Eru grænmetisolíur eitur? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 09:01 Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu og virðist algengt að halda fram skaðsemi þeirra. En eru grænmetisolíur virkilega eitur? Eru þær eins hættulegar og vinsælt hefur verið að halda fram? Eða eru þær mögulega kannski bara hollar fyrir okkur eftir allt saman? Grænmetisolíur eru framleiddar með því að pressa olíu úr fræjum eða plöntum eins og repjufræjum, sólblómafræjum, hörfræjum, sojabaunum og ólívum. Þær innihalda mikilvæga fitu og fituleysanleg vítamín eins og A, D, E og K vítamín og eru þar að auki ríkar af einómettuðum fitusýrum. Til eru tvær nauðsynlegar fitusýrur fyrir mannslíkamann sem eru; α-línólensýra (ALA), betur þekkt sem omega-3 og línólsýra (LA) eða omega-6. Mikilvægasta fæðuuppspretta ALA er úr grænmetisolíum eða nánar tiltekið repjuolíu sem að er fita unnin úr repjufræjum. Þá hafa hörfræolíur og camelina olíur þar að auki hátt innihald af ALA ásamt sojaolíu, hampolíu og valhnetum. Íslenskar næringarráðleggingar byggjast á norrænum næringarráðleggingum og samkvæmt þeim er mælt með inntöku grænmetisolía vegna heilsufarslegs ávinnings þeirra. Þá tengjast repjuolíur og ólívuolíur til að mynda minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum. Hins vegar innihalda pálma og kókosolíur hátt magn mettaðra fitusýra. Að skipta mettuðum fitusýrum að hluta út fyrir fjölómettaðar fitusýrur og einómettaðar fitusýrur (t.d. ólívu- eða repjuolíu) getur verið áhrifarík leið til að lækka styrk LDL-kólesteróls í blóði. Í norrænum næringarráðleggingum er auk þess talað um tengsl á milli fæðumynstra og hættu á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sumum krabbameinum. Mataræði ríkt af grænmeti, baunum, belgjurtum, ávextum og berjum, hnetum og fræjum, heilkorni, fisk, fitusnauðum mjólkurvörum og jurtaolíum tengist minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum samanborið við hefðbundið mataræði af vestrænni gerð. Það er því ljóst að ef grænmetisolíur eru kannaðar nánar benda vísindin til þess að ekki þurfi að óttast þær heldur geta þær þvert á móti stuðlað að bættri heilsu. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu og virðist algengt að halda fram skaðsemi þeirra. En eru grænmetisolíur virkilega eitur? Eru þær eins hættulegar og vinsælt hefur verið að halda fram? Eða eru þær mögulega kannski bara hollar fyrir okkur eftir allt saman? Grænmetisolíur eru framleiddar með því að pressa olíu úr fræjum eða plöntum eins og repjufræjum, sólblómafræjum, hörfræjum, sojabaunum og ólívum. Þær innihalda mikilvæga fitu og fituleysanleg vítamín eins og A, D, E og K vítamín og eru þar að auki ríkar af einómettuðum fitusýrum. Til eru tvær nauðsynlegar fitusýrur fyrir mannslíkamann sem eru; α-línólensýra (ALA), betur þekkt sem omega-3 og línólsýra (LA) eða omega-6. Mikilvægasta fæðuuppspretta ALA er úr grænmetisolíum eða nánar tiltekið repjuolíu sem að er fita unnin úr repjufræjum. Þá hafa hörfræolíur og camelina olíur þar að auki hátt innihald af ALA ásamt sojaolíu, hampolíu og valhnetum. Íslenskar næringarráðleggingar byggjast á norrænum næringarráðleggingum og samkvæmt þeim er mælt með inntöku grænmetisolía vegna heilsufarslegs ávinnings þeirra. Þá tengjast repjuolíur og ólívuolíur til að mynda minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum. Hins vegar innihalda pálma og kókosolíur hátt magn mettaðra fitusýra. Að skipta mettuðum fitusýrum að hluta út fyrir fjölómettaðar fitusýrur og einómettaðar fitusýrur (t.d. ólívu- eða repjuolíu) getur verið áhrifarík leið til að lækka styrk LDL-kólesteróls í blóði. Í norrænum næringarráðleggingum er auk þess talað um tengsl á milli fæðumynstra og hættu á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sumum krabbameinum. Mataræði ríkt af grænmeti, baunum, belgjurtum, ávextum og berjum, hnetum og fræjum, heilkorni, fisk, fitusnauðum mjólkurvörum og jurtaolíum tengist minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum samanborið við hefðbundið mataræði af vestrænni gerð. Það er því ljóst að ef grænmetisolíur eru kannaðar nánar benda vísindin til þess að ekki þurfi að óttast þær heldur geta þær þvert á móti stuðlað að bættri heilsu. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar