Ákall um 18 mánaða fæðingarorlof Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 11:00 FYRSTU FIMM er hagsmunafélag foreldra og fagaðila sem beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Samkvæmt 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber foreldrum skylda til að vernda hagsmuni barna sinna í leikskólum. Fyrstu 1000 dagar í lífi barns (frá byrjun meðgöngu til tveggja ára) er gríðarlega viðkvæmur tími hvað varðar tauga- og heila þroska og því sérstaklega mikilvægt að hlúa sem allra best að börnum á þessum aldri. Sem hagsmunafélag foreldra þá sættum við okkur ekki við minna rými, fleiri börn og færra starfsfólk sem lausn við umönnunarbilinu frá fæðingarorlofi að leikskóla.Við beitum okkur því fyrir lausnamiðuðu samtali og samvinnu á milli allra hagaðila þ.e.a.s. stjórnvalda, borg- og sveitastjórna, aðila vinnumarkaðarins, leikskóla og foreldrar, um ávinning þess að lengja fæðingarorlof í 18 mánuði. Nauðsynlegt er að allir aðilar komi að borðinu til að draga úr álagi á borg- og sveitastjórnir því vandinn er aðkallandi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu foreldra og leikskólastarfsfólks/stjórnenda og tökum undir með faglegum stjórnendum sem segja stöðuna nú þegar óásættanlega þar sem sífellt er þrengt meira að börnum og starfsfólki. Staðan er slæm þrátt fyrir að börn séu ekki að komast inn fyrr en við 18 til 20 mánaða aldur. Ástandið verður mun verra ef krafa er gerð um að taka á móti öllum 12 mánaða börnum. Samkvæmt upplýsingum frá félagi leikskólastjórnenda er það verulegt áhyggjuefni að nú þegar vantar um 1500 leikskólakennara á landsvísu auk þess sem stórir hópar starfandi leikskólastarfsfólks er að fara á eftirlaun. Leikskólastjórnendur telja að lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði myndi hjálpa til við að draga úr álagi og gera leikskólasamfélaginu kleift að ná fyrr lögbundnu viðmiði um 70% menntaðra kennara í stað 19-28% eins og er í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2019 setti Norræna ráðherranefndin á fót samnorrænt verkefni til þriggja ára um velferð og vellíðan á fyrstu æviárunum, sem nefnist Fyrstu 1000 dagar barnsins (www.first1000days.is). Íslenskir ráðherrar heilbrigðis-, félags- og barnamála áttu frumkvæði að verkefninu og ýttu því úr vör og var Embætti landlæknis falið að leiða verkefnið af Íslands hálfu. Rannsakað skyldi hvernig Norðurlöndin væru, í ljósi sinna sterku innviða, í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Að verkefninu loknu komu út þrjár skýrslur og meðal þeirra skýrsla þar sem settar eru fram tillögur að stefnumótandi aðgerðum. Meðal tillagna á Íslandi er að lengja fæðingarorlof, að vinna kerfisbundið að barnvænna samfélagi, auka stuðning og fræðslu til foreldra, auka virðingu fyrir foreldra- og umönnunarhlutverkinu, skilgreina ábyrgð stjórnvalda, borgar-/ sveitastjórna og atvinnulífsins þegar viðkemur forgangsröðun í þágu barna, að styðja aðgerðir sem hvetja til meiri samveru foreldra við börnin sín á fyrstu árunum t.d. með meiri sveigjanleika og lögbundið val um lækkað starfshlutfall, að börn séu færri klukkustundir á dag í leikskólum eða hjá dagforeldrum, auka þátttöku og gæta að geðheilsu beggja foreldra í meðgönguvernd og að veita fræðslu til beggja foreldra, einnig með tilliti til pararáðgjafar. Greina mátti ýmsar hömlum á þjónustu við barnafjölskyldur á norðurlöndunum t.d. hvað varðar íhlutun vegna vægari geðheilsuvanda eða ýmissa fjölskylduerfiðleika en fram kom að á Íslandi fá í mesta lagi 25% af þeim sem þurfa slíka þjónustu, einhverja þjónustu. Íslenskir feður taka nú þegar fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð sem er það besta sem þekkist og því góður grundvöllur til að byggja enn frekar á en mikilvægt er að foreldrar deili ábyrgð umönnunar barna sinna til jafns. Lenging fæðingarorlofs getur jafnað álag á milli leikskóla og heimila. Þá getur jafnréttisfræðsla jafnað álag á milli foreldra og fækkað til muna þeim foreldrum sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Við hvetjum alla til að skrifa undir ákallið, auka val foreldra og bæta þannig hag barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Höfundur er forman Fyrstu fimm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
FYRSTU FIMM er hagsmunafélag foreldra og fagaðila sem beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Samkvæmt 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber foreldrum skylda til að vernda hagsmuni barna sinna í leikskólum. Fyrstu 1000 dagar í lífi barns (frá byrjun meðgöngu til tveggja ára) er gríðarlega viðkvæmur tími hvað varðar tauga- og heila þroska og því sérstaklega mikilvægt að hlúa sem allra best að börnum á þessum aldri. Sem hagsmunafélag foreldra þá sættum við okkur ekki við minna rými, fleiri börn og færra starfsfólk sem lausn við umönnunarbilinu frá fæðingarorlofi að leikskóla.Við beitum okkur því fyrir lausnamiðuðu samtali og samvinnu á milli allra hagaðila þ.e.a.s. stjórnvalda, borg- og sveitastjórna, aðila vinnumarkaðarins, leikskóla og foreldrar, um ávinning þess að lengja fæðingarorlof í 18 mánuði. Nauðsynlegt er að allir aðilar komi að borðinu til að draga úr álagi á borg- og sveitastjórnir því vandinn er aðkallandi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu foreldra og leikskólastarfsfólks/stjórnenda og tökum undir með faglegum stjórnendum sem segja stöðuna nú þegar óásættanlega þar sem sífellt er þrengt meira að börnum og starfsfólki. Staðan er slæm þrátt fyrir að börn séu ekki að komast inn fyrr en við 18 til 20 mánaða aldur. Ástandið verður mun verra ef krafa er gerð um að taka á móti öllum 12 mánaða börnum. Samkvæmt upplýsingum frá félagi leikskólastjórnenda er það verulegt áhyggjuefni að nú þegar vantar um 1500 leikskólakennara á landsvísu auk þess sem stórir hópar starfandi leikskólastarfsfólks er að fara á eftirlaun. Leikskólastjórnendur telja að lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði myndi hjálpa til við að draga úr álagi og gera leikskólasamfélaginu kleift að ná fyrr lögbundnu viðmiði um 70% menntaðra kennara í stað 19-28% eins og er í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2019 setti Norræna ráðherranefndin á fót samnorrænt verkefni til þriggja ára um velferð og vellíðan á fyrstu æviárunum, sem nefnist Fyrstu 1000 dagar barnsins (www.first1000days.is). Íslenskir ráðherrar heilbrigðis-, félags- og barnamála áttu frumkvæði að verkefninu og ýttu því úr vör og var Embætti landlæknis falið að leiða verkefnið af Íslands hálfu. Rannsakað skyldi hvernig Norðurlöndin væru, í ljósi sinna sterku innviða, í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Að verkefninu loknu komu út þrjár skýrslur og meðal þeirra skýrsla þar sem settar eru fram tillögur að stefnumótandi aðgerðum. Meðal tillagna á Íslandi er að lengja fæðingarorlof, að vinna kerfisbundið að barnvænna samfélagi, auka stuðning og fræðslu til foreldra, auka virðingu fyrir foreldra- og umönnunarhlutverkinu, skilgreina ábyrgð stjórnvalda, borgar-/ sveitastjórna og atvinnulífsins þegar viðkemur forgangsröðun í þágu barna, að styðja aðgerðir sem hvetja til meiri samveru foreldra við börnin sín á fyrstu árunum t.d. með meiri sveigjanleika og lögbundið val um lækkað starfshlutfall, að börn séu færri klukkustundir á dag í leikskólum eða hjá dagforeldrum, auka þátttöku og gæta að geðheilsu beggja foreldra í meðgönguvernd og að veita fræðslu til beggja foreldra, einnig með tilliti til pararáðgjafar. Greina mátti ýmsar hömlum á þjónustu við barnafjölskyldur á norðurlöndunum t.d. hvað varðar íhlutun vegna vægari geðheilsuvanda eða ýmissa fjölskylduerfiðleika en fram kom að á Íslandi fá í mesta lagi 25% af þeim sem þurfa slíka þjónustu, einhverja þjónustu. Íslenskir feður taka nú þegar fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð sem er það besta sem þekkist og því góður grundvöllur til að byggja enn frekar á en mikilvægt er að foreldrar deili ábyrgð umönnunar barna sinna til jafns. Lenging fæðingarorlofs getur jafnað álag á milli leikskóla og heimila. Þá getur jafnréttisfræðsla jafnað álag á milli foreldra og fækkað til muna þeim foreldrum sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Við hvetjum alla til að skrifa undir ákallið, auka val foreldra og bæta þannig hag barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Höfundur er forman Fyrstu fimm.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun