Hvers vegna þessi magnaði samgöngusáttmáli? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. febrúar 2023 08:00 Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. Svo slæddust félagar hennar, sem eftir eru í Kraganum, með hver á eftir öðrum og reyndu að halda í við glyminn, í tilraun til að grafa undan samkomulaginu sem forverar þeirra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirrituðu. Bæjarstjórinn minn er einn af þeim sem var kallaður til í umræðuna í vikunni. Ég lagði við hlustir því hann er ekki alveg eins hávaðasamur og aðrir félagar hans. Þar sem að hann er nokkuð hófstilltari var ég spennt að heyra hans málflutning til að skilja út á hvað hávaðinn gengur. En því miður þá varð ég engu nær. Það er talað um að taka upp sáttmálann en engum er ljóst hvaða markmiði það á að gegna. Hverju á að ná fram? Hverju á að breyta? Svör við því hef ég enn ekki komið auga á. Af hverju samgöngusáttmáli? Samgöngusáttmálinn er sameiginlegt mál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er merkilegur sáttmáli á sama tíma og hann er mjög mikilvægur fyrir samfélagið allt. Og já hann kostar. Um það verðum við að vera meðvituð. Það gefast klárlega tækifæri til þess að leysa einstaka mál með hagkvæmari og jafnvel einfaldari hætti. En hvort um það náist einhver samstaða er svo allt annað mál. Sjálf er ég til að mynda hrifin af því að endurskoða pælingar um afar kostnaðarsama stokka og þess í stað horft til þess sem kallað er lok eða vistlok, þar sem hægt er. Það yrði til að mynda ódýrari leið fyrir okkur í Garðabænum. Sú framkvæmd yrði líka einfaldari og myndi líklega flýta framkvæmdum verulega. Fjórar mikilvægar röksemdir með sáttmálanum Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að pólitíkin þvert á allt höfuðborgarsvæðið og á þingi hafi komist að slíku samkomulagi, þar sem verkefni ríkis og sveitarfélaga eru tvinnuð saman svo út megi koma heildstæð framkvæmd sem leiðir af sér hágæða almenningssamgöngur og bættar samgöngur fyrir alla. Í öðru lagi er samgöngusáttmáli afar mikilvægur til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru og birtast okkur nú, þegar þegar kemur að mengun og losun. Mengun vegna aukinnar bílnotkunar hefur þar mikil áhrif og til þess að draga úr þeim þætti þurfum við að nýta almenningssamgöngur í töluvert meiri mæli en við gerum í dag. Það gerum við með því að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðakosti með tíðari ferðum og bættu aðgengi. Um það snýst sáttmálinn. Í þriðja lagi er það bláköld staðreynd að við höfum takmarkað landrými til framtíðar. Í stóra samhenginu er það ein mikilvægasta ástæða þess að höfuðborgarsvæðið taki höndum saman og sameinist um þá vegferð að bæta og gefa í þegar kemur að almenningssamgöngum. Í fjórða lagi og alls ekki því sísta, þá er lýðheilsa stór þáttur sem við verðum að taka betur inn í allar ákvarðanir sem snúa að lífsskilyrðum fólks. Lýðheilsa og alvöru valkostur íbúa til að kjósa bíllausan og lýðheilsusamlegan lífsstíl þegar kemur að samgöngum er krafa nútímans og framtíðarinnar. Fyrir utan þann mikla þjóðhagslega ábata sem bættar almenningssamgöngur hafa fyrir samfélagið allt og ekki síst notendur almenningssamgangna sem áætlaður hefur verið vel yfir 100 milljarða á virði ársins 2020. Af hverju er ekki talað um mikilvægi verkefnisins? Eina sem ég heyri úr horni Sjálfstæðismanna er að framkvæmdin kosti og að einhverjum verkefnum, sem er í vinnslu, sé ekki lokið. Ég heyri ekkert um hvaða breytingum þau vilja ná fram eða hvað annað þau vilji gera. Ég heyri ekkert um mikilvægi verkefnisins, áhrifa þess eða snefil af framtíðarsýn er varðar almenningssamgöngur sem virka til framtíðar. Ég veit hins vegar að það eru afar skiptar skoðanir um almenningssamgöngur og það pláss sem þeim er ætlað í þessum góða og mikilvæga samgöngusáttmála meðal flokksfélaga þessara kjörinna fulltrúa. Kannski á hávaðinn rætur sínar fyrst og fremst í þeim hópi og mögulega er honum fyrst og fremst ætlað að hreyfa við þeim félögum sem vilja standa vörð um kyrrstöðu, einkabílinn og enn meiri tafir í umferðinni. Ekki öfundsvert, hlutskiptið það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Samgöngur Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. Svo slæddust félagar hennar, sem eftir eru í Kraganum, með hver á eftir öðrum og reyndu að halda í við glyminn, í tilraun til að grafa undan samkomulaginu sem forverar þeirra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirrituðu. Bæjarstjórinn minn er einn af þeim sem var kallaður til í umræðuna í vikunni. Ég lagði við hlustir því hann er ekki alveg eins hávaðasamur og aðrir félagar hans. Þar sem að hann er nokkuð hófstilltari var ég spennt að heyra hans málflutning til að skilja út á hvað hávaðinn gengur. En því miður þá varð ég engu nær. Það er talað um að taka upp sáttmálann en engum er ljóst hvaða markmiði það á að gegna. Hverju á að ná fram? Hverju á að breyta? Svör við því hef ég enn ekki komið auga á. Af hverju samgöngusáttmáli? Samgöngusáttmálinn er sameiginlegt mál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er merkilegur sáttmáli á sama tíma og hann er mjög mikilvægur fyrir samfélagið allt. Og já hann kostar. Um það verðum við að vera meðvituð. Það gefast klárlega tækifæri til þess að leysa einstaka mál með hagkvæmari og jafnvel einfaldari hætti. En hvort um það náist einhver samstaða er svo allt annað mál. Sjálf er ég til að mynda hrifin af því að endurskoða pælingar um afar kostnaðarsama stokka og þess í stað horft til þess sem kallað er lok eða vistlok, þar sem hægt er. Það yrði til að mynda ódýrari leið fyrir okkur í Garðabænum. Sú framkvæmd yrði líka einfaldari og myndi líklega flýta framkvæmdum verulega. Fjórar mikilvægar röksemdir með sáttmálanum Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að pólitíkin þvert á allt höfuðborgarsvæðið og á þingi hafi komist að slíku samkomulagi, þar sem verkefni ríkis og sveitarfélaga eru tvinnuð saman svo út megi koma heildstæð framkvæmd sem leiðir af sér hágæða almenningssamgöngur og bættar samgöngur fyrir alla. Í öðru lagi er samgöngusáttmáli afar mikilvægur til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru og birtast okkur nú, þegar þegar kemur að mengun og losun. Mengun vegna aukinnar bílnotkunar hefur þar mikil áhrif og til þess að draga úr þeim þætti þurfum við að nýta almenningssamgöngur í töluvert meiri mæli en við gerum í dag. Það gerum við með því að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðakosti með tíðari ferðum og bættu aðgengi. Um það snýst sáttmálinn. Í þriðja lagi er það bláköld staðreynd að við höfum takmarkað landrými til framtíðar. Í stóra samhenginu er það ein mikilvægasta ástæða þess að höfuðborgarsvæðið taki höndum saman og sameinist um þá vegferð að bæta og gefa í þegar kemur að almenningssamgöngum. Í fjórða lagi og alls ekki því sísta, þá er lýðheilsa stór þáttur sem við verðum að taka betur inn í allar ákvarðanir sem snúa að lífsskilyrðum fólks. Lýðheilsa og alvöru valkostur íbúa til að kjósa bíllausan og lýðheilsusamlegan lífsstíl þegar kemur að samgöngum er krafa nútímans og framtíðarinnar. Fyrir utan þann mikla þjóðhagslega ábata sem bættar almenningssamgöngur hafa fyrir samfélagið allt og ekki síst notendur almenningssamgangna sem áætlaður hefur verið vel yfir 100 milljarða á virði ársins 2020. Af hverju er ekki talað um mikilvægi verkefnisins? Eina sem ég heyri úr horni Sjálfstæðismanna er að framkvæmdin kosti og að einhverjum verkefnum, sem er í vinnslu, sé ekki lokið. Ég heyri ekkert um hvaða breytingum þau vilja ná fram eða hvað annað þau vilji gera. Ég heyri ekkert um mikilvægi verkefnisins, áhrifa þess eða snefil af framtíðarsýn er varðar almenningssamgöngur sem virka til framtíðar. Ég veit hins vegar að það eru afar skiptar skoðanir um almenningssamgöngur og það pláss sem þeim er ætlað í þessum góða og mikilvæga samgöngusáttmála meðal flokksfélaga þessara kjörinna fulltrúa. Kannski á hávaðinn rætur sínar fyrst og fremst í þeim hópi og mögulega er honum fyrst og fremst ætlað að hreyfa við þeim félögum sem vilja standa vörð um kyrrstöðu, einkabílinn og enn meiri tafir í umferðinni. Ekki öfundsvert, hlutskiptið það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar