Íslenskum föður gert að skila börnum sínum til móðurinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 10:53 Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að föðurnum bæri að afhenda börnin innan fimmtán daga. Getty Landsréttur hefur úrskurðað að faðir með íslenskt ríkisfang skuli skila tveimur börnum sínum á lögheimili þeirra erlendis, þar sem þau búa með erlendri móður sinni. Ef hann gerir það ekki sé móðurinni heimilt að fara fram á aðfaragerð til að koma börnunum heim. Dómstóllinn úrskurðaði í málinu 26. janúar síðastliðinn og staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms frá 9. desember. Í gögnum málsins kemur fram að eftir stormasamt samband föðursins og móðurinnar og ásakanir beggja um ofbeldi hafi móðurinni verið dæmd forsjá barnanna 13. janúar 2022 af erlendum dómstól. Föðurnum, sem er búsettur á Íslandi, var dæmdur umgengnisréttur. Þann 5. ágúst síðastliðinn komu börnin hingað til lands til að dvelja hjá föður sínum í einn mánuð en ekki kom til þess þar sem faðirinn leitaði til fjölskyldusviðs ónefnds sveitarfélags, sem ákvað að börnin skyldu vera áfram hjá honum í allt að tvo mánuði, eða til 5. nóvember. Ákvörðunin var sögð tekin til að tryggja hagsmuni barnanna og staðfest með úrskurðum fjölskyldunefndar sveitarfélagsins. Móðirin skaut úrskurðunum til héraðsdóms en við meðferð málsins krafðist fjölskyldunefndin þess að vistunartíminn hjá föðurnum yrði framlengdur um átta mánuði. Héraðsdómur féllst á kröfu fjölskyldunefndarinnar en Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og sagði ákvörðun nefndarinnar hafa skort lagastoð. Ákvörðunin hefði falið í sér skerðingu á forsjárrétti móðurinnar, enda færu rétturinn til að ráða búsetu barns óhjákvæmilega saman með réttinum til að ráða dvalarstað þess. Móðirinn höfðaði síðan mál á hendur föðurnum 18. október, til að fá börnin afhent. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að áður hefði verið fjallað um hæfi móðurinnar og einnig lægi fyrir að hún myndi njóta stuðnings félagsmálayfirvalda í heimalandi sínu. Landsréttur tók sömu afstöðu í dómnum sem féll í síðustu viku og sagði ekki unnt að draga þá ályktun að alvarleg hætta væri á að afhending barnanna til móðurinnar myndi skaða þau andlega eða líkamlega eða koma þeim á annan hátt í óbærilega stöðu. Börn og uppeldi Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ef hann gerir það ekki sé móðurinni heimilt að fara fram á aðfaragerð til að koma börnunum heim. Dómstóllinn úrskurðaði í málinu 26. janúar síðastliðinn og staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms frá 9. desember. Í gögnum málsins kemur fram að eftir stormasamt samband föðursins og móðurinnar og ásakanir beggja um ofbeldi hafi móðurinni verið dæmd forsjá barnanna 13. janúar 2022 af erlendum dómstól. Föðurnum, sem er búsettur á Íslandi, var dæmdur umgengnisréttur. Þann 5. ágúst síðastliðinn komu börnin hingað til lands til að dvelja hjá föður sínum í einn mánuð en ekki kom til þess þar sem faðirinn leitaði til fjölskyldusviðs ónefnds sveitarfélags, sem ákvað að börnin skyldu vera áfram hjá honum í allt að tvo mánuði, eða til 5. nóvember. Ákvörðunin var sögð tekin til að tryggja hagsmuni barnanna og staðfest með úrskurðum fjölskyldunefndar sveitarfélagsins. Móðirin skaut úrskurðunum til héraðsdóms en við meðferð málsins krafðist fjölskyldunefndin þess að vistunartíminn hjá föðurnum yrði framlengdur um átta mánuði. Héraðsdómur féllst á kröfu fjölskyldunefndarinnar en Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og sagði ákvörðun nefndarinnar hafa skort lagastoð. Ákvörðunin hefði falið í sér skerðingu á forsjárrétti móðurinnar, enda færu rétturinn til að ráða búsetu barns óhjákvæmilega saman með réttinum til að ráða dvalarstað þess. Móðirinn höfðaði síðan mál á hendur föðurnum 18. október, til að fá börnin afhent. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að áður hefði verið fjallað um hæfi móðurinnar og einnig lægi fyrir að hún myndi njóta stuðnings félagsmálayfirvalda í heimalandi sínu. Landsréttur tók sömu afstöðu í dómnum sem féll í síðustu viku og sagði ekki unnt að draga þá ályktun að alvarleg hætta væri á að afhending barnanna til móðurinnar myndi skaða þau andlega eða líkamlega eða koma þeim á annan hátt í óbærilega stöðu.
Börn og uppeldi Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira