Sneri við sakfellingu stjúpmóður fyrir mansal Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2023 22:12 Landsréttur sýknaði konuna af öllum ákæruliðum. Vísir/Vilhelm Landsréttur sneri á föstudag löngum fangelsisdómi héraðsdóms yfir konu fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu. Málið var það fyrsta í rúman áratug þar sem sakfellt var fyrir mansal. Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi konuna fyrir mansal, brot í nánu sambandi og peningaþvætti í apríl í fyrra og dæmdi hana til fjögurra ára óskilorðsbundinnar refsingar. Þá var henni gert að greiða þremur stjúpbörnum sínum samanlagt 22 milljónir króna. Konunni var meðal annars gefið að sök að hafa misnotað stjúpbörnin þrjú til nauðungarvinnu fyrir fyrirtæki þar sem hún starfaði sem verkstjóri og stýrði daglegum rekstri. Hún hafi látið börnin vinna allt að þrettán klukkustundir á dag og nýtt laun þeirra, samtals ríflega sextán milljónir, að mestu í eigin þágu. Í ákæru var tekið fram að hún væri gift föður barnanna og hefði útvegað þeim dvalarleyfi hér á landi, flutt þau hingað til lands, hýst þau og útvegað þeim vinnu hjá fyrirtækinu. Ekki talin útvega fórnarlömb mansals í skilningi laganna Í dómi Landsréttar segir að verknaðarþáttur þess mansalsákvæðis almennra hegningarlaga, sem konan var ákærð fyrir, felist í því að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingi yngri en 18 ára. Sakargiftir á hendur konunni samkvæmt ákæru taki að þessu leyti til þess að hún hafi útvegað stjúpbörnum sínum dvalarleyfi á Íslandi, flutt þau til landsins, hýst þau og útvegað þeim vinnu hjá fyrirtækinu. „Sá verknaðarþáttur mansals að „útvega“ felst í því að útvega fórnarlömb til mansals. Í ákæru er útvegun bundin við að útvega dvalarleyfi og fellur þar með ekki að efnislýsingu ákvæðisins. Það sama á við um að útvega börnunum vinnu,“ segir í dómi Landsréttar. Sameiginleg ákvörðun að flytja börnin til landsins Þá segir að eftir standi verknaðarþættirnir að flytja börnin til landsins og að hýsa þau. Konan hafi alfarið hafnað því að hún hafi flutt börnin hingað til lands í þeim tilgangi að misnota þau til nauðungarvinnu. Það hafi einfaldlega verið sameiginleg ákvörðun hennar og föður barnanna að flytja til Íslands í þeirri von að hér biði þeirra betra líf en og að ekkert saknæmt hafi búið þar að baki. Í dóminum segir að framburður föðurins í héraði og fyrir Landsrétti hafi rennt stoðum undir þessa málsvörn ákærðu og því teldist ósannað að hún hefði haft ásetning til að flytja börnin til landsins í þeim tilgangi að misnota þau til nauðungarvinnu. Þá segir að ákvörðun konunnar og eiginmanns hennar um að flytja til Íslands með börn sín hafi verið grundvölluð á því að högum fjölskyldunnar yrði betur borgið hér en í heimalandi þeirra. Skömmu eftir komu hingað til lands hafi börnin hafið skólagöngu og ekkert bendi til annars en að hún hafi gengið vel, ástundun þeirra hafi verið góð og engin vandamál komið upp. Þá yrði ekki annað séð en að allur aðbúnaður barnanna á heimili þeirra hafi verið með ágætum. Við þessar aðstæður sé vandséð hvernig konan á að hafa hýst börnin þannig að varði við mansalsákvæði hegningarlaga. Launin fóru í húsnæði fyrir fjölskylduna Í dómi Landsréttar er því slegið föstu að börnin hafi unnið mikinn hluta þess tíma sem ákæran tekur til og að fyrir liggi að launum barnanna hafi verið ráðstafað til byggingar íbúðarhúss í heimalandi fjölskyldunnar. „Um þann þátt málsins er í ljós leitt að ákærða og eiginmaður hennar, faðir brotaþola, tóku sameiginlega ákvörðun um að húsið skyldi byggt og hvernig það yrði fjármagnað. Þá var út frá því gengið að þau yrðu bæði eigendur hússins,“ segir í dóminum. Ekki sé unnt að slá því föstu að það muni ekki ganga eftir og fyrir liggi í málinu með vitnisburði föður barnanna að íbúðarhús hefur verið reist á umræddri lóð. Að lokum segir að þegar öll málsatvik eru metin heildstætt og að virtum meginreglum sakamálaréttarfars sé varhugavert að telja fram komna sönnun þess að konan hafi gerst sek um mansal. Með dómi Landsréttar var konan sýknuð af öllum ákærum og einkaréttarkröfum stjúpbarna hennar vísað frá dómi. Allur málskostnaður, ríflega tíu milljónir króna, fellur á ríkissjóð. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi konuna fyrir mansal, brot í nánu sambandi og peningaþvætti í apríl í fyrra og dæmdi hana til fjögurra ára óskilorðsbundinnar refsingar. Þá var henni gert að greiða þremur stjúpbörnum sínum samanlagt 22 milljónir króna. Konunni var meðal annars gefið að sök að hafa misnotað stjúpbörnin þrjú til nauðungarvinnu fyrir fyrirtæki þar sem hún starfaði sem verkstjóri og stýrði daglegum rekstri. Hún hafi látið börnin vinna allt að þrettán klukkustundir á dag og nýtt laun þeirra, samtals ríflega sextán milljónir, að mestu í eigin þágu. Í ákæru var tekið fram að hún væri gift föður barnanna og hefði útvegað þeim dvalarleyfi hér á landi, flutt þau hingað til lands, hýst þau og útvegað þeim vinnu hjá fyrirtækinu. Ekki talin útvega fórnarlömb mansals í skilningi laganna Í dómi Landsréttar segir að verknaðarþáttur þess mansalsákvæðis almennra hegningarlaga, sem konan var ákærð fyrir, felist í því að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingi yngri en 18 ára. Sakargiftir á hendur konunni samkvæmt ákæru taki að þessu leyti til þess að hún hafi útvegað stjúpbörnum sínum dvalarleyfi á Íslandi, flutt þau til landsins, hýst þau og útvegað þeim vinnu hjá fyrirtækinu. „Sá verknaðarþáttur mansals að „útvega“ felst í því að útvega fórnarlömb til mansals. Í ákæru er útvegun bundin við að útvega dvalarleyfi og fellur þar með ekki að efnislýsingu ákvæðisins. Það sama á við um að útvega börnunum vinnu,“ segir í dómi Landsréttar. Sameiginleg ákvörðun að flytja börnin til landsins Þá segir að eftir standi verknaðarþættirnir að flytja börnin til landsins og að hýsa þau. Konan hafi alfarið hafnað því að hún hafi flutt börnin hingað til lands í þeim tilgangi að misnota þau til nauðungarvinnu. Það hafi einfaldlega verið sameiginleg ákvörðun hennar og föður barnanna að flytja til Íslands í þeirri von að hér biði þeirra betra líf en og að ekkert saknæmt hafi búið þar að baki. Í dóminum segir að framburður föðurins í héraði og fyrir Landsrétti hafi rennt stoðum undir þessa málsvörn ákærðu og því teldist ósannað að hún hefði haft ásetning til að flytja börnin til landsins í þeim tilgangi að misnota þau til nauðungarvinnu. Þá segir að ákvörðun konunnar og eiginmanns hennar um að flytja til Íslands með börn sín hafi verið grundvölluð á því að högum fjölskyldunnar yrði betur borgið hér en í heimalandi þeirra. Skömmu eftir komu hingað til lands hafi börnin hafið skólagöngu og ekkert bendi til annars en að hún hafi gengið vel, ástundun þeirra hafi verið góð og engin vandamál komið upp. Þá yrði ekki annað séð en að allur aðbúnaður barnanna á heimili þeirra hafi verið með ágætum. Við þessar aðstæður sé vandséð hvernig konan á að hafa hýst börnin þannig að varði við mansalsákvæði hegningarlaga. Launin fóru í húsnæði fyrir fjölskylduna Í dómi Landsréttar er því slegið föstu að börnin hafi unnið mikinn hluta þess tíma sem ákæran tekur til og að fyrir liggi að launum barnanna hafi verið ráðstafað til byggingar íbúðarhúss í heimalandi fjölskyldunnar. „Um þann þátt málsins er í ljós leitt að ákærða og eiginmaður hennar, faðir brotaþola, tóku sameiginlega ákvörðun um að húsið skyldi byggt og hvernig það yrði fjármagnað. Þá var út frá því gengið að þau yrðu bæði eigendur hússins,“ segir í dóminum. Ekki sé unnt að slá því föstu að það muni ekki ganga eftir og fyrir liggi í málinu með vitnisburði föður barnanna að íbúðarhús hefur verið reist á umræddri lóð. Að lokum segir að þegar öll málsatvik eru metin heildstætt og að virtum meginreglum sakamálaréttarfars sé varhugavert að telja fram komna sönnun þess að konan hafi gerst sek um mansal. Með dómi Landsréttar var konan sýknuð af öllum ákærum og einkaréttarkröfum stjúpbarna hennar vísað frá dómi. Allur málskostnaður, ríflega tíu milljónir króna, fellur á ríkissjóð. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent