Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2023 21:09 Vincent Shahid fór fyrir Þór í kvöld eins og svo oft áður. Vísir / Hulda Margrét Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og fyrstu mínúturnar rötuðu nánast öll skot liðsins ofan í körfuna. Gestirnir settu fjóra þrista snemma í leiknum og náðu fljótt átta stiga forskoti í stöðunni 14-6. Um miðbik fyrsta leikhluta fóru hlutirnir þó að snúast við og Þórsarar söxuðu hægt og rólega á forskot gestanna. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun tókst þeim þó ekki að stela forystunni áður en fyrsta leikhluta lauk og Valsmenn leiddu með einu stigi, 16-17. Heimamenn byrjuðu annan leikhlutann svo af gríðarlegum krafti og skoruðu tólf af fyrstu fimmtán stigum hans. Þórsarar voru því komnir með átta stiga forskot þegar enn voru sex mínútur eftir af öðrum leikhluta og það forskot átti bara eftir að aukast. Bræðurnir Tómas Valur og Styrmir Snær Þrastarsynir sýndu frábær tilþrif á sitthvorum enda vallarins í bland við það að heimamenn tóku nánast hvert einasta frákast og settu auk þess nóg af stigum á töfluna. Mest náðu heimamenn 16 stiga forskoti í örðum leikhluta, en staðan var 45-31 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þórsarar hertu tökin í upphafi seinni hálfleiks og liðið náði 20 stiga forskoti þegar þriðji leikhluti var um það bil hálfnaður. Heimamenn höfðu í raun öll völd á vellinum og voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins, hvort sem það var í vörn eða sókn. Heimamenn héldu Valsmönnum í hæfilegri fjarlægð út þriðja leikhlutann og leiddu að honum loknum, 70-52. Valsmenn þurftu því áhlaup ekki seinna en strax þegar fjórði og seinasti leikhlutinn hófst. Liðinu tókst að saxa forskot heimamanna niður í 12 stig snemma í leikhlutanum, en þá tóku Þórsarar völdin á ný og kæfðu vonir Vals um einhverskonar endurkomu við fæðingu. Við það brotnuðu Valsmenn loksins og heimamenn sigldu öruggum 32 stiga sigri heim, lokatölur 106-74. Af hverju vann Þór? Eftir fína byrjun Valsmanna í kvöld voru Þórsarar einfaldlega miklu betri. Líklega vilja einhverjir meina að það sé léleg útskýring á því sem gerðist hér í kvöld. En ef tölfræðin úr leiknum er skoðuð má sjá að Þórsarar höfðu betur í öllum tölfræðiþáttum leiksins nema einum þar sem Valsmenn skoruðu sjö svokölluð „Second chance points“ gegn sex hjá Þór. Hverjir stóðu upp úr? Eins og svo oft áður voru það Styrmir Snær Þrastarson og Vincent Shahid sem voru atkvæðamestir í liði Þórs. Shahid skoraði 31 stig og gaf auk þess 11 stoðsendingar og Styrmir skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Þá átti Fotios Lampropoulos einnig stóran þátt í því þegar Þórsarar voru að byggja upp forskot sitt, en hann tók sjö fráköst í fyrri hálfleik og stjórnaði traffíkinni í vítateignum. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að hafa haldið Þórsurum í aðeins 16 stigum í fyrsta leikhluta tókst Valsmönnum samt að fá á sig yfir hundrað stig í leiknum. Um leið og heimamenn fundu lausnir á varnarleik Vals áttu gestirnir í stökustu erfiðleikum með að finna svör við hröðum og góðum sóknarleik Þórs. Hvað gerist næst? Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag klukkan 20-15 og nákvæmlega sólarhring síðar fara Þórsarar til Keflavíkur. Ágúst: „Langt frá því sem við teljum okkur eiga að vera“ Ágúst S. Björgvinsson stýrði Valsmönnum í fjarveru Finns Freys Stefánssonar sem var veikur.Vísir/Bára Dröfn „Við vissum það eins og við töluðum um fyrir leik að Þórsararnir eru með hörkugott lið og þeir eru líka með bakið upp við vegg. Það sást á leiknum í kvöld að okkur líður kannski of vel á meðan að Þórsararnir eru að spila fyrir eitthvað,“ sagði Ágúst S. Björgvinsson sem stýrði Valsmönnum í kvöld í fjarveru Finns Freys Stefánssonar sem var veikur. „Við vorum bara flatir og þeir eru betri en við nánast allan leikinn. Við eigum fínan fyrsta leikhluta og byrjum ágætlega en síðan eru þeir betri en við á öllum sviðum leiksins.“ Ágúst talar um fína byrjun sinna manna þar sem liðið náði átta stiga forskoti í upphafi leiks. Þórsarar skoruðu aðeins 16 stig í fyrsta leikhluta, en 30 stig að meðaltali í hinum þrem leikhlutunum. „Það í raun klikkaði allt. Það byrjaði á því að þeir voru að fá mikið af aukaskotum eftir sóknarfráköst. Síðan í kjölfarið á því kemur sjálfstraust og þeir skora líka nokkrar auðveldar hraðaupphlaupskörfur. Þegar þú ert farinn að hleypa þeim í það þá skiptir ekki á móti hverjum þú ert að spila, og sérstaklega á móti liði eins og Þór, þá er þetta bara mjög erfitt.“ Þegar hálfleikstölfræðin var skoðuð í kvöld mátti sjá að Valsmenn tóku aðeins 15 fráköst en Þórsarar 25. Ágúst segir að það hafi vantað grimmd í sína menn. „Já augljóslega. Við vorum bara lang frá því að vera næginlega grimmir og langt frá því sem við teljum okkur eiga að vera.“ Með sigri hefðu Valsmenn lyft sér á topp Suway-deildar karla, en Ágúst lítur þó ekki endilega á tapið í kvöld sem glatað tækifæri. „Nei það er bara leikur aftur í næstu viku og við þurfum bara að fara yfir þetta. Við vitum svo sem hvað við þurfum að laga þannig við verðum bara að halda áfram að vinna í því. Það er einn leikur eftir og síðan kemur ágætt hlé.“ Þessi eini leikur sem eftir er fyrir hlé er gegn botnliði KR á heimavelli Vals. Ágúst segir að úrslitin í kvöld ættu að vera nógu mikið spark í rassinn til að gíra menn upp í þann leik og að þrátt fyrir að KR-ingar sitji á botni deildarinnar séu leikir þessara liða alltaf hörkurimma. „Ég trúi ekki öðru en að menn verði gíraðir fyrir þann leik. Bæði bara eftir svona leik og svo skiptir ekki máli hvar Valur og KR eru í töflunni þá er það alltaf KR-Valur.“ Lárus: „Þetta var helst til of stór sigur“ Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ.Vísir / Hulda Margrét „Mér líður bara vel. Erum við ekki komnir með innbyrðis á Val núna eða?“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, léttur eftir sigurinn. „Nei ég er að grínast í þér. Mér líður bara mjög vel. Það voru margir að leggja í púkkið. Við vorum ekkert að hitta neitt sérstaklega vel í fyrri hálfleik og við hefðum alveg geta verið upp tuttugu í hálfleik hefðum við hitt aðeins betur. Við vorum að fá betri skot heldur en þeir. Styrmir [Snær Þrastarson] var að spila rosalega góða vörn á Kára [Jónsson] og það fannst mér vera lykillinn. Svo fannst mér Emil [Karel Einarsson] koma inn með mikinn kraft og var að hitta vel.“ Fyrir leikinn talaði Lárus einmitt um að lykillinn að sigri í kvöld yrði að hægja á Kára Jónssyni og Kristófer Acox. Samtals skorðu þeir tveir 26 stig og Lárus segir að það plan hafi heppnast. „Við náðum allavega að hægja á þeim. Við náðum ekki að stoppa þá alveg.“ Þórsarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð og eftir virkilega erfiðan fyrri hluta tímabils er liðið komið í harða baráttu um sæti í úrslitakeppni. Raunar er liðið aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í sjötta sæti og Lárus segir að nú horfi Þórsarar upp fyrir sig. „Þetta var kannski svona leikurinn. Annað hvort vorum við að fara að horfa upp fyrir okkur og berjast um úrslitakeppnina eða þá að við værum í fallbaráttunni. Við erum ekkert sloppnir enn þá því þetta er rosalegur pakki.“ Lárus og lærisveinar hans leika gegn toppliði Keflavíkur eftir slétta viku áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni. Þórsarar unnu góðan sigur gegn Keflavík á heimavelli fyrr á tímabilinu, en Lárus segir að hann fái nú það verkefni að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var helst til of stór sigur. Nú þarf ég að ver hundleiðinlegur allavega svona tvær næstu æfingarnar í vikunni,“ sagði Lárus léttur að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur
Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og fyrstu mínúturnar rötuðu nánast öll skot liðsins ofan í körfuna. Gestirnir settu fjóra þrista snemma í leiknum og náðu fljótt átta stiga forskoti í stöðunni 14-6. Um miðbik fyrsta leikhluta fóru hlutirnir þó að snúast við og Þórsarar söxuðu hægt og rólega á forskot gestanna. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun tókst þeim þó ekki að stela forystunni áður en fyrsta leikhluta lauk og Valsmenn leiddu með einu stigi, 16-17. Heimamenn byrjuðu annan leikhlutann svo af gríðarlegum krafti og skoruðu tólf af fyrstu fimmtán stigum hans. Þórsarar voru því komnir með átta stiga forskot þegar enn voru sex mínútur eftir af öðrum leikhluta og það forskot átti bara eftir að aukast. Bræðurnir Tómas Valur og Styrmir Snær Þrastarsynir sýndu frábær tilþrif á sitthvorum enda vallarins í bland við það að heimamenn tóku nánast hvert einasta frákast og settu auk þess nóg af stigum á töfluna. Mest náðu heimamenn 16 stiga forskoti í örðum leikhluta, en staðan var 45-31 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þórsarar hertu tökin í upphafi seinni hálfleiks og liðið náði 20 stiga forskoti þegar þriðji leikhluti var um það bil hálfnaður. Heimamenn höfðu í raun öll völd á vellinum og voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins, hvort sem það var í vörn eða sókn. Heimamenn héldu Valsmönnum í hæfilegri fjarlægð út þriðja leikhlutann og leiddu að honum loknum, 70-52. Valsmenn þurftu því áhlaup ekki seinna en strax þegar fjórði og seinasti leikhlutinn hófst. Liðinu tókst að saxa forskot heimamanna niður í 12 stig snemma í leikhlutanum, en þá tóku Þórsarar völdin á ný og kæfðu vonir Vals um einhverskonar endurkomu við fæðingu. Við það brotnuðu Valsmenn loksins og heimamenn sigldu öruggum 32 stiga sigri heim, lokatölur 106-74. Af hverju vann Þór? Eftir fína byrjun Valsmanna í kvöld voru Þórsarar einfaldlega miklu betri. Líklega vilja einhverjir meina að það sé léleg útskýring á því sem gerðist hér í kvöld. En ef tölfræðin úr leiknum er skoðuð má sjá að Þórsarar höfðu betur í öllum tölfræðiþáttum leiksins nema einum þar sem Valsmenn skoruðu sjö svokölluð „Second chance points“ gegn sex hjá Þór. Hverjir stóðu upp úr? Eins og svo oft áður voru það Styrmir Snær Þrastarson og Vincent Shahid sem voru atkvæðamestir í liði Þórs. Shahid skoraði 31 stig og gaf auk þess 11 stoðsendingar og Styrmir skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Þá átti Fotios Lampropoulos einnig stóran þátt í því þegar Þórsarar voru að byggja upp forskot sitt, en hann tók sjö fráköst í fyrri hálfleik og stjórnaði traffíkinni í vítateignum. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að hafa haldið Þórsurum í aðeins 16 stigum í fyrsta leikhluta tókst Valsmönnum samt að fá á sig yfir hundrað stig í leiknum. Um leið og heimamenn fundu lausnir á varnarleik Vals áttu gestirnir í stökustu erfiðleikum með að finna svör við hröðum og góðum sóknarleik Þórs. Hvað gerist næst? Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag klukkan 20-15 og nákvæmlega sólarhring síðar fara Þórsarar til Keflavíkur. Ágúst: „Langt frá því sem við teljum okkur eiga að vera“ Ágúst S. Björgvinsson stýrði Valsmönnum í fjarveru Finns Freys Stefánssonar sem var veikur.Vísir/Bára Dröfn „Við vissum það eins og við töluðum um fyrir leik að Þórsararnir eru með hörkugott lið og þeir eru líka með bakið upp við vegg. Það sást á leiknum í kvöld að okkur líður kannski of vel á meðan að Þórsararnir eru að spila fyrir eitthvað,“ sagði Ágúst S. Björgvinsson sem stýrði Valsmönnum í kvöld í fjarveru Finns Freys Stefánssonar sem var veikur. „Við vorum bara flatir og þeir eru betri en við nánast allan leikinn. Við eigum fínan fyrsta leikhluta og byrjum ágætlega en síðan eru þeir betri en við á öllum sviðum leiksins.“ Ágúst talar um fína byrjun sinna manna þar sem liðið náði átta stiga forskoti í upphafi leiks. Þórsarar skoruðu aðeins 16 stig í fyrsta leikhluta, en 30 stig að meðaltali í hinum þrem leikhlutunum. „Það í raun klikkaði allt. Það byrjaði á því að þeir voru að fá mikið af aukaskotum eftir sóknarfráköst. Síðan í kjölfarið á því kemur sjálfstraust og þeir skora líka nokkrar auðveldar hraðaupphlaupskörfur. Þegar þú ert farinn að hleypa þeim í það þá skiptir ekki á móti hverjum þú ert að spila, og sérstaklega á móti liði eins og Þór, þá er þetta bara mjög erfitt.“ Þegar hálfleikstölfræðin var skoðuð í kvöld mátti sjá að Valsmenn tóku aðeins 15 fráköst en Þórsarar 25. Ágúst segir að það hafi vantað grimmd í sína menn. „Já augljóslega. Við vorum bara lang frá því að vera næginlega grimmir og langt frá því sem við teljum okkur eiga að vera.“ Með sigri hefðu Valsmenn lyft sér á topp Suway-deildar karla, en Ágúst lítur þó ekki endilega á tapið í kvöld sem glatað tækifæri. „Nei það er bara leikur aftur í næstu viku og við þurfum bara að fara yfir þetta. Við vitum svo sem hvað við þurfum að laga þannig við verðum bara að halda áfram að vinna í því. Það er einn leikur eftir og síðan kemur ágætt hlé.“ Þessi eini leikur sem eftir er fyrir hlé er gegn botnliði KR á heimavelli Vals. Ágúst segir að úrslitin í kvöld ættu að vera nógu mikið spark í rassinn til að gíra menn upp í þann leik og að þrátt fyrir að KR-ingar sitji á botni deildarinnar séu leikir þessara liða alltaf hörkurimma. „Ég trúi ekki öðru en að menn verði gíraðir fyrir þann leik. Bæði bara eftir svona leik og svo skiptir ekki máli hvar Valur og KR eru í töflunni þá er það alltaf KR-Valur.“ Lárus: „Þetta var helst til of stór sigur“ Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ.Vísir / Hulda Margrét „Mér líður bara vel. Erum við ekki komnir með innbyrðis á Val núna eða?“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, léttur eftir sigurinn. „Nei ég er að grínast í þér. Mér líður bara mjög vel. Það voru margir að leggja í púkkið. Við vorum ekkert að hitta neitt sérstaklega vel í fyrri hálfleik og við hefðum alveg geta verið upp tuttugu í hálfleik hefðum við hitt aðeins betur. Við vorum að fá betri skot heldur en þeir. Styrmir [Snær Þrastarson] var að spila rosalega góða vörn á Kára [Jónsson] og það fannst mér vera lykillinn. Svo fannst mér Emil [Karel Einarsson] koma inn með mikinn kraft og var að hitta vel.“ Fyrir leikinn talaði Lárus einmitt um að lykillinn að sigri í kvöld yrði að hægja á Kára Jónssyni og Kristófer Acox. Samtals skorðu þeir tveir 26 stig og Lárus segir að það plan hafi heppnast. „Við náðum allavega að hægja á þeim. Við náðum ekki að stoppa þá alveg.“ Þórsarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð og eftir virkilega erfiðan fyrri hluta tímabils er liðið komið í harða baráttu um sæti í úrslitakeppni. Raunar er liðið aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í sjötta sæti og Lárus segir að nú horfi Þórsarar upp fyrir sig. „Þetta var kannski svona leikurinn. Annað hvort vorum við að fara að horfa upp fyrir okkur og berjast um úrslitakeppnina eða þá að við værum í fallbaráttunni. Við erum ekkert sloppnir enn þá því þetta er rosalegur pakki.“ Lárus og lærisveinar hans leika gegn toppliði Keflavíkur eftir slétta viku áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni. Þórsarar unnu góðan sigur gegn Keflavík á heimavelli fyrr á tímabilinu, en Lárus segir að hann fái nú það verkefni að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var helst til of stór sigur. Nú þarf ég að ver hundleiðinlegur allavega svona tvær næstu æfingarnar í vikunni,“ sagði Lárus léttur að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum