Réðst á og kýldi starfsmann 66°Norður Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2023 16:11 Árásin átti sér stað í verslun 66°Norður í Miðhrauni í Garðabæ. 66°Norður Ráðist var á starfsmann verslunar 66°Norður í Miðhrauni fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði reynt að ræna úr versluninni. Forstjórinn segir starfsmenn hafa gert allt rétt miðað við aðstæður og þakkar lögreglunni fyrir fagleg vinnubrögð. Það var að morgni þriðjudagsins 17. janúar sem ræninginn sótti verslunina heim. Starfsmaður verslunarinnar varð var við að hann ætlaði að stela vörum úr búðinni og stöðvaði hann. Skipti þá engum toga heldur réðst ræninginn á starfsmanninn með hnefana á lofti. Með áverka eftir árásina Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir starfsmanninn ekki vera mikið slasaðan en hann sé með áverka. Árásin átti sér stað inni í versluninni. „Það er mjög sjaldgæft að það sé veist að starfsfólki en það er gerð tilraun til þjófnaðar því miður allt of oft. Það er í fæstum tilfellum sem það eru einhverjar líkamlegar árásir. Sem betur fer er það ekki algengt,“ segir Helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem um ræðir kýldur af ræningjanum en samstarfsmenn brugðust hárrétt við að mati Helga, aðstoðuðu starfsmanninn og hringdu á lögreglu. Hann segir starfsmenn ekki eiga að leggja sig í hættu til að stöðva þjófa. „Þeir eiga ekki að leggja líf sitt og limi í hættu. Það er alveg deginum ljósara. Þeir starfsmenn sem voru á vakt þarna brugðust mjög faglega við og gerðu allt rétt. Höfðu samband við lögreglu, lögreglan kom fljótt og brást við einstaklega faglega. Ég verð að hrósa lögreglunni í Hafnarfirði. Það er okkar reynsla af þeim að þeir eru með mjög fagleg vinnubrögð, bara lögreglan yfirhöfuð,“ segir Helgi. Ræninginn verður kærður Fyrirtækið mun kæra ræningjann sem og starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni. Þá verður starfsmanninum boðin áfallahjálp á kostnað fyrirtækisins. „Það eru ákveðnir ferlar sem fara í gang ef eitthvað svona á sér stað. Við tökum þessu mjög alvarlega og lítum á að okkar hlutverk sé að vernda starfsfólkið okkar í hvívetna,“ segir Helgi. Lögreglumál Garðabær Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Það var að morgni þriðjudagsins 17. janúar sem ræninginn sótti verslunina heim. Starfsmaður verslunarinnar varð var við að hann ætlaði að stela vörum úr búðinni og stöðvaði hann. Skipti þá engum toga heldur réðst ræninginn á starfsmanninn með hnefana á lofti. Með áverka eftir árásina Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir starfsmanninn ekki vera mikið slasaðan en hann sé með áverka. Árásin átti sér stað inni í versluninni. „Það er mjög sjaldgæft að það sé veist að starfsfólki en það er gerð tilraun til þjófnaðar því miður allt of oft. Það er í fæstum tilfellum sem það eru einhverjar líkamlegar árásir. Sem betur fer er það ekki algengt,“ segir Helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem um ræðir kýldur af ræningjanum en samstarfsmenn brugðust hárrétt við að mati Helga, aðstoðuðu starfsmanninn og hringdu á lögreglu. Hann segir starfsmenn ekki eiga að leggja sig í hættu til að stöðva þjófa. „Þeir eiga ekki að leggja líf sitt og limi í hættu. Það er alveg deginum ljósara. Þeir starfsmenn sem voru á vakt þarna brugðust mjög faglega við og gerðu allt rétt. Höfðu samband við lögreglu, lögreglan kom fljótt og brást við einstaklega faglega. Ég verð að hrósa lögreglunni í Hafnarfirði. Það er okkar reynsla af þeim að þeir eru með mjög fagleg vinnubrögð, bara lögreglan yfirhöfuð,“ segir Helgi. Ræninginn verður kærður Fyrirtækið mun kæra ræningjann sem og starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni. Þá verður starfsmanninum boðin áfallahjálp á kostnað fyrirtækisins. „Það eru ákveðnir ferlar sem fara í gang ef eitthvað svona á sér stað. Við tökum þessu mjög alvarlega og lítum á að okkar hlutverk sé að vernda starfsfólkið okkar í hvívetna,“ segir Helgi.
Lögreglumál Garðabær Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira