Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:54 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Holuhraun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland birti í gær gervihnattamyndir sem sýna hraða bráðnun á ísnum á Öskjuvatni milli föstudags og laugardags. Á þessum sólarhring stækkaði vökin um fimmtíu hektara - eða því sem nemur um sjötíu fótboltavöllum. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir þróunina hafa haldið áfram. „Við fengum mynd í gær og núna er meira en helmingurinn af vatninu orðinn íslaus og svo er bara íshrafl að mestu. Eina sem er eftir er bara í víkinni við Víti. Þannig að vatnið er eiginlega alveg búið að hreinsa sig.“ Þetta sé augljóst merki um aukinn jarðhita. „Þetta er alveg klárlega merki um að það styttist í að fjallið fari í gang. Það bræðir ísinn og þetta er svo snöggt að það er mjög mikill hiti og kvikan er væntanlega farin að nálgast yfirborðið og kvikuhólfið komið að þrýstimörkum.“ Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2. Hann bendir á að Askja sé búin að vera óróleg frá árinu 2012 og að þróunin hafi verið nokkuð stöðug. Sprungur hafi líklega gliðnað í skjálfta í byrjun febrúar - sem hafi flýtt fyrir bráðnun þar sem vatnið hafi komist í snertingu við heitara berg. Eftir standi spurningin hvort gosið verði lítið basaltgos líkt og voru algeng á tuttugustu öld eða stórt, líkt og varð til dæmis á níjtándu öld. „Rannsóknarleiðangrar frá háskólanum í Cambridge hafa sýnt að það sé mikið magn af kviku undir Öskju sem getur rennt stoðum undir það að það gæti orðið stórt gos. En ef það er stórt og mikið sprengigos er það stutt,“ segir Ármann. Stórt gos hefði fyrst og fremst áhrif á flugumferð en fíngerð aska gæti einnig valdið óþægindum í byggð. Miðað við þróunina telur Ármann líklegt að það gæti komið til goss innan næstu tveggja til þriggja ára. „Skjálftakerfi Veðurstofunnar kemur til með að sjá þegar kvikan leggur af stað af krafti upp á yfirborðið þannig við fáum einhvern fyrirvara upp á sólarhring eða tvo.“ Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland birti í gær gervihnattamyndir sem sýna hraða bráðnun á ísnum á Öskjuvatni milli föstudags og laugardags. Á þessum sólarhring stækkaði vökin um fimmtíu hektara - eða því sem nemur um sjötíu fótboltavöllum. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir þróunina hafa haldið áfram. „Við fengum mynd í gær og núna er meira en helmingurinn af vatninu orðinn íslaus og svo er bara íshrafl að mestu. Eina sem er eftir er bara í víkinni við Víti. Þannig að vatnið er eiginlega alveg búið að hreinsa sig.“ Þetta sé augljóst merki um aukinn jarðhita. „Þetta er alveg klárlega merki um að það styttist í að fjallið fari í gang. Það bræðir ísinn og þetta er svo snöggt að það er mjög mikill hiti og kvikan er væntanlega farin að nálgast yfirborðið og kvikuhólfið komið að þrýstimörkum.“ Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2. Hann bendir á að Askja sé búin að vera óróleg frá árinu 2012 og að þróunin hafi verið nokkuð stöðug. Sprungur hafi líklega gliðnað í skjálfta í byrjun febrúar - sem hafi flýtt fyrir bráðnun þar sem vatnið hafi komist í snertingu við heitara berg. Eftir standi spurningin hvort gosið verði lítið basaltgos líkt og voru algeng á tuttugustu öld eða stórt, líkt og varð til dæmis á níjtándu öld. „Rannsóknarleiðangrar frá háskólanum í Cambridge hafa sýnt að það sé mikið magn af kviku undir Öskju sem getur rennt stoðum undir það að það gæti orðið stórt gos. En ef það er stórt og mikið sprengigos er það stutt,“ segir Ármann. Stórt gos hefði fyrst og fremst áhrif á flugumferð en fíngerð aska gæti einnig valdið óþægindum í byggð. Miðað við þróunina telur Ármann líklegt að það gæti komið til goss innan næstu tveggja til þriggja ára. „Skjálftakerfi Veðurstofunnar kemur til með að sjá þegar kvikan leggur af stað af krafti upp á yfirborðið þannig við fáum einhvern fyrirvara upp á sólarhring eða tvo.“
Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira