Bæjarstýran hlýtur að vera ánægð að fá hafnargjöldin Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2023 22:42 Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, í viðtali á bryggjunni á Ísafirði í dag. Hafþór Gunnarsson Mikil umsvif hafa verið í Ísafjarðarhöfn og Dýrafirði undanfarnar vikur í kringum norskt fiskvinnsluskip, sem fengið var tímabundið til Vestfjarða til laxaslátrunar. Útflutningsverðmæti afurðanna úr þessu eina verkefni nemur þremur og hálfum til fjórum milljörðum króna. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá löndun í Ísafjarðarhöfn í dag á nýslátruðum laxi úr fiskeldiskvíum Arctic Fish í Dýrafirði. Norska skipið Norwegian Gannet er frá því í lok janúar búið að fara átta ferðir milli Dýrafjarðar og Skutulsfjarðar. Áhöfn skipsins slátrar laxinum í Dýrafirði og landar honum síðan slægðum á Ísafirði.Hafþór Gunnarsson Fréttaritari Stöðvar 2, Hafþór Gunnarsson, sem tók myndirnar, spurði fulltrúa Arctic, Daníel Jakobsson, hversvegna þessi aðferð væri notuð. „Það er nú einfaldlega bara þannig að umsvifin í laxeldinu á Vestfjörðum eru orðin það mikil,“ svarar Daníel og segir að í sláturhúsinu á Bíldudal sé slátrað um 140 tonnum á dag nánast alla daga vikunnar. Það anni ekki eftirspurn. Þetta sé millibilsástand þangað til nýtt sláturhús Arctic Fish verði tekið í notkun í Bolungarvík í júní. Flokkun laxins fer fram í stóru tjaldi á bryggjunni.Hafþór Gunnarsson Á bryggjunni er búið að tjalda yfir flokkunarvélar sem flokka laxinn áður en hann fer um borð í flutningabíla en þessu mánaðarlanga verkefni fylgja mikil umsvif. „Hér er fullt af fólki sem hefur vinnu við þetta. Við erum með um það bil fimmtán til tuttugu flutningabíla í vinnu. Við erum með um fimmtán manns í vinnu bara við löndunina. Við erum auðvitað með um þrjátíu manns í vinnu í Dýrafirði. Og hafnargjöldin, bara af þessu, eru um þrjátíu milljónir, sem fara náttúrlega beint til bæjarins. Þannig að bæjarstýran okkar hlýtur að vera ánægð með það,“ segir Daníel. Verkefninu fylgja mikil umsvif.Hafþór Gunnarsson Þetta eru um 3.500 tonn af laxi sem verið er að slátra en hann er sendur áfram til Grindavíkur og Djúpavogs til pökkunar og til frystingar í Bolungarvík en einnig víðar um land til frekari vinnslu. Og þetta er mikil verðmæti sem hér fara í gegn. „Þetta eru svona þrír og hálfur til fjórir milljarðar sem við erum að velta núna í febrúar,“ segir Daníel og býst við því að verkefni skipsins ljúki um næstu helgi. Milli fimmtán og tuttugu flutningabílar flytja laxinn til Djúpavogs, Grindavíkur og fleiri staða.Hafþór Gunnarsson -En verða vandræði með að fá bíla núna þegar verkfall er skollið á? „Við höldum ekki. Við vonum ekki. En við tökum einn dag í einu, eins og aðrir landsmenn, og vonum það besta,“ svarar Daníel Jakobsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Efnahagsmál Vesturbyggð Múlaþing Grindavík Bolungarvík Tálknafjörður Tengdar fréttir Segir að þetta hús lyfti upp norðanverðum Vestfjörðum Stærsta og afkastamesta laxvinnsla landsins rís núna í Bolungarvík á vegum Arctic Fish og á hún að taka til starfa í júní. Ráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að bara á síðari helmingi þessa árs verði unninn þar lax fyrir yfir fimmtán milljarða króna. 16. febrúar 2023 23:40 Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. 3. janúar 2022 13:45 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá löndun í Ísafjarðarhöfn í dag á nýslátruðum laxi úr fiskeldiskvíum Arctic Fish í Dýrafirði. Norska skipið Norwegian Gannet er frá því í lok janúar búið að fara átta ferðir milli Dýrafjarðar og Skutulsfjarðar. Áhöfn skipsins slátrar laxinum í Dýrafirði og landar honum síðan slægðum á Ísafirði.Hafþór Gunnarsson Fréttaritari Stöðvar 2, Hafþór Gunnarsson, sem tók myndirnar, spurði fulltrúa Arctic, Daníel Jakobsson, hversvegna þessi aðferð væri notuð. „Það er nú einfaldlega bara þannig að umsvifin í laxeldinu á Vestfjörðum eru orðin það mikil,“ svarar Daníel og segir að í sláturhúsinu á Bíldudal sé slátrað um 140 tonnum á dag nánast alla daga vikunnar. Það anni ekki eftirspurn. Þetta sé millibilsástand þangað til nýtt sláturhús Arctic Fish verði tekið í notkun í Bolungarvík í júní. Flokkun laxins fer fram í stóru tjaldi á bryggjunni.Hafþór Gunnarsson Á bryggjunni er búið að tjalda yfir flokkunarvélar sem flokka laxinn áður en hann fer um borð í flutningabíla en þessu mánaðarlanga verkefni fylgja mikil umsvif. „Hér er fullt af fólki sem hefur vinnu við þetta. Við erum með um það bil fimmtán til tuttugu flutningabíla í vinnu. Við erum með um fimmtán manns í vinnu bara við löndunina. Við erum auðvitað með um þrjátíu manns í vinnu í Dýrafirði. Og hafnargjöldin, bara af þessu, eru um þrjátíu milljónir, sem fara náttúrlega beint til bæjarins. Þannig að bæjarstýran okkar hlýtur að vera ánægð með það,“ segir Daníel. Verkefninu fylgja mikil umsvif.Hafþór Gunnarsson Þetta eru um 3.500 tonn af laxi sem verið er að slátra en hann er sendur áfram til Grindavíkur og Djúpavogs til pökkunar og til frystingar í Bolungarvík en einnig víðar um land til frekari vinnslu. Og þetta er mikil verðmæti sem hér fara í gegn. „Þetta eru svona þrír og hálfur til fjórir milljarðar sem við erum að velta núna í febrúar,“ segir Daníel og býst við því að verkefni skipsins ljúki um næstu helgi. Milli fimmtán og tuttugu flutningabílar flytja laxinn til Djúpavogs, Grindavíkur og fleiri staða.Hafþór Gunnarsson -En verða vandræði með að fá bíla núna þegar verkfall er skollið á? „Við höldum ekki. Við vonum ekki. En við tökum einn dag í einu, eins og aðrir landsmenn, og vonum það besta,“ svarar Daníel Jakobsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Efnahagsmál Vesturbyggð Múlaþing Grindavík Bolungarvík Tálknafjörður Tengdar fréttir Segir að þetta hús lyfti upp norðanverðum Vestfjörðum Stærsta og afkastamesta laxvinnsla landsins rís núna í Bolungarvík á vegum Arctic Fish og á hún að taka til starfa í júní. Ráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að bara á síðari helmingi þessa árs verði unninn þar lax fyrir yfir fimmtán milljarða króna. 16. febrúar 2023 23:40 Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. 3. janúar 2022 13:45 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira
Segir að þetta hús lyfti upp norðanverðum Vestfjörðum Stærsta og afkastamesta laxvinnsla landsins rís núna í Bolungarvík á vegum Arctic Fish og á hún að taka til starfa í júní. Ráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að bara á síðari helmingi þessa árs verði unninn þar lax fyrir yfir fimmtán milljarða króna. 16. febrúar 2023 23:40
Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. 3. janúar 2022 13:45
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35
Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00