„Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2023 20:30 Kári Jónsson var allt annað en sátur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Kári Jónsson, leikmaður Vals, var virkilega ósáttur við spilamennsku liðsins er Valsmenn sóttu Þór heim til Þorlákshafnar. Valsmenn máttu þola 32 stiga tap og Kári segir að heimamenn hafi verið mun sterkari á öllum sviðum leiksins. „Lokaúrslitin voru kannski mun stærri en þau hefðu þurft að vera, en þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum mjög illa,“ sagði Kári að leik loknum. Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu snemma upp átta stiga forskoti, en um miðbik fyrsta leikhluta fóru Þórsarar að saxa á forskotið og tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. „Þeir bara voru miklu aggressívari en við. Þeim langaði þetta og það var orka hjá þeim. Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum. Þeir unnu okkur í fráköstum, tóku alla 50/50 bolta, skoruðu í kringum hringinn og settu skotin sín. Þeir voru bara miklu, miklu betri en við.“ Þá mátti greina pirring hjá Kára og öðrum Valsmönnum á meðan að leik stóð, en Kári segir að það hafi bara verið vegna þess hvernig liðið var að spila í kvöld og tekur fyrir að Valsmenn líti á það sem svo að liðið eigi að vinna lið eins og Þór sem sat í fallsæti fyrir leikinn. „Ég held að ef við erum farnir að hugsa svoleiðis þá erum við á kolvitlausum stað. Þetta er út af lélegri spilamennsku hjá okkur sjálfum. Auðvitað vantar menn og þjálfara og svoleiðis og við vorum fljótir að brotna sem var algjör óþarfi. Við höfum nú spilað fullt af leikjum á þessu tímabili svona, en þetta var alls ekki okkar dagur og við þurfum að gera miklu betur.“ Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni og Kári lítur á það sem tækifæri til að rétta úr kútnum áður en pásan tekur við. „Það er bara hörkuleikur og þeir eru enn að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. Við viljum gera betur en þetta og við ætlum að vernda heimavöllinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig við svörum þessum leik. Við verðum að gera betur,“ sagði niðurlútur Kári að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
„Lokaúrslitin voru kannski mun stærri en þau hefðu þurft að vera, en þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum mjög illa,“ sagði Kári að leik loknum. Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu snemma upp átta stiga forskoti, en um miðbik fyrsta leikhluta fóru Þórsarar að saxa á forskotið og tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. „Þeir bara voru miklu aggressívari en við. Þeim langaði þetta og það var orka hjá þeim. Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum. Þeir unnu okkur í fráköstum, tóku alla 50/50 bolta, skoruðu í kringum hringinn og settu skotin sín. Þeir voru bara miklu, miklu betri en við.“ Þá mátti greina pirring hjá Kára og öðrum Valsmönnum á meðan að leik stóð, en Kári segir að það hafi bara verið vegna þess hvernig liðið var að spila í kvöld og tekur fyrir að Valsmenn líti á það sem svo að liðið eigi að vinna lið eins og Þór sem sat í fallsæti fyrir leikinn. „Ég held að ef við erum farnir að hugsa svoleiðis þá erum við á kolvitlausum stað. Þetta er út af lélegri spilamennsku hjá okkur sjálfum. Auðvitað vantar menn og þjálfara og svoleiðis og við vorum fljótir að brotna sem var algjör óþarfi. Við höfum nú spilað fullt af leikjum á þessu tímabili svona, en þetta var alls ekki okkar dagur og við þurfum að gera miklu betur.“ Valur tekur á móti KR næstkomandi fimmtudag áður en rúmlega tveggja vikna hlé verður gert á deildinni og Kári lítur á það sem tækifæri til að rétta úr kútnum áður en pásan tekur við. „Það er bara hörkuleikur og þeir eru enn að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild. Við viljum gera betur en þetta og við ætlum að vernda heimavöllinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig við svörum þessum leik. Við verðum að gera betur,“ sagði niðurlútur Kári að lokum.
Subway-deild karla Körfubolti Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. 10. febrúar 2023 21:09