Sakar varaformann sinn um vesældóm og sjúka þörf fyrir athygli Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 11:59 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lengi eldað grátt silfur saman með varaformanninum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Agniezku Ewu Ziolkowsku, varaformann félagsins, þjakaða „vesældómi“ og haldna „sjúkri þörf fyrir athygli“. Tilefnið er ummæli varaformannsins um að hún telji að félagsmenn Eflingar ættu að fá greitt úr verkfallssjóði ef kemur til verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Forysta Eflingar hefur lýst því yfir að félagsmenn fái ekki greitt úr vinnudeilusjóði í verkbanni sem aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær. Verkbannið á að hefjast í næstu viku. Agniezka benti á í Facebook-færslu í gærkvöldi að reglur um sjóðinn gerðu ráð fyrir að hann væri nýttur í verkföllum í verkbönnum. Það væri alfarið ákvörðun Sólvegar Önnu formanns að gera það ekki. „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást,“ skrifaði Agniezka, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna brást ókvæða við í tveimur Facebook-færslum sem hún birti annars vegar í gærkvöldi og hins vegar í morgun. Þar vænir hún varaformann sinn um að „breiða út boðskap fagnaðarerindis“ Samtaka atvinnulífsins um að Efling skuli hlýða „trylltri auðstétt“ og tæma verkfallssjóð félagsins „einfaldlega vegna þess að sturlaður lénsherran[n] skipar henni það.“ Spyrðir hún Agniezku saman við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, sem hafi ætlað að stýra Eflingu og Alþýðusambandi Íslands með stuðningi „hirðar“ Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, íslensks auðvalds og Morgunblaðsins. „Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á forðaðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna í gærkvöldi og vísaði til fréttar um ummæli Agniezku á mbl.is. Facebook-færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur frá því í gærkvöldi.Skjáskot Vitfirringur og strengjabrúða Formanninum virtist ekki runnin reiðin í morgun og hélt áfram að gagnrýna Agniezku og fréttaflutning af ummælum hennar. Sagði hún að „vesældómi“ einnar manneskju væri slegið upp sem merkilegri frétt. Agniezka eigi ekki sæti í stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar. „Sem betur fer er stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirs[t]éttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi,“ skrifaði Sólveig Anna. Þá dró hún vitsmuni varaformannsins og ritarans í efa. „Agniezka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“ sagði Sólveig Anna um umfjöllun fjölmiðla um afstöðu næstráðanda hennar. Facebook-færsla Sólvegar Önnu Jónsdóttur frá því í morgun.Skjáskot Kjaraviðræður 2022-23 Ólga innan Eflingar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Forysta Eflingar hefur lýst því yfir að félagsmenn fái ekki greitt úr vinnudeilusjóði í verkbanni sem aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær. Verkbannið á að hefjast í næstu viku. Agniezka benti á í Facebook-færslu í gærkvöldi að reglur um sjóðinn gerðu ráð fyrir að hann væri nýttur í verkföllum í verkbönnum. Það væri alfarið ákvörðun Sólvegar Önnu formanns að gera það ekki. „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást,“ skrifaði Agniezka, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna brást ókvæða við í tveimur Facebook-færslum sem hún birti annars vegar í gærkvöldi og hins vegar í morgun. Þar vænir hún varaformann sinn um að „breiða út boðskap fagnaðarerindis“ Samtaka atvinnulífsins um að Efling skuli hlýða „trylltri auðstétt“ og tæma verkfallssjóð félagsins „einfaldlega vegna þess að sturlaður lénsherran[n] skipar henni það.“ Spyrðir hún Agniezku saman við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, sem hafi ætlað að stýra Eflingu og Alþýðusambandi Íslands með stuðningi „hirðar“ Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, íslensks auðvalds og Morgunblaðsins. „Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á forðaðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna í gærkvöldi og vísaði til fréttar um ummæli Agniezku á mbl.is. Facebook-færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur frá því í gærkvöldi.Skjáskot Vitfirringur og strengjabrúða Formanninum virtist ekki runnin reiðin í morgun og hélt áfram að gagnrýna Agniezku og fréttaflutning af ummælum hennar. Sagði hún að „vesældómi“ einnar manneskju væri slegið upp sem merkilegri frétt. Agniezka eigi ekki sæti í stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar. „Sem betur fer er stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirs[t]éttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi,“ skrifaði Sólveig Anna. Þá dró hún vitsmuni varaformannsins og ritarans í efa. „Agniezka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“ sagði Sólveig Anna um umfjöllun fjölmiðla um afstöðu næstráðanda hennar. Facebook-færsla Sólvegar Önnu Jónsdóttur frá því í morgun.Skjáskot
Kjaraviðræður 2022-23 Ólga innan Eflingar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira