Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2023 23:01 Reykjavíkurborg taldi að slysið hefði átt sér í frítíma og slysabætur skyldu greiddar samkvæmt því. Leikskólakennarinnar hélt því fram að það hefði orðið á vinnutíma. Landsréttur, sem áður hafði dæmt borginni í vil, hefur nú snúist hugur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. Starfsmaðurinn sem um ræðir var leikskólakennari en málið snerist aðeins um hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur árið 2021. Féllst héraðsdómari á þau rök að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans og því ekki um vinnuslys að ræða. Meirihluti Landsréttar staðfesti dóm héraðsdóms, þar á meðal fyrrverandi borgarlögmaður. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Eins og fyrr segir rataði málið alla leið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í nóvember á síðasta ári. Hæstiréttur taldi dómara Landsréttar, Kristbjörgu Stephensen fyrrverandi borgarlögmann, hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi frá borgarlögmanni til leikskólakennarans. Engu skipti hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið og málinu vísað aftur til Landsréttar. Í nýbirtum dómi Landsréttar er áréttað að ágreiningurinn lúti aðeins að því hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg beri að greiða leikskólastarfsmanninum bætur. Fram kemur að ágreiningslaust sé að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðverðuskyldu kennarans lauk samkvæmt ráðningarsamningi. Hópeflið hafi verið á vegum starfsmannafélagsins sem hófst í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk á starfsdegi. Landsréttur sagði að líta þyrfti til þess hvort leikskólakennarinn hafi verið „enn í starfi sínu“ þegar slysið varð eða hvort vinnuskyldu hennar hafi þá verið lokið. Vitni sögðu óljóst hvort vinnudeginum sjálfum hafi verið lokið þegar slysið átti stað. Deildarstjóri taldi hópefli starfsmannafélagsins hafa verið innan vinnutíma starfsmannanna en sagði að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að vinnuskyldunni sjálfri væri lokið. Landsréttur taldi, meðal annars með vísan til framburðar vitna, að ekki væri ljóst hvort leikskólakennarinn hafi verið laus undan vinnuskyldu sinni í hópeflinu með óyggjandi hætti. Reykjavíkurborg þyrfti að bera hallann af því, og var því talið að leikskólakennarinn hafi verið „í starfi sínu“ þegar slysið átti sér stað. Reykjavíkurborg bæri því að greiða konunni 3,3 milljónir í bætur með vöxtum og dráttarvöxtum. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Starfsmaðurinn sem um ræðir var leikskólakennari en málið snerist aðeins um hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur árið 2021. Féllst héraðsdómari á þau rök að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans og því ekki um vinnuslys að ræða. Meirihluti Landsréttar staðfesti dóm héraðsdóms, þar á meðal fyrrverandi borgarlögmaður. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Eins og fyrr segir rataði málið alla leið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í nóvember á síðasta ári. Hæstiréttur taldi dómara Landsréttar, Kristbjörgu Stephensen fyrrverandi borgarlögmann, hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi frá borgarlögmanni til leikskólakennarans. Engu skipti hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið og málinu vísað aftur til Landsréttar. Í nýbirtum dómi Landsréttar er áréttað að ágreiningurinn lúti aðeins að því hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg beri að greiða leikskólastarfsmanninum bætur. Fram kemur að ágreiningslaust sé að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðverðuskyldu kennarans lauk samkvæmt ráðningarsamningi. Hópeflið hafi verið á vegum starfsmannafélagsins sem hófst í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk á starfsdegi. Landsréttur sagði að líta þyrfti til þess hvort leikskólakennarinn hafi verið „enn í starfi sínu“ þegar slysið varð eða hvort vinnuskyldu hennar hafi þá verið lokið. Vitni sögðu óljóst hvort vinnudeginum sjálfum hafi verið lokið þegar slysið átti stað. Deildarstjóri taldi hópefli starfsmannafélagsins hafa verið innan vinnutíma starfsmannanna en sagði að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að vinnuskyldunni sjálfri væri lokið. Landsréttur taldi, meðal annars með vísan til framburðar vitna, að ekki væri ljóst hvort leikskólakennarinn hafi verið laus undan vinnuskyldu sinni í hópeflinu með óyggjandi hætti. Reykjavíkurborg þyrfti að bera hallann af því, og var því talið að leikskólakennarinn hafi verið „í starfi sínu“ þegar slysið átti sér stað. Reykjavíkurborg bæri því að greiða konunni 3,3 milljónir í bætur með vöxtum og dráttarvöxtum.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira