Iva sögð transfóbískur og hatursfullur rasisti Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2023 12:10 Iva Marín: Síðustu daga hef ég setið undir ýmsum ærumeiðingum og verið borin sökum sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Ég er máluð upp opinberlega, með skipulögðum hætti sem transfóbískur og hatursfullur rasisti. vísir Iva Marín Adrichem, söngkona og laganemi, segir að undanfarna daga hafi hún mátt sitja undir holskeflu óhróðurs á netinu eftir að hún vakti athygli á því að hún var klippt út úr myndbandi Ferðamálastofu, Sjálfsbjargar og ÖBÍ, sem fjallar um aðgengismál en sjálf er Iva blind. „Síðustu daga hef ég setið undir ýmsum ærumeiðingum og verið borin sökum sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Ég er máluð upp opinberlega, með skipulögðum hætti sem transfóbískur og hatursfullur rasisti. Mér eru gerðar upp skoðanir á borð við að vilja heimila pyntingar á transfólki, afneita tilvist þess og útrýma því. Þetta er auðvitað sturlað, og magnað hvernig áróðursvélin í minn garð er drifin af stjórnlausu hatri og reiði,“ segir Iva í nýjum pistli þar sem hún fjallar um hvernig þessu máli hefur undir fram. Aðdragandi málsins er sá að Ferðamálastofu, Sjálfsbjörg og ÖBÍ barst ábending frá ónefndnum aðila sem benti á að Iva væri ekki öll þar sem hún er séð, skoðanir hennar væru varasamar, hatursfullar og ekki endilega víst að þessar stofnanir og samtök vildu vera með hana í téðu myndbandi. Heiftúðugar umræður um netinu Ráðist var í að klippa Ivu út úr myndbandinu, sem hafði verið birt, og henni tilkynnt að svona væri þetta. Þetta kom flatt upp á Ivu sem kannaðist ekki við að vera hatursfull manneskja né að hún hafi sagt neitt í þá átt á netinu. En allt kom fyrir ekki og ógreinileg svör bárust um hvaða hatursfullu ummæli þetta væru sem um ræðir. Hins vegar væri ekki hægt að bakka með þessa ákvörðun. Iva segist hafa upplifað þetta sem mismunun og ætlar að leita réttar síns. Vísir greindi frá þessu fyrir viku. Iva segir að við það hafi sprottið heiftúðugar umræður á netinu, eins og kannski var viðbúið. Hún fer yfir málið í pistli sem hún birtir á Vísi en henni er legið á hálsi að hafa verið í samtökum sem kalla sig LBG teymið sem gerði athugasemdir við frumvarp sem fyrir liggur á Alþingi um breytingar á almennum hegningarlögum sem á að gera svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar. Athugasemdir hópsins hafa af þeim sem einkum láta sig málefni transfólks sig varða verið túlkuð sem transfóbísk. Langt gengið í að skaða ímynd Ivu Þessar athugasemdir eru með þeim prúðari sem hafa gengið um Ivu undanfarna viku, eftir að hún greindi frá því að hún teldi það mismunun að vera klippt út úr myndbandi um aðgengismál vegna skoðana sem Iva segir að sér séu gerðar upp, að því er virðist til að senda skilaboð.skjáskot Iva segist ekki tilheyra LBG teyminu lengur. „Fólk sem skilur þetta sem stuðning við pyntingar eða útrýmingar á transfólki er annað hvort viljandi að ljúga upp á mig í þeim tilgangi að skaða ímynd mína eða það býr einfaldlega í bjöguðum raunveruleika sem flestir hafa ekki getu til að setja sig inn í. Ég læt hérna nokkur skjáskot fylgja og leyfi svo bara hverjum og einum að dæma hvaðan hin raunverulega hatursorðæða kemur,“ segir Iva meðal annars í pistli sínum. Hún segist með þykkan skráp og sér líði ágætlega þrátt fyrir þann óhróður sem hefur dunið á henni. Hún þekki lítið annað en að búa í samfélagi sem geri ekki ráð fyrir sér. „Þarna varð mér illt í réttlætiskenndinni og ég hafði engu að tapa með því að varpa ljósi á þessa óréttmætu mismunun af hálfu opinberrar stofnunar. Mér líður betur að hafa komið þessu frá mér og bíð spennt eftir niðurstöðum réttarkerfisins.“ Málefni trans fólks Dómsmál Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Síðustu daga hef ég setið undir ýmsum ærumeiðingum og verið borin sökum sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Ég er máluð upp opinberlega, með skipulögðum hætti sem transfóbískur og hatursfullur rasisti. Mér eru gerðar upp skoðanir á borð við að vilja heimila pyntingar á transfólki, afneita tilvist þess og útrýma því. Þetta er auðvitað sturlað, og magnað hvernig áróðursvélin í minn garð er drifin af stjórnlausu hatri og reiði,“ segir Iva í nýjum pistli þar sem hún fjallar um hvernig þessu máli hefur undir fram. Aðdragandi málsins er sá að Ferðamálastofu, Sjálfsbjörg og ÖBÍ barst ábending frá ónefndnum aðila sem benti á að Iva væri ekki öll þar sem hún er séð, skoðanir hennar væru varasamar, hatursfullar og ekki endilega víst að þessar stofnanir og samtök vildu vera með hana í téðu myndbandi. Heiftúðugar umræður um netinu Ráðist var í að klippa Ivu út úr myndbandinu, sem hafði verið birt, og henni tilkynnt að svona væri þetta. Þetta kom flatt upp á Ivu sem kannaðist ekki við að vera hatursfull manneskja né að hún hafi sagt neitt í þá átt á netinu. En allt kom fyrir ekki og ógreinileg svör bárust um hvaða hatursfullu ummæli þetta væru sem um ræðir. Hins vegar væri ekki hægt að bakka með þessa ákvörðun. Iva segist hafa upplifað þetta sem mismunun og ætlar að leita réttar síns. Vísir greindi frá þessu fyrir viku. Iva segir að við það hafi sprottið heiftúðugar umræður á netinu, eins og kannski var viðbúið. Hún fer yfir málið í pistli sem hún birtir á Vísi en henni er legið á hálsi að hafa verið í samtökum sem kalla sig LBG teymið sem gerði athugasemdir við frumvarp sem fyrir liggur á Alþingi um breytingar á almennum hegningarlögum sem á að gera svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar. Athugasemdir hópsins hafa af þeim sem einkum láta sig málefni transfólks sig varða verið túlkuð sem transfóbísk. Langt gengið í að skaða ímynd Ivu Þessar athugasemdir eru með þeim prúðari sem hafa gengið um Ivu undanfarna viku, eftir að hún greindi frá því að hún teldi það mismunun að vera klippt út úr myndbandi um aðgengismál vegna skoðana sem Iva segir að sér séu gerðar upp, að því er virðist til að senda skilaboð.skjáskot Iva segist ekki tilheyra LBG teyminu lengur. „Fólk sem skilur þetta sem stuðning við pyntingar eða útrýmingar á transfólki er annað hvort viljandi að ljúga upp á mig í þeim tilgangi að skaða ímynd mína eða það býr einfaldlega í bjöguðum raunveruleika sem flestir hafa ekki getu til að setja sig inn í. Ég læt hérna nokkur skjáskot fylgja og leyfi svo bara hverjum og einum að dæma hvaðan hin raunverulega hatursorðæða kemur,“ segir Iva meðal annars í pistli sínum. Hún segist með þykkan skráp og sér líði ágætlega þrátt fyrir þann óhróður sem hefur dunið á henni. Hún þekki lítið annað en að búa í samfélagi sem geri ekki ráð fyrir sér. „Þarna varð mér illt í réttlætiskenndinni og ég hafði engu að tapa með því að varpa ljósi á þessa óréttmætu mismunun af hálfu opinberrar stofnunar. Mér líður betur að hafa komið þessu frá mér og bíð spennt eftir niðurstöðum réttarkerfisins.“
Málefni trans fólks Dómsmál Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira