Hryðjuverkamálið í uppnámi eftir frávísun í héraðsdómi Máni Snær Þorláksson skrifar 6. febrúar 2023 14:48 Sveinn Andri er verjandi Sindra Snæs í málinu. Vísir/Hulda Margrét Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur vísað frá báðum köflum er lúta að hryðjuverkum í hryðjuverkamálinu svokallaða. Dómarinn kvað upp úrskurð í málinu klukkan 14:30 í dag. Báðum köflum ákærunnar er lúta að hryðjuverkum, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka, var vísað frá dómi. Það er því óhætt að segja að málið sé í uppnámi. Tveir eru ákærðir í málinu, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir í samtali við fréttastofu að hann sé ánægður með niðurstöðuna og að um sigur sé að ræða. „Þetta er í samræmi við okkar væntingar,“ segir hann. „Ákæruvaldið getur auðvitað kært þetta til Landsréttar, þeir gætu líka ákveðið að gefa út nýja ákæru sem lýtur að þessu. Svo gætu þeir bara ákveðið að láta kyrrt liggja og klára þá bara vopnalagabrotin duga, sem eru auðvitað minniháttarbrot í samanburði við hryðjuverkabrotin.“ „Þeir voru of bráðlátir“ Sveinn Andri segir að málið sé lexía. „Ég held að það megi líta á þetta jákvætt, að þetta sé lærdómur. Þetta er lærdómur fyrir lögreglu og ákæruvaldið. Þeir geta horft aðeins inn á við og metið það hvernig þeir geta bætt sín vinnubrögð ef og þegar svipuð aðstaða kæmi upp. Fara þá rólega af stað, fylgjast með hugsanlegum brotamönnum í einhvern tíma og rannsaka þá áfram. Hann segir að lögreglan þurfi að vera viss í sinni sök: „Þeir voru of bráðlátir.“ Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. Vísir/Vilhelm Karl Ingi Vilbergsson saksóknari segir í samtali við fréttastofu að næstu skref hjá embætti héraðssaksóknara verði að lesa úrskurðinn. Svo verði skoðað hvort málið verði kært til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hryðjuverkaákæran „hvorki fugl né fiskur“ og rök ákæruvaldsins haldi ekki Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild segja verulega galla í ákærunni. Ef ákæruliðum sem snúa að hryðjuverkabrotum verði ekki vísað frá verði þetta líklega í fyrsta sinn sem ákæra sem sé jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn. Saksóknari ber fyrir sig að ekki hafi verið hægt að skýra málin betur, sem dómari hefur gagnrýnt. 26. janúar 2023 18:00 Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01 Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. 18. janúar 2023 13:44 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Dómarinn kvað upp úrskurð í málinu klukkan 14:30 í dag. Báðum köflum ákærunnar er lúta að hryðjuverkum, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka, var vísað frá dómi. Það er því óhætt að segja að málið sé í uppnámi. Tveir eru ákærðir í málinu, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir í samtali við fréttastofu að hann sé ánægður með niðurstöðuna og að um sigur sé að ræða. „Þetta er í samræmi við okkar væntingar,“ segir hann. „Ákæruvaldið getur auðvitað kært þetta til Landsréttar, þeir gætu líka ákveðið að gefa út nýja ákæru sem lýtur að þessu. Svo gætu þeir bara ákveðið að láta kyrrt liggja og klára þá bara vopnalagabrotin duga, sem eru auðvitað minniháttarbrot í samanburði við hryðjuverkabrotin.“ „Þeir voru of bráðlátir“ Sveinn Andri segir að málið sé lexía. „Ég held að það megi líta á þetta jákvætt, að þetta sé lærdómur. Þetta er lærdómur fyrir lögreglu og ákæruvaldið. Þeir geta horft aðeins inn á við og metið það hvernig þeir geta bætt sín vinnubrögð ef og þegar svipuð aðstaða kæmi upp. Fara þá rólega af stað, fylgjast með hugsanlegum brotamönnum í einhvern tíma og rannsaka þá áfram. Hann segir að lögreglan þurfi að vera viss í sinni sök: „Þeir voru of bráðlátir.“ Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. Vísir/Vilhelm Karl Ingi Vilbergsson saksóknari segir í samtali við fréttastofu að næstu skref hjá embætti héraðssaksóknara verði að lesa úrskurðinn. Svo verði skoðað hvort málið verði kært til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hryðjuverkaákæran „hvorki fugl né fiskur“ og rök ákæruvaldsins haldi ekki Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild segja verulega galla í ákærunni. Ef ákæruliðum sem snúa að hryðjuverkabrotum verði ekki vísað frá verði þetta líklega í fyrsta sinn sem ákæra sem sé jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn. Saksóknari ber fyrir sig að ekki hafi verið hægt að skýra málin betur, sem dómari hefur gagnrýnt. 26. janúar 2023 18:00 Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01 Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. 18. janúar 2023 13:44 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Hryðjuverkaákæran „hvorki fugl né fiskur“ og rök ákæruvaldsins haldi ekki Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild segja verulega galla í ákærunni. Ef ákæruliðum sem snúa að hryðjuverkabrotum verði ekki vísað frá verði þetta líklega í fyrsta sinn sem ákæra sem sé jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn. Saksóknari ber fyrir sig að ekki hafi verið hægt að skýra málin betur, sem dómari hefur gagnrýnt. 26. janúar 2023 18:00
Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01
Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. 18. janúar 2023 13:44