That Breathes
- All the Beauty and the Bloodshed
- Fire of Love
- A House Made of Splinters
- Navalny
Stutt heimildarmynd
- The Elephant Whisperers
- Haulout
- How Do You Measure a Year?
- The Martha Mitchell Effect
- Stranger at the Gate
Klipping
- The Banshees of Inisherin
- Elvis
- Everything Everywhere All at Once
- Tár
- Top Gun: Maverick
Alþjóðleg mynd
- Þýskaland - All Quiet on the Western FrontArgentina
- Argentina - 1985
- Belgía - Close
- Pólland - EO
- Írland - The Quiet Girl
Leikin stuttmynd
- An Irish Goodbye
- Ivalu
- Le Pupille
- Night Ride
- The Red Suitcase
Hár og förðun
- All Quiet on the Western Front
- The Batman
- Black Panther: Wakanda Forever
- Elvis
- The Whale
Besta frumsamda lagið
- Applause úr Tell It like a Woman
- Hold My Hand úr Top Gun: Maverick
- Lift Me Up úr Black Panther: Wakanda Forever
- Naatu Naatu úr RRR
- This Is a Life úr Everything Everywhere All at Once
Besta frumsamda kvikmyndatónlistin
- All Quiet on the Western Front
- Babylon
- The Banshees of Inisherin
- Everything Everywhere All at Once
- The Fabelmans
Leikmynd
- All Quiet on the Western Front
- Avatar: The Way of Water
- Babylon
- Elvis
- The Fabelmans
Hljóð
- All Quiet on the Western Front
- Avatar: The Way of Water
- The Batman
- Elvis
- Top Gun: Maverick
Handrit byggt á áður útgefnu efni
- All Quiet on the Western Front
- Glass Onion: A Knives Out Mystery
- Living
- Top Gun: Maverick
- Women Talking
Frumsamið handrit
- The Banshees of Inisherin
- Everything Everywhere All at Once
- The Fabelmans
- Tár
- Triangle of Sadness
Tæknibrellur
- All Quiet on the Western Front
- Avatar: The Way of Water
- The Batman
- Black Panther: Wakanda Forever
- Top Gun: Maverick