Svíar smeykir við að fara á EM Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 13:30 Svíar eru hvattir til að láta lítið fyrir sér fara í Istanbúl þessa dagana og spurning hvernig því yrði tekið ef Armand Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, veifaði þar sænska fánanum í byrjun mars. Getty/Alexander Hassenstein Svo gæti farið að sænskt frjálsíþróttafólk, þar á meðal heimsmethafinn Armand Duplantis, mæti ekki á Evrópumótið sem fram fer eftir mánuð. Ástæðan er sú spenna sem ríkir á milli Svíþjóðar og Tyrklands. Sænska utanríkisráðuneytið hefur varað Svía við aukinni hættu, sérstaklega í Istanbúl en þar fer Evrópumótið fram dagana 2.-5. mars. „Það er erfitt sem Svíi að finna ekki ónotatilfinningu þegar maður sér sænska fánann brenndan þarna,“ segir Kajsa Bergqvist, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan vakti mikla reiði Tyrkja þegar hann kveikti í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi um síðustu helgi. Í frétt Expressen segir að þetta hafi leitt til fjölmennra mótmæla gegn Svíþjóð í Tyrklandi, en Paludan brenndi Kóraninn í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði sænsk stjórnvöld ekki eiga að gera ráð fyrir stuðningi sínum við umsókn að NATO. Þetta hefur leitt til sérstakrar viðvörunar sænska utanríkisráðuneytisins sem ráðleggur Svíum að forðast mannamót í Tyrklandi, og Evrópumótið fellur sannarlega undir þá skilgreiningu. Bergqvist segir sænska frjálsíþróttasambandið hafa verið í sambandi við evrópska frjálsíþróttasambandið vegna málsins og enn stendur til að Svíar keppi á mótinu. „Við fylgjumst með þróun mála og erum í nánu samband við evrópska sambandið og mótshaldara til að tryggja öryggi keppenda. Auk þess gerum við það sem í okkar valdi stendur og höfum tryggt að það verði öryggisfulltrúi með okkur í ferðinni,“ segir Bergqvist við Expressen. Frjálsar íþróttir Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Ástæðan er sú spenna sem ríkir á milli Svíþjóðar og Tyrklands. Sænska utanríkisráðuneytið hefur varað Svía við aukinni hættu, sérstaklega í Istanbúl en þar fer Evrópumótið fram dagana 2.-5. mars. „Það er erfitt sem Svíi að finna ekki ónotatilfinningu þegar maður sér sænska fánann brenndan þarna,“ segir Kajsa Bergqvist, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan vakti mikla reiði Tyrkja þegar hann kveikti í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi um síðustu helgi. Í frétt Expressen segir að þetta hafi leitt til fjölmennra mótmæla gegn Svíþjóð í Tyrklandi, en Paludan brenndi Kóraninn í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði sænsk stjórnvöld ekki eiga að gera ráð fyrir stuðningi sínum við umsókn að NATO. Þetta hefur leitt til sérstakrar viðvörunar sænska utanríkisráðuneytisins sem ráðleggur Svíum að forðast mannamót í Tyrklandi, og Evrópumótið fellur sannarlega undir þá skilgreiningu. Bergqvist segir sænska frjálsíþróttasambandið hafa verið í sambandi við evrópska frjálsíþróttasambandið vegna málsins og enn stendur til að Svíar keppi á mótinu. „Við fylgjumst með þróun mála og erum í nánu samband við evrópska sambandið og mótshaldara til að tryggja öryggi keppenda. Auk þess gerum við það sem í okkar valdi stendur og höfum tryggt að það verði öryggisfulltrúi með okkur í ferðinni,“ segir Bergqvist við Expressen.
Frjálsar íþróttir Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira