Í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda segir að starfsmönnum hins opinbera hafi fjölgað hratt undanfarin ár og verkefnum ríkis og sveitarfélaga fjölgað.
„Ríkisvaldið hefur að mörgu leyti gengið á undan í hækkun launa og starfskjara og einkafyrirtæki eiga æ oftar í harðri samkeppni við ríkið um sérhæft starfsfólk. Hvað segja opinberar tölur okkur um þróunina? Er hún jákvæð og sjálfbær?
Fjallað verður um málið á opnum fundi Félags atvinnurekenda í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík 9. febrúar næstkomandi kl. 16. Þar verður kynnt ný skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um þróunina í fjölda og launakjörum opinberra starfsmanna. Fundurinn er haldinn í beinu framhaldi af aðalfundi FA,“ segir í tilkynningunni.
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.
Dagskrá:
Inngangsorð. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda
Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon
Verða verðmæti til í skúffum embættismanna? Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Fyrirmyndarríkið Ísland. Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður og eigandi Fagkaupa
Vinnumarkaðsmódel á hvolfi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA
Fundarstjóri er Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA.