Garðavogur? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 29. janúar 2023 09:00 Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu til umsagnar tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Tillagan hefur með hagsmuni Garðabæjar að gera og snertir um leið hagsmuni Kópavogsbúa. Lagt er til að breyta vaxtalínu Garðabæjar, í bakgarði sveitarfélagsins og í návígi íbúðahverfi Kópavogs, til þess að geta skipulagt nýtt svæði undir atvinnustarfsemi sem ekki fellur að hugmyndum um blandaða byggð. Tillagan er liður í að liðka fyrir mikilvægri uppbyggingu á þéttingarreit Garðabæjar sem er snertiflötur eins stærsta sameiginlega verkefnis sveitarfélaganna, hágæða almenningssamgangna; Borgarlínu. Á þessum þéttingarreit Garðabæjar er nú atvinnustarfsemi þess eðlis að hún verður að víkja fyrir blandaðri byggð, sem er mikilvæg stoð Borgarlínu. Fyrirhugað athafnasvæði er alls ekki óumdeilt og gæta þarf hagsmuna allra aðila; íbúa Garðabæjar, Kópavogsbæjar sem og náttúrunnar. Þá þarf að taka tillit til gildandi skipulags útivistarsvæðisins, sem nefndur hefur verið Græni trefilinn og nær allt frá Esjuhlíðum í norðri til Helgafells í suðri. Skipulagsmál er enn eitt verkefnið sem þarfnast umsagnar og samþykkis á formlegum vettvangi sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sveitarfélögunum er ætlað að stilla saman strengi og vinna að sameiginlegri sýn þar sem hagsmunir allra sveitarfélaganna eru undir. Ef um eitt og sama sveitarfélagið væri að ræða væru þetta sameiginlegir hagsmunir íbúa sama sveitarfélagsins og flækjustig meðferðar málsins öll einfaldari. Nú fer þetta í gegnum Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar sem fulltrúar meiri- og minnihluta allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sitja. Hlutverk hennar er að standa vörð um sameiginlega heildarsýn á skipulagi allra sveitarfélaganna sjö. Snertifletirnir eru endalausir og varla hægt annað en að staldra við til að vega og meta tækifærin sem felast í sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir íbúa. Þessi nágrannasveitarfélög ættu í ríkari mæli að horfa til tækifæranna sem felast í að vera saman en í sundur. Samstarfsverkefnin eru nú þegar fjölmörg. Í skipulagsmálum gerum við einfaldlega ríkari kröfu um heildarskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið allt og höfum þegar vettvang þar sem hugmyndir eins og þessi eru lagðar fram til umsagnar og samþykkis allra hinna þegar svo ber undir. Hér þarf ekki endilega að ræða sameiningu allra sveitarfélaganna í eitt en nágrannasveitarfélög líkt og Kópavogur og Garðabær (eða Garðavogur) eru dæmi um sveitarfélög sem horfa mætti til í þeim efnum og jafnvel enn sunnar til Hafnarfjarðar. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu til umsagnar tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Tillagan hefur með hagsmuni Garðabæjar að gera og snertir um leið hagsmuni Kópavogsbúa. Lagt er til að breyta vaxtalínu Garðabæjar, í bakgarði sveitarfélagsins og í návígi íbúðahverfi Kópavogs, til þess að geta skipulagt nýtt svæði undir atvinnustarfsemi sem ekki fellur að hugmyndum um blandaða byggð. Tillagan er liður í að liðka fyrir mikilvægri uppbyggingu á þéttingarreit Garðabæjar sem er snertiflötur eins stærsta sameiginlega verkefnis sveitarfélaganna, hágæða almenningssamgangna; Borgarlínu. Á þessum þéttingarreit Garðabæjar er nú atvinnustarfsemi þess eðlis að hún verður að víkja fyrir blandaðri byggð, sem er mikilvæg stoð Borgarlínu. Fyrirhugað athafnasvæði er alls ekki óumdeilt og gæta þarf hagsmuna allra aðila; íbúa Garðabæjar, Kópavogsbæjar sem og náttúrunnar. Þá þarf að taka tillit til gildandi skipulags útivistarsvæðisins, sem nefndur hefur verið Græni trefilinn og nær allt frá Esjuhlíðum í norðri til Helgafells í suðri. Skipulagsmál er enn eitt verkefnið sem þarfnast umsagnar og samþykkis á formlegum vettvangi sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sveitarfélögunum er ætlað að stilla saman strengi og vinna að sameiginlegri sýn þar sem hagsmunir allra sveitarfélaganna eru undir. Ef um eitt og sama sveitarfélagið væri að ræða væru þetta sameiginlegir hagsmunir íbúa sama sveitarfélagsins og flækjustig meðferðar málsins öll einfaldari. Nú fer þetta í gegnum Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar sem fulltrúar meiri- og minnihluta allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sitja. Hlutverk hennar er að standa vörð um sameiginlega heildarsýn á skipulagi allra sveitarfélaganna sjö. Snertifletirnir eru endalausir og varla hægt annað en að staldra við til að vega og meta tækifærin sem felast í sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir íbúa. Þessi nágrannasveitarfélög ættu í ríkari mæli að horfa til tækifæranna sem felast í að vera saman en í sundur. Samstarfsverkefnin eru nú þegar fjölmörg. Í skipulagsmálum gerum við einfaldlega ríkari kröfu um heildarskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið allt og höfum þegar vettvang þar sem hugmyndir eins og þessi eru lagðar fram til umsagnar og samþykkis allra hinna þegar svo ber undir. Hér þarf ekki endilega að ræða sameiningu allra sveitarfélaganna í eitt en nágrannasveitarfélög líkt og Kópavogur og Garðabær (eða Garðavogur) eru dæmi um sveitarfélög sem horfa mætti til í þeim efnum og jafnvel enn sunnar til Hafnarfjarðar. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar