Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði Davíð Arnar Stefánsson skrifar 3. febrúar 2023 15:00 Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu. Þó er að finna leifar af fornum mýrum í Bleiksmýri og Krýsuvíkurmýri í Krýsuvík sem báðar eru framræstar að mestu. En annað votlendi eru nú að mestu horfnar undir byggðina; götur, hús og önnur mannvirki, fyrir utan Ástjörn auðvitað. Vernd og endurheimt votlendis er lykilaðgerð íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn hlýnun loftslags. Þar gegna sveitarfélögin lykilhlutverki og Hafnarfjörður er þar engin undatekning. Fyrir fáeinum árum var hafist handa við að endurheimta lítinn hluta mýranna í Krýsuvík við Arnarfell. Vonandi hefur vel tekist til en við þurfum að ganga lengra og ljúka verkinu með því endurheimta það sem unnt er á svæðinu. Jafnframt þarf að verja annað votlendi innan bæjarmarkanna fyrir frekara raski og leitast við að tryggja heilbrigði þess. Varðandi Ástjörn. Hún er friðlýst sem einstakt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Okkur Hafnfirðingum er falið að gæta hennar en hún er að sjálfsögðu ekki einkamál okkar. Og nú er sótt að Ástjörn með byggingaráformum sem ógna lífríki hennar. Þau áform á vitanlega að stöðva og leggja fremur drög að stækkun friðlandsins og helgunarsvæði þess. Öðruvís bregðumst við hlutverki okkar. Ágætu Hafnfirðingar til hamingju með alþjóðlegan dag votlendis. Höfundur er sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni og oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Loftslagsmál Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu. Þó er að finna leifar af fornum mýrum í Bleiksmýri og Krýsuvíkurmýri í Krýsuvík sem báðar eru framræstar að mestu. En annað votlendi eru nú að mestu horfnar undir byggðina; götur, hús og önnur mannvirki, fyrir utan Ástjörn auðvitað. Vernd og endurheimt votlendis er lykilaðgerð íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn hlýnun loftslags. Þar gegna sveitarfélögin lykilhlutverki og Hafnarfjörður er þar engin undatekning. Fyrir fáeinum árum var hafist handa við að endurheimta lítinn hluta mýranna í Krýsuvík við Arnarfell. Vonandi hefur vel tekist til en við þurfum að ganga lengra og ljúka verkinu með því endurheimta það sem unnt er á svæðinu. Jafnframt þarf að verja annað votlendi innan bæjarmarkanna fyrir frekara raski og leitast við að tryggja heilbrigði þess. Varðandi Ástjörn. Hún er friðlýst sem einstakt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Okkur Hafnfirðingum er falið að gæta hennar en hún er að sjálfsögðu ekki einkamál okkar. Og nú er sótt að Ástjörn með byggingaráformum sem ógna lífríki hennar. Þau áform á vitanlega að stöðva og leggja fremur drög að stækkun friðlandsins og helgunarsvæði þess. Öðruvís bregðumst við hlutverki okkar. Ágætu Hafnfirðingar til hamingju með alþjóðlegan dag votlendis. Höfundur er sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni og oddviti VG í Hafnarfirði.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun