Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. janúar 2023 11:47 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. Áreksturinn átti sér stað laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi á Norðurstönd á Seltjarnarnesi. Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ segir Helgi í samtali við fréttastofu. „Annar tekur semsagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af. Farþegar virðast þó hafa sloppið vel en það verður talsvert tjón á báðum bílunum. Einhverjir farþegar voru ekki í beltum og það sá nú eitthvað meira á því þess vegna.“ Veginum var lokað og aðgerðir á Norðurbraut stóðu yfir í um einn og hálfan tíma. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang. Helgi gat ekki sagt frekar til um ástand þess fólks sem flutt var á slysadeild. Ljóst sé að ökumennirnir hafi keyrt talsvert yfir hámarkshraða sem er 50 kílómetrar á klukkustund á Norðurströnd. „Þetta var einhver fíflagangur sem hafði þessar afleiðingar,“ segir Helgi. Sjónarvottar sem fréttastofa hefur verið í sambandi við segja að ökumennirnir hafi verið ungir að aldri og hafi greinilega verið í einhvers konar keppni í spyrnu. Lögreglumál Seltjarnarnes Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Áreksturinn átti sér stað laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi á Norðurstönd á Seltjarnarnesi. Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ segir Helgi í samtali við fréttastofu. „Annar tekur semsagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af. Farþegar virðast þó hafa sloppið vel en það verður talsvert tjón á báðum bílunum. Einhverjir farþegar voru ekki í beltum og það sá nú eitthvað meira á því þess vegna.“ Veginum var lokað og aðgerðir á Norðurbraut stóðu yfir í um einn og hálfan tíma. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang. Helgi gat ekki sagt frekar til um ástand þess fólks sem flutt var á slysadeild. Ljóst sé að ökumennirnir hafi keyrt talsvert yfir hámarkshraða sem er 50 kílómetrar á klukkustund á Norðurströnd. „Þetta var einhver fíflagangur sem hafði þessar afleiðingar,“ segir Helgi. Sjónarvottar sem fréttastofa hefur verið í sambandi við segja að ökumennirnir hafi verið ungir að aldri og hafi greinilega verið í einhvers konar keppni í spyrnu.
Lögreglumál Seltjarnarnes Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57