Sló þögn á salinn eftir óvænta frammistöðu McClung Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 10:45 Stjörnur NBA-deildarinnar vissu augljóslega ekki við hverju mátti búast þegar Mac McClung steig á svið. Alex Goodlett/Getty Images Segja má að hinn óþekkti Mac McClung hafi komið, séð og sigrað í troðslukeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þá fór Damian Lillard með sigur af hólmi í þriggja stiga keppninni. Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer nú fram sem þýðir að í nótt fór troðslu- og þriggja stiga keppnin fram á meðan Stjörnuleikurinn sjálfur er annað kvöld, aðfaranótt mánudags. Hinn 24 ára gamli McClung hefur aðeins spilað tvo leiki í NBA deildinni þrátt fyrir að hafa verið á mála hjá Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og nú Philadelphia 76ers. Hann er hins vegar meiri æfingaleikmaður og er spilar aðallega fyrir varalið félaganna í G-deildinni. Það breytti því ekki að McClung var kokhraustur í aðdraganda troðslukeppninnar og átti hann greinilega innistæðu fyrir því. McClung talaði um að eiga inni tvær troðslur sem höfðu ekki áður verið framkvæmdar í keppninni og miðað við viðbrögð áhorfenda í salnum – sem var fullur af leikmönnum úr NBA deildinni – og dómara þá hafði hann rétt fyrir sér. Mac McClung had the Association STUNNED #ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/7UN6YyfYVC— NBA (@NBA) February 19, 2023 Sjón er sögu ríkari og því má sjá allar troðslur McClung hér að neðan. Trey Murphy III úr New Orleans Pelicans varð að sætta sig við annað sætið. OVER 2 PEOPLE. TAP OFF THE BACKBOARD.GOODNESS, MAC MCCLUNG.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday : Live on TNT pic.twitter.com/kEzCbDofEd— NBA (@NBA) February 19, 2023 5 4 0 for the W.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/giXOVIwooa— NBA (@NBA) February 19, 2023 Buddy Hield gaf Damian Lillard góða keppni í þriggja stiga keppninni en á endanum fór Lillard með sigur af hólmi. Hann hafði tvívegis áður tekið þátt en ekki farið með sigur af hólmi. Hann var því einkar ánægður í lok kvölds eftir að hafa tryggt sér sigurinn. „Ég vildi vinna keppnina allavega einu sinni áður en ég hætti að spila. Þess vegna tók ég þetta af meiri alvöru en áður og því fór sem fór.“ DAME. IS. CLUTCH. #NBAAllStar pic.twitter.com/zMSrnJo28C— Portland Trail Blazers (@trailblazers) February 19, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer nú fram sem þýðir að í nótt fór troðslu- og þriggja stiga keppnin fram á meðan Stjörnuleikurinn sjálfur er annað kvöld, aðfaranótt mánudags. Hinn 24 ára gamli McClung hefur aðeins spilað tvo leiki í NBA deildinni þrátt fyrir að hafa verið á mála hjá Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og nú Philadelphia 76ers. Hann er hins vegar meiri æfingaleikmaður og er spilar aðallega fyrir varalið félaganna í G-deildinni. Það breytti því ekki að McClung var kokhraustur í aðdraganda troðslukeppninnar og átti hann greinilega innistæðu fyrir því. McClung talaði um að eiga inni tvær troðslur sem höfðu ekki áður verið framkvæmdar í keppninni og miðað við viðbrögð áhorfenda í salnum – sem var fullur af leikmönnum úr NBA deildinni – og dómara þá hafði hann rétt fyrir sér. Mac McClung had the Association STUNNED #ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/7UN6YyfYVC— NBA (@NBA) February 19, 2023 Sjón er sögu ríkari og því má sjá allar troðslur McClung hér að neðan. Trey Murphy III úr New Orleans Pelicans varð að sætta sig við annað sætið. OVER 2 PEOPLE. TAP OFF THE BACKBOARD.GOODNESS, MAC MCCLUNG.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday : Live on TNT pic.twitter.com/kEzCbDofEd— NBA (@NBA) February 19, 2023 5 4 0 for the W.#ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday pic.twitter.com/giXOVIwooa— NBA (@NBA) February 19, 2023 Buddy Hield gaf Damian Lillard góða keppni í þriggja stiga keppninni en á endanum fór Lillard með sigur af hólmi. Hann hafði tvívegis áður tekið þátt en ekki farið með sigur af hólmi. Hann var því einkar ánægður í lok kvölds eftir að hafa tryggt sér sigurinn. „Ég vildi vinna keppnina allavega einu sinni áður en ég hætti að spila. Þess vegna tók ég þetta af meiri alvöru en áður og því fór sem fór.“ DAME. IS. CLUTCH. #NBAAllStar pic.twitter.com/zMSrnJo28C— Portland Trail Blazers (@trailblazers) February 19, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira