Aðför að réttindum launþega Birgir Dýrfjörð skrifar 27. janúar 2023 12:31 Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert. Og á móti skírði hann ýtarlega hvað Eflingarfólk fengi mikið fé ef það samþykkti samninginn. Þessi ræða hans átti að vera baunadiskurinn, sem Eflingu var boðinn fyrir samningsrétt sinn. Þó Eflingarfólki skorti fé, þá fór því ekki eins og Esaú, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Sáttasemjari ætlaði að hafa vit fyrir fákunnandi fólki, með því að svifta það sjálfsforræði yfir þeim einu verðmætum sem það á. Þau verðmæti eru líkamsstyrkur þess og vinnugeta og sjálfsvirðing. Óðagot og fum mannsins vakti athygli. Atkvæðagreiðslu um verkfall Eflingar var ekki lokið, hvað þá að verkfall hafi verið boðað. Samt stöðvar hann það, sem enginnn veit enn hvort verður, eða þá hvenær, - ætli hann stjórnist af dulrænum gáfum. Sáttasemjari hefur nú ekki lagt mikið á sig til fundahalda með samninganefnd Eflingar . Eini alvörufundurin var þegar aðilar hittust , og lýstu sínum kröfum,og báðir söðu þvert nei. Hvenær er fullreynt? Sáttasemjari sagði þá að fullreynt væri um samning. Sú ranga fullyrðing gefur tilefni til að rifja upp gamla reynslu. Árið 1957 var langt og harkalegt verkfall. Guðmundur „Jaki“ lýsti því verkfalli sem harkalegustu átökum, sem hann hafði lent í. Torfi Hjartarson, þrautreyndur sáttasemjari til margra ára, náði engu samkomulagi milli deiluaðila. Þá var Emil Jónsson, alþingismaður settur honum til aðstoðar. Emil fór í gamla slóð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem árið 1943 var félagsmálaráðherra. Hann leysti þá illvíg átök á vinnumarkaði með loforði um að sett yrðu lög um orlof verkafólks. Orlof Íslendinga í dag eru því árangur af átökum launafólks. Emil fór sömu leið og Stefán Jóhann. Með aðkomu Alþingis tókst honum að ná sátt í deilunni með fyrirheiti ríkisstjórnar um það, að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingu fyrir launþega. Í dag þarf ekki að skýra fyrir neinum, ómetanlegt gildi atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann varð til vegna samningsréttar og verkfalla stéttafélaganna. Torfi Hjartarson, Stefán Jóhann og Emil Jónsson, reyndu aldrei sem sáttasemjarar, að svifta samtök launþega samningsrétti sínum. Þeim hefði aldrei dottið í hug sú vanvirða, sem nú blasir við, - aldrei. Er nú ekki ráð, áður en öllu er kastað á haug, að kanna hvort ríkisvaldið hafi vilja til að koma að þessari deilu, t.d með lagasetningu sem dregur úr siðlausu okri á húsaleigumarkaði. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert. Og á móti skírði hann ýtarlega hvað Eflingarfólk fengi mikið fé ef það samþykkti samninginn. Þessi ræða hans átti að vera baunadiskurinn, sem Eflingu var boðinn fyrir samningsrétt sinn. Þó Eflingarfólki skorti fé, þá fór því ekki eins og Esaú, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Sáttasemjari ætlaði að hafa vit fyrir fákunnandi fólki, með því að svifta það sjálfsforræði yfir þeim einu verðmætum sem það á. Þau verðmæti eru líkamsstyrkur þess og vinnugeta og sjálfsvirðing. Óðagot og fum mannsins vakti athygli. Atkvæðagreiðslu um verkfall Eflingar var ekki lokið, hvað þá að verkfall hafi verið boðað. Samt stöðvar hann það, sem enginnn veit enn hvort verður, eða þá hvenær, - ætli hann stjórnist af dulrænum gáfum. Sáttasemjari hefur nú ekki lagt mikið á sig til fundahalda með samninganefnd Eflingar . Eini alvörufundurin var þegar aðilar hittust , og lýstu sínum kröfum,og báðir söðu þvert nei. Hvenær er fullreynt? Sáttasemjari sagði þá að fullreynt væri um samning. Sú ranga fullyrðing gefur tilefni til að rifja upp gamla reynslu. Árið 1957 var langt og harkalegt verkfall. Guðmundur „Jaki“ lýsti því verkfalli sem harkalegustu átökum, sem hann hafði lent í. Torfi Hjartarson, þrautreyndur sáttasemjari til margra ára, náði engu samkomulagi milli deiluaðila. Þá var Emil Jónsson, alþingismaður settur honum til aðstoðar. Emil fór í gamla slóð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem árið 1943 var félagsmálaráðherra. Hann leysti þá illvíg átök á vinnumarkaði með loforði um að sett yrðu lög um orlof verkafólks. Orlof Íslendinga í dag eru því árangur af átökum launafólks. Emil fór sömu leið og Stefán Jóhann. Með aðkomu Alþingis tókst honum að ná sátt í deilunni með fyrirheiti ríkisstjórnar um það, að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingu fyrir launþega. Í dag þarf ekki að skýra fyrir neinum, ómetanlegt gildi atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann varð til vegna samningsréttar og verkfalla stéttafélaganna. Torfi Hjartarson, Stefán Jóhann og Emil Jónsson, reyndu aldrei sem sáttasemjarar, að svifta samtök launþega samningsrétti sínum. Þeim hefði aldrei dottið í hug sú vanvirða, sem nú blasir við, - aldrei. Er nú ekki ráð, áður en öllu er kastað á haug, að kanna hvort ríkisvaldið hafi vilja til að koma að þessari deilu, t.d með lagasetningu sem dregur úr siðlausu okri á húsaleigumarkaði. Höfundur er rafvirki.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar