Lífið

Flugu í hringi til að sýna farþegum norðurljósin

Samúel Karl Ólason skrifar
Farþegar minnst tveggja flugvéla fengu að sjá mikið sjónarspil í gær. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Farþegar minnst tveggja flugvéla fengu að sjá mikið sjónarspil í gær. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Flugstjórar flugvélar Easy Jet sem verið var að fljúga frá Keflavík til Manchester í gær, flugu vélinni í hring yfir Norðursjó. Það gerðu þeir svo farþegarnir gætu notið norðurljósanna.

Breskur ljósmyndari sem var um borð í flugvélinni og var á leiðinni heim eftir að hafa beðið unnustu sinnar við Dyrhólaey, segir í samtali við héraðsmiðilinn Manchester Evening News að slökkt hafi verið á öllum ljósum um borð áður en flogið var í hring.

Allir farþegar hafi verið límdir við glugga flugvélarinnar.

Athygli var vakin á hringferðinni á Twittersíðu Flightradar24. Þar var athygli einnig vakin á því að sambærileg hringferð var flogin af flugstjórum yfir Finnlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×