Vinnum öll saman að því að auka farsæld barna Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar 13. febrúar 2023 17:00 Á dögunum skrifuðu lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Suðurmiðstöð og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti undir samstarfsyfirlýsingu um að vinna enn frekar saman til að stuðla að farsæld barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu. Með samstarfsyfirlýsingunni er þjónustuveitendum sem starfa með börnum og fjölskyldum þeirra gert að vinna saman í þverfaglega samstarfi. Hlutverk þeirra er að fylgjast með og greina vísbendingar um að þörfum barna sé ekki mætt á fullnægjandi hátt og bregðast þá við á viðeigandi hátt. Í stefnumörkun Reykjavíkurborgar er skýrt kveðið á um aukið samstarf þjónustuveitenda sem er ætlað að skila börnum og unglingum aukinni farsæld. Í lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar er tekið í sama streng. Í aðgerðaáætlun stefnunnar er lögð áhersla á forvarnir til að bæta líðan barna og ungmenna, og mikilvægi samstarfs lykilaðila sem sinna þjónustu við þau. Sömu áherslur um samstarf og samráð er að finna í velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Miðstöðvar Reykjavíkurborgar hafa til áratuga þróað samstarf í hverfum borgarinnar, þvert á stofnanir Reykjavíkurborgar, íbúum til hagsbóta. Síðustu 3 ár hafa velferðar- og skóla- og frístundasvið þróað verkefnið Betri borg fyrir börn þar sem stjórnendur þessara stofnana í miðstöðvunum deila vinnuaðstöðu, starfa saman í teymum og leggja allt kapp á að styðja börn í þeirra nærumhverfi, m.a. í skólum og frístundastarfi. Þess utan hefur byggst upp mikið samstarfsnet í hverfum borgarinnar með þátttöku íþróttafélaga, bókasafna, sundlauga og annarra sem sinna frístunda-, menningar og frístundastarfi fyrir börn. Þessi samstarfsyfirlýsing byggir á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Þau skylda þá sem veita þjónustu til þess að efla eða tryggja farsæld barna og ungmenna, hvort sem hún er hluti af stjórnsýslu ríkis, sveitarfélags eða einkaaðila til að: 1. Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu. 2. Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur. 3. Hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra. Hér stíga yfirvöld fram með lög, stefnumörkun og aðgerðir til þess að undirstrika þetta í staðbundnu samhengi. Byggt er á ómetanlegri samstarfsreynslu kennara, þjálfara, stjórnenda, ráðgjafa, lögreglumanna, heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem koma að stuðningi barna í nærsamfélagi þeirra. Samstarfsyfirlýsingin auðveldar við að styðja börn og fjölskyldur þeirra á heildrænan hátt. Öll getum við í þorpinu eða hverfinu okkar hjálpað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifuðu lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Suðurmiðstöð og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti undir samstarfsyfirlýsingu um að vinna enn frekar saman til að stuðla að farsæld barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu. Með samstarfsyfirlýsingunni er þjónustuveitendum sem starfa með börnum og fjölskyldum þeirra gert að vinna saman í þverfaglega samstarfi. Hlutverk þeirra er að fylgjast með og greina vísbendingar um að þörfum barna sé ekki mætt á fullnægjandi hátt og bregðast þá við á viðeigandi hátt. Í stefnumörkun Reykjavíkurborgar er skýrt kveðið á um aukið samstarf þjónustuveitenda sem er ætlað að skila börnum og unglingum aukinni farsæld. Í lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar er tekið í sama streng. Í aðgerðaáætlun stefnunnar er lögð áhersla á forvarnir til að bæta líðan barna og ungmenna, og mikilvægi samstarfs lykilaðila sem sinna þjónustu við þau. Sömu áherslur um samstarf og samráð er að finna í velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Miðstöðvar Reykjavíkurborgar hafa til áratuga þróað samstarf í hverfum borgarinnar, þvert á stofnanir Reykjavíkurborgar, íbúum til hagsbóta. Síðustu 3 ár hafa velferðar- og skóla- og frístundasvið þróað verkefnið Betri borg fyrir börn þar sem stjórnendur þessara stofnana í miðstöðvunum deila vinnuaðstöðu, starfa saman í teymum og leggja allt kapp á að styðja börn í þeirra nærumhverfi, m.a. í skólum og frístundastarfi. Þess utan hefur byggst upp mikið samstarfsnet í hverfum borgarinnar með þátttöku íþróttafélaga, bókasafna, sundlauga og annarra sem sinna frístunda-, menningar og frístundastarfi fyrir börn. Þessi samstarfsyfirlýsing byggir á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Þau skylda þá sem veita þjónustu til þess að efla eða tryggja farsæld barna og ungmenna, hvort sem hún er hluti af stjórnsýslu ríkis, sveitarfélags eða einkaaðila til að: 1. Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu. 2. Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur. 3. Hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra. Hér stíga yfirvöld fram með lög, stefnumörkun og aðgerðir til þess að undirstrika þetta í staðbundnu samhengi. Byggt er á ómetanlegri samstarfsreynslu kennara, þjálfara, stjórnenda, ráðgjafa, lögreglumanna, heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem koma að stuðningi barna í nærsamfélagi þeirra. Samstarfsyfirlýsingin auðveldar við að styðja börn og fjölskyldur þeirra á heildrænan hátt. Öll getum við í þorpinu eða hverfinu okkar hjálpað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun