Verðbólga í boði Stjórnvalda og Seðlabankans Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 31. janúar 2023 16:30 Nú liggur fyrir að helsti drifkraftur verðbólgu, sem nú mælist, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Marinó G Njálsson skrifar: Nú er svo komið, að viðbrögð við verðbólgunni eru farin að hækka verðbólguna. Verðtryggt þjóðfélag er fast í því, að bæta eigi upp verðbólgu með því að hækka að minnsta kosti árleg alls konar gjöld hins opinbera um sem nemur verðbólgunni. Þannig veldur há verðbólga enn þá hærri verðbólgu nema að menn ákveði að stinga sér í gegn um ölduna. Það er sjaldan gert á Íslandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamyndum, sem gefa greinargóða mynd af helstu áhrifaþáttum verðbólgu, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita helstu þættir, í bland við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkana. Við þetta bætast svo almennar gjaldskrárhækkkanir sem miðast flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýta undir. Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svo Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp. Gleymum því ekki að hækkun húsnæðisverðs hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu hingað til sem alfarið má rekja til þess að ekki var farið í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkkana. Eins og að stórauka framboð á húsnæði eða þrengja að skilmálum og lánstíma nýrra húsnæðislána. Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Seðlabankinn Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að helsti drifkraftur verðbólgu, sem nú mælist, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Marinó G Njálsson skrifar: Nú er svo komið, að viðbrögð við verðbólgunni eru farin að hækka verðbólguna. Verðtryggt þjóðfélag er fast í því, að bæta eigi upp verðbólgu með því að hækka að minnsta kosti árleg alls konar gjöld hins opinbera um sem nemur verðbólgunni. Þannig veldur há verðbólga enn þá hærri verðbólgu nema að menn ákveði að stinga sér í gegn um ölduna. Það er sjaldan gert á Íslandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamyndum, sem gefa greinargóða mynd af helstu áhrifaþáttum verðbólgu, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita helstu þættir, í bland við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkana. Við þetta bætast svo almennar gjaldskrárhækkkanir sem miðast flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýta undir. Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svo Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp. Gleymum því ekki að hækkun húsnæðisverðs hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu hingað til sem alfarið má rekja til þess að ekki var farið í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkkana. Eins og að stórauka framboð á húsnæði eða þrengja að skilmálum og lánstíma nýrra húsnæðislána. Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar