Utanríkismálanefnd ekki rætt mál Gylfa sérstaklega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 10:38 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaforseti utanríkismálanefndar segir að nefndin hafi ekki rætt mál Gylfa Þór Sigurðssonar knattspyrnumanns sérstaklega. Vísir Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því. „Utanríkismálanefnd fékk síðasta haust kynningu á hlutverki og starfsemi borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar. Þar var meðal annars rætt hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin hefur ekki rætt einstaka mál íslenskra ríkisborgara erlendis, hvorki Gylfa né annarra.“ Þetta segir í svari Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrsta varaformanni utanríkismálanefndar Alþingis og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, við fyrirspurn fréttastofu. Njáll sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í október síðastliðnum að hann myndi örugglega ræða mál Gylfa á fundi nefndarinnar. Nokkrum dögum áður hafði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa Þórs, sagt í viðtali á Vísi að væri orðin æst í að fá Gylfa heim. Hann hafði þá verið í farbanni í Bretlandi, grunaður um kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi, í rúmt ár. Sigurður sagði jafnframt að þar sem ekkert væri að frétta af rannsókn lögreglu í máli Gylfa væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að um mannréttindabrot væri að ræða. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ sagði Njáll í viðtalinu í Bítinu. Eins og segir í svari hans við fyrirspurn fréttastofu fékk nefndin kynningu á því hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin geti þó ekkert meira gert. „Það er ráðuneytisins að svara því hver aðkoma þess er að málinu og hvort að eitthvað verði aðhafst í framhaldinu,“ segir í svari Njáls. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í vikunni er rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli Gylfa lokið og það komið á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar í Manchester. Fram kom í skriflegu svari saksóknaraembættisins við fyrirspurn fréttastofu að leggja þurfi mat á það hvort sönnungargögnin séu líkleg til að leiða til sakfellingar. Þá sé Gylfi grunaður um ítrekuð brot. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bretland England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
„Utanríkismálanefnd fékk síðasta haust kynningu á hlutverki og starfsemi borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar. Þar var meðal annars rætt hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin hefur ekki rætt einstaka mál íslenskra ríkisborgara erlendis, hvorki Gylfa né annarra.“ Þetta segir í svari Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrsta varaformanni utanríkismálanefndar Alþingis og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, við fyrirspurn fréttastofu. Njáll sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í október síðastliðnum að hann myndi örugglega ræða mál Gylfa á fundi nefndarinnar. Nokkrum dögum áður hafði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa Þórs, sagt í viðtali á Vísi að væri orðin æst í að fá Gylfa heim. Hann hafði þá verið í farbanni í Bretlandi, grunaður um kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi, í rúmt ár. Sigurður sagði jafnframt að þar sem ekkert væri að frétta af rannsókn lögreglu í máli Gylfa væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að um mannréttindabrot væri að ræða. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ sagði Njáll í viðtalinu í Bítinu. Eins og segir í svari hans við fyrirspurn fréttastofu fékk nefndin kynningu á því hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin geti þó ekkert meira gert. „Það er ráðuneytisins að svara því hver aðkoma þess er að málinu og hvort að eitthvað verði aðhafst í framhaldinu,“ segir í svari Njáls. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í vikunni er rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli Gylfa lokið og það komið á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar í Manchester. Fram kom í skriflegu svari saksóknaraembættisins við fyrirspurn fréttastofu að leggja þurfi mat á það hvort sönnungargögnin séu líkleg til að leiða til sakfellingar. Þá sé Gylfi grunaður um ítrekuð brot.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bretland England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01
Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47
Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21